Samvinnan - 01.05.1976, Page 32
sagna samkvæmt athugun
Hoffmans, að of fáar rann-
sóknir hafa verið gerðar á á-
hrifum uppeldis á þau svið sið-
gæðiskenndar, sem kenning
Piagets tekur til, að nokkuð sé
hægt að fullyrða.
Eins og áður er getið birtust
rannsóknaniðurstöður Piagets
árið 1932. Lengi virtist sem það
ætti að vera örlög hinnar
merku og nýstárlegu bókar að
falla í gleymsku, þvi að það
var ekki fyrr en á síðari hluta
sjötta áratugsins, sem líf
tók að færast í athuganir á
siðferðisþroska með viðmiði
við rannsóknir Piagets, — en
síðan hefur Piaget lika verið
mikið í sviðsljósinu. Mikilvirk-
asti fræðimaðurinn i þessari
endurvakningarstarfsemi er
bandariski sálfræðiprófessor-
inn Laurence Kohlberg og
nokkur hópur manna, sem með
honum hafa unnið.
Allar meginforsendur í kenn-
ingum Kohlbergs eru frá Pia-
get runnar, en þó er um nokkr-
ar veigamiklar breytingar að
ræða bæði hvað varðar rann-
sóknaraðferð og niðurstöður.
Kohlberg litur svo á, að Piaget
hafi ekki tekizt að halda sér
nægilega fast við kjarna sið-
ferðisþróunar, þ. e. hvernig
dómgreindin þróast þrep af
þrepi i átt til algildra lögmála
og skilnings ágildimannlífsins.
Til þess hefði Piaget þurft að
hnitmiða rannsóknir sinar bet-
ur og hreinsa úr þeim efni, sem
háð er félagslegum aðstæðum.
Þetta telur Kohlberg sig hafa
gert. Á grundvelli langvarandi
viðtala og athugana á 75
drengjum, sem hann fylgdist
með frá 10—16 ára aldurs
staðlaði hann eins konar
þroskapróf, þar sem barnið átti
að taka afstöðu til hliðstæðra
siðferðilegra vandamála, er
náðu yfir 30 efnissvið. Athug-
anir hans sýndu að afstaða
drengjanna byggðist á mati,
sem féll með auðveldum hætti
í sex flokka og að þessir flokk-
ar táknuðu mismunandi þrosk-
uð viðhorf. Hverjir tveir flokk-
ar voru innbyrðis skyldastir og
skoðaði Kohlberg þá því sem
tvö mishá þrep innan sama á-
fanga eða skeiðs, þannig að
hið staðlaða þroskamat á sið-
ferðislegri dómgreind skiptist í
þrjú þroskaskeið með tveimur
þrepum í hverjum.
Kohlberg og samverkamenn
hans hafa lagt þetta þroska-
mat fyrir mikinn fjölda barna
og unglinga víðs vegar um
heim og telja þeir sig hafa
rannsóknagögn til þess að slá
eftirfarandi föstu: 1) Náin
tengsl eru milli vitsmuna-
þroska og siðferðilegs þroska.
Fylgnitölur rannsókna eru frá
0,31 til 0,50, sem er allgóð já-
kvæð fylgni. 2) Hvert þrep, sem
er fyrir ofan annað, er frá þvi
lægra sprottið, en felur samt í
sér annað gildismat. 3) Röð
þrepanna er ávallt sú sama og
gengur frá fyrsta þrepi til hins
sjötta. 4) Þróunarferillinn er
ávallt hinn sami (röð þrepa),
hvert svo sem hið menningar-
lega umhverfi er, enda þótt
tjáningarmátinn sé mjög mis-
munandi og sums staðar sé
þróunin hægari og hinn end-
anlegi þroski minni en annars
staðar. 5) Betra samræmi er
milli siðgæðismats einstaklings
samkvæmt prófun og hegðun-
ar hans, þegar ofar dregur i
þroskaþrepunum. Einkum gild-
ir þetta um sjötta þrepið. 6)
Þróun siðgæðiskenndar er ó-
gagnhverf, þ. e. maður getur
ekki hrapað af hærra þrepi á
lægra. 7) Hvert þrep er ein
heild, þ. e. einstaklingur metur
og hegðar sér samkvæmt
grundvallarreglum tiltekins
þreps, hvert svo sem efnissvið-
ið er. 8) Eins og áður getur
taldi Piaget, að barn hefði náð
lokastigi siðferðisþroska um
11—12 ára aldur eða a. m. k.
öðlazt skilning á höfuðlögmál-
um fullþroska siðgæðis. Kohl-
berg heldur því aftur á móti
fram, að siðferðiskennd taki
miklu lengri tíma að þroskast,
stundum allt fram til 25 ára
aldurs. 9) Einungis fáir ein-
staklingar ná fullum siðferðis-
þroska, þ. e. 5. og 6. þrepi sam-
kvæmt staðli Kohlbergs. Nefnd
hefur verið talan 10% í þessu
sambandi. Ástæðurnar eru
sjaldnast þær að vitsmunaleg- 1
ar forsendur skortir, heldur
standa andstæðar félagslegar
aðstæður í vegi.
Ekki hefur ýkja mikið borið
á gagnrýni á rannsóknaraðferð
eða niðurstöðum Kohlbergs, og
fær hann t. a. m. væga með-
ferð hjá áðurnefndum Hoff-
mann. Eina verulega og vel
studda gagnrýnin, sem ég hef
séð, er i ritgerð eftir tvo
bandaríska fræðimenn, en hún
birtist á miðju ári 1974. Þeirri
gagnrýni verða ekki gerð skii
i stuttu máli. En þar er aðal-
lega sýnt fram á meiriháttar
meðferðafræðilega galla, auk
þess sem þroskaprófið sjálft er
talið mikið gallað sem mæli-
tæki. Höfundar fullyrða, að til
þess að hægt sé að ganga úr
skugga um áreiðanleika þeirra
niðurstaðna, sem Kohlberg og
félagar hans hafa sett fram,
þurfi að endurtaka flestar ef
Hvers vegna
Vegna þess að hjá okkur færðu prentun alls konar,
frá nafnspjaldi til bóka og tímarita
- Offsetprentun - Litmyndaprentun -
Prentum einnig samfelld eyðublöð fyrir allar gerðir
skýrsluvéla og bókhaldsvéla
PRENTSM IÐJ AN EDDA H F.
Lindargötu 9A — Reykjavík — Sími 26020 (4 línur)
32