Samvinnan - 01.06.1980, Page 16

Samvinnan - 01.06.1980, Page 16
A slóðum Hemingways í París Við kvöddum Latínuh.verfið með þvi að drekka tvær rauðar „kir“ á Skóla- götu síðasta kvöldið okkar í París. • Lítiff að sjá vegna mengunar Okkur féllust eiginlega hendur, þeg- ar við fórum að lita á Louvresafnið, þetta geysilega flæmi og safn lista- verka, sem eflaust tekur mörg ár að skoða að einhverju gagni. Auðvitað fórum við að heilsa upp á Mónu Lísu eins og allir hinir „túrhestarnir". Ég held bara að brosið hennar sé orðið ennþá dularfyllra undir tvöföldu gleri. Einn sal skoðuðum við nokkuð vand- lega, en það er seria Rubens um ævi Maríu af Medici, sem áður skreytti Lúxembúrgarhöll. Alveg er nú annars furðulegt hvað listamenn létu kaupa sig til að gera — og þó. Auðvitað þurftu þeir að borða eins og annað fólk. Og vissulega kastaði meistarinn ekki höndum til þessa verks fremur en annarra, sem hann vann og urðu þessar myndir hans til að ryðja flæmskum barokkstil braut í Frakk- landi og franskir málarar á 18. öld gerðu sér tíðförult i Lúxemborgarhöll til þess að athuga þessar myndir. Miklu auðveldara og dásamlega skemmtilegt var að skoða verk Im- pressjónistanna í Jeu de Paume. Safn- ið er í tiltölulega lítilli höll á horni Concorde-torgsins og Rue de Rivoli. Af hlaðinu er tilkomumikið útsýni yfir torgið með stóra óbeliskanum i miðju, en i baksýn blasir Eiffelturninn við í fjarska. Vel er hægt að fá góða yfirsýn yfir þetta safn á dagsstund án þess að ofmetta sjón sína og huga. Það var nærri því að við fyndum hlýjuna af frönsku sumri i sal Renoirs, þar sem sólskinið seytlar niður á milli trjá- laufanna á annarri hvorri mynd. Við „fundum“ mynd eftir Van Gogh, sem við vissum ekki áður að væri til, mynd- ina af bóndahjónum (Siesta), sem hafa fengið sér miðdegisblund í brún- um skugganum af gulum kornstakki, skór bóndans og kornsigðirnar tvær bíða blundarloka i forgrunni myndar- innar og yfir öllu hvelfist sterkblár, nærri fjólublár himinn, en litur hans er endurtekinn í klæðnaði fólksins. Og þarna „uppgötvuðum” við Pisarro og heilluðumst hreinlega af þeim horfna heimi, sem hann málaði oftast, frönsk- um sveitaþorpum á liðinni öld, þar sem lífsrythminn var allur miklu hæg- ari en nú og er hreinasta heilsubót stressuðu nútímafólki að virða fyrir sér. Við reyndum að kaupa smásýni- bók af verkum Pisarro í korta- og eftirprentanasölunni i fordyri safns- ins, en æ, hún var ekki til. Pisarro er greinilega ekki í tízku hjá „túrhest- um“. Auðvitað fórum við upp i Eiffel- turninn, þó aðeins á aðra hæð, en sáum litið umhverfis sökum geysi- legrar loftmengunar. Eitt sáum við þó: geysilega skipulagshæfileika og djarf- hug franskra arkitekta, sem teiknuðu þennan fræga turn i tilefni heimssýn- ingarinnar um aldamótin og síðan Chaillot-höllina ekki fyrr en 1937, þegar heimssýningin var aftur haldin í París, en samt er staðsetning þessara tveggja stórbygginga svo samræmd og samtengd á allan hátt (þó að þær sjálfar séu aldeilis gjörólíkar) að þær gætu þess vegna hafa verið byggðar á sama tíma. Ósköp væri maður nú þakklátur ef reykvískir skipuleggjend- ur hefðu þó ekki væri nema örlítið brot af þessum hæfileikum, t. d. þeir, sem eyðilögðu yfirbragð og