Samvinnan - 01.06.1980, Síða 19
Ljóspenninn í hendi gjaldker-
ans les merkjakerfiS á vörun-
um.
a3 vörur eru seldar á lægra
verði sökum þess, að ekki
hefur verið tími til að
merkja þær aftur eða að
það borgar sig einfaldlega
ekki að merkja um. í tölvu-
kassa verða verulega færri
skekkjur og um leið hverfur
vandamálið við endurmerk-
inguna.
Þegar fólkið við kassana
þarf ekki lengur að kunna
verðið utanað, getur næst-
um hver sem er af starfs-
fólkinu hlaupið í skarðið og
opnað kassa, ef biðraðirnar
eru langar. Þessi aukna
virkni gefur samkvæmt út-
reikningum um 0,2% sparn-
að til viðbótar. Aftur á móti
er reiknað með að afköstin
við kassann verði meiri. Þar
er það ekki starfsmaðurinn,
heldur viðskiptavinurinn,
sem ákvarðar hraðann.
Sökum þess að búðar-
tölvan gefur á hverju
augnabliki upp, hve mikið
hefur verið selt af hverri
vörutegund, fær starfsfólkið
betra yfirlit yfir vörubirgð-
irnar. Við birgðahaldið er
þó virknin þegar á svo háu
stigi, að ekki er gert ráð
fyrir að frekari hagnaður
verði verulegur — eða um
það bil 0,2%.
ð Hagnaðurinn nálægt
einu prósenti
í heild verður sparnaður-
inn um 1,4% af sölunni. Frá
þessu þarf að draga fjár-
festingarkostnaðinn og
kostnað við menntun og
viðhald á kerfinu — sam-
tals um 0,5%.
Nettóhagnaðurinn yrði
þá um 0,9% af sölunni og
skýrir það vel áhuga versl-
unarinnar á tölvukassan-
um. Auk þessa eru fleiri
kostir: Tölvan sýnir fljótt,
hvaða vörutegundir eru á
þrotum, hverjar seljast vel
eða illa, áhrif mismunandi
aðgerða o.fl. Á þennan hátt
fæst betri grundvöllur fyrir
ákvarðanir um vöruval og
innkaup verða auðveldari.
Pár-Olov Sparén hjá
tölvudeild sænska sam-
vinnusambandsins KF, en
hann er einn af þremur
mönnum, sem stóðu að um-
ræddri rannsókn, bendir á,
að ekki megi ofmeta kost-
ina í þessu tilliti. Ýmsar
upplýsingar, sem tölvukass-
arnir veita, fást nú þegar á
annan hátt. Hins vegar eru
þær upplýsingar ef til vill
ekki nógu vel nýttar, en það
er annað mál.
o Upprimnið í Banda-
ríkjunum
Búðartölvurnar komu
upprunalega frá Banda-
ríkjunum og hvergi nema
þar eru þær enn sem komið
er notaðar að verulegu
marki. Þróunin hefur aftur
á móti ekki orðið eins ör
og talið var fyