Samvinnan - 01.06.1980, Page 15
Saint-Germain-des-Prés, en elzti hluti
hennar er frá 10. öld. Þar er grafinn
heimspekingurinn Descartes. Langt er
frá að stjörnumar og bláa hvelfingin
séu eins skærlitaðar og sýnist í ferða-
mannabæklingum. Við gengum 220
þrep upp að hvitu kúpulkirkjunni
Sacré Coeur, sem gnæfir við loft uppi
á Montmartre. Þar inni er risastórt
gullhjarta yfir háaltarinu, en fyrir
dyrum úti riddarastytta af Jóhönnu
af Örk, eina riddarastytta af konu,
sem ég man eftir í fljótu bragði.
Við eina kirkju tókum við sérstöku
ástfóstri og minnir mig að þangað
lægi leið okkar einum fjórum sinnum,
en í eitt skiptið hlýddum við á Messías
eftir Hándel fluttan af þýzkum kór,
Kantorei Haspe De Hagen, undir
stjórn Helmuts Freudenbergs, kantors.
Kirkja þessi stendur í Latinuhverfinu
og ber nafnið Saint-Étienne du Mont.
Hún lætur í ytra útliti lítið yfir sér
miðað við áðurnefndar kirkjur. Á
henni er mjór kúpulturn, staðsettur
öðru megin á risbröttu þakinu, þann-
ig að þessi gamla kirkja virðist halla
ofurlítið undir flatt. Inni fyrir er hún
mjög sérstök að því leyti, að þetta er
eina kirkjan í París, þar sem enn
standa hinar fornu svalir (balcon, á
frönsku jubé) á milli kirkjuskips og
kórs. Rið þessara svala og hringmynd-
aðra stiga sitt hvoru megin við þær
eru eitt það fíngerðasta steinverk, sem
ég hef augum litið, hreinasta víra-
virki. Þegar kirkjan var vígð, 1626,
skeði þar kraftaverk. Tvær smástelp-
ur duttu niður af svölunum, en risu
ómeiddar á fætur. Neðan við prédik-
unarstólinn eru mjög fögur útskor-
in líkneski. Hægra megin i kirkj-
unni, þegar inn er gengið, er altari og
helgiskrin heilagrar Geneviéve, gam-
als verndardýrlings Parísar. Fögur
stytta hennar stendur þarna. Dýrling-
urinn heldur á tveim lyklum i ann-
arri hendi og á öxlum hennar hvíla
engill og púki. Fólk kom og kveikti á
kertum sínum við helgiskrínið og ég
sá ekki betur en það skrifaði bænar-
efni sin i litla bók, sem þarna lá
frammi.
En við vorum á sunnudagsgöngu og
skoðunarferð i Notre Dame. Þaðan
gengum við að kórbaki yfir litla brú
og komum á vinstri bakka Signu í
Latínuhverfið. Þarna á árbakkanum
úði og grúði af þessum margfrægu
bókakössum og kenndi þar margra
grasa og mun vera stórhættulegt fyrir
forfallna bókasafnara að ganga þarna
um, enda kæmust þeir líklega ekki
nema fetið. Auk bóka eru seld þarna
eldgömul timarit, gömul póstkort, fal-
legar og vel gerðar eftirprentanir af
listaverkum og alls kyns plaköt. Þetta
sunnudagssíðdegi var salan i algleym-
ingi. Eigendur sölukassanna eru flest-
ir eldra fólk, sumt mjög gamalt. Marg-
ir kassanna voru orðnir fúnir og
feysknir. Lok eru sett yfir þá og þeim
læst kyrfilega á milli sölutima.
• Sunnudagshvild á prömmum
Á Signu var líf og fjör. Ferjur með
ferðafólk i glápferðum brunuðu fram
Gangstéttarkaffihúsin setja svip sinn á
götulífiS í París. Allir voru úti þetta laugar-
dagskvöld; ríkir, fátækir, hvítir, svartir,
ungbörn og gamalmenni.
og aftur, en flutningaprammar voru
bundnir við bakkana og nutu íbúar
þeirra sunnudagshvíldar. Fólk þetta,
sem elur sumt mestan sinn aldur á
prömmunum, reynir að prýða þá eftir
beztu getu, raðar pottum með út-
sprungnum blómum á þilfarið og
kemur þar fyrir borðum og stólum. Á
einum prammanum sáum við ungt
fólk sitja við borð og snæða sunnu-
dagsmatinn, á borðinu var stór blóm-
vöndur í vasa og ávaxtaskál að
ógleymdu rauðvíninu. Við sáum fag-
urlakkaða seglskútu, dökkbláa og
gyllta, sem bundin var við bakkann
og auglýst til sölu. Auðvitað hefur
þurft að fella öll segl og siglutré til
þess aö hún kæmist alla þessa leið og
undir Signubrýr. Á stöku stað mátti
sjá nokkra af útigangslýð Parísar, sem
heldur sig á neðri bökkunum við
brýrnar, nokkrir veiðimenn gutluðu
með stangir í gruggugu vatninu og
roskið par lá í sólbaði undir hægri
bakkanum, sem vissi vel við sólu þessa
dagstund.
Við heilluðumst af vinstri bakkan-
um og Latínuhverfinu og þar lágu
flest okkar spor þessa Parísardaga.
Mér varð hugsað til Sæmundar fróða
og dvalar hans í Svarta skóla, þegar
ég virti fyrir mér ævafornar rústir
Cluny-safnsins. Þessa veggi hlaut
hann að hafa barið augum endur fyrir
löngu. Og ég minntist mins kæra,
látna læriföður, Þórarins Björnssonar,
skólameistara, þegar ég stóð fyrir
framan volduga byggingu Sorbonne-
háskólans, þar sem hann stundaði nám
á sinni tið. Gaman var að reika um
göturnar, þröngar og sumar krókóttar,
og skoða málverk og listaverk í glugg-
um galleríanna, sem eru þarna í
hundruðatali, gramsa í listaverkabók-
um á gangstéttum utan við bókabúð-
ir, setjast á útiveitingastað við Saint
Michels-torg eða breiðgötu Saint Ger-
main og virða fyrir sér mannlífið.
Þarna voru stúdentar og alls kyns
furðufuglar mikið á ferli: Hálfnakinn
ungur maður með eina fjöður í ennis-
bandi settist niður og fékk sér drykk,
glerfínn negri í skraddarasaumuðum
Parisarfötum, en einnig með heilt
teppi á herðunum og leðurkollu á
höfði kyssti á kinnina litla Parísar-
dömu (16—17 ára gamla), sem renndi
sér fimlega á hjólaskautum innan um
fólkið á gangstéttinni, klædd rauðri
blússu, hvítum buxum og með litla
hvíta kollu á höfðinu.
15