svip Há- skólans, stílhreinustu byggingar bæj- arins með því að klessa Hótel Sögu aftan við hann eða þeir, sem nú hafa holað Breiðholtskirkju einhvers stað- ar innan um kassalöguð háhýsi. • Fögur tónlist í iðrum jarðar Á leið okkar frá Sacré Coeur geng- um við niður Montmartrehæðina, komum við á Place du Tertre, þar sem allir málararnir og andlitsteiknararn- ir vinna undir beru lofti (en með regnhlífarnar við höndina) og selja vel hjá ferðamönnum, við gengum gömlu, hlykkjóttu götuna Rue Lepic, framhjá Moulin de la Galette, sem var í viðgerð eða jafnvel endurbygg- ingu og niður að Moulin Rouge (Rauðu myllunni), þar sem dvergurinn og málarinn Toulouse-Lautrec hélt til á sinni tíð. Á þessum gömlu krókóttu götum skynjaði maður horfinn and- blæ þessa forna gleðihverfis, sem þeir Lautrec og Utrillo hafa gert ódauð- legt hvor á sinn hátt, sá fyrrnefndi innandyra, en sá síðarnefndi utan. Og enn er nætur- og skemmtanalífið á Montmartre á fullu, þó að við próf- uðum það ekki i þetta sinn. Mér fannst París löng og mjó, þó að hún sé í rauninni kringlótt. Þetta kom til af þvi, að flest okkar spor lágu meðfram Signu á svæðinu frá Eiffel- turninum og aö Notre Dame. Saman- lagt höfum við gengið marga tugi kíló- metra þessa haustdaga. En vonlaust er að fara allra sinna ferða fótgang- andi i stórborgum. í París eru manni allar leiðir færar, þegar maður hefur lært á Metró, neðanjarðarlestakerfið. Það er eins og að ráða krossgátu að fikra sig á milli lesta eftir geysilöng- um göngum, sem liggja þvers og kruss undir yfirborði jarðar. Stikkorðið er endastöð hverrar leiðar, þegar maður hefur uppgötvað það, kemst maður hvert, sem maður vill. Oft heyrist þarna i iðrum jarðar undurfögur tón- list, ótrúlega vel leikin. Ekki er það að furða, þvi að nemendur i helztu tónlistarskólum borgarinnar keppast við að fá leigð stæði til að leika þar fyrir viðskiptavini járnbrautanna, sem kasta til þeirra smápeningum, þegar þeir ganga hjá. Safnast, þegar saman kemur. Sumir spila líka í leyfisleysi og eiga fótum fjör að launa, ef lög- reglan er á ferðinni. Verið var að snurfusa, hreinsa og mála og skipta um sæti á neðanjarðarbiðstöðvunum. Ekki brást smekkur Frakkanna þar. Þeim tókst að skapa sérstakan „ele- gans“ og stíl i einföldum álsætunum og umhverfi þeirra, sem ýmist voru máluð gul, rauð eða fjólublá, hver stöð i sínum lit. % Þar sem Hemingway skrifaði í farangri mínum hafði ég eina mína helztu uppáhaldsbók, „Veislu i farángrinum“ eftir Hemingway i þýð- ingu Halldórs Laxness. Þar lýsir höf- undur dvöl sinni og fyrstu konu sinn- ar, Hadley, í París snemma á þriðja áratug aldarinnar og þar fæddist son- ur þeirra, Bumby, faðir fyrirsætunnar Margaux, sem nú gerir Hemingway- nafnið frægt á sinn hátt í Bandaríkj- unum. Auðvitað bjuggu þessi ungu lista- hjón i Latínuhverfinu og við leituðum uppi Cardinal-Lemoine-götu og fund- um hús númer 74, þar sem þau bjuggu á þessum fyrstu Parísarárum. Þessi gata er dæmigerð þröng gata í Latínu- hverfinu, þar sem bilamergð velferð- arþjóðfélagsins fyllir hálfa götuna á vinnutíma. Á götuhæð i nr. 74 er nú verzlun með náttúrulækningajurtir. Hemingway lýsir í bók sinni sólbjört- 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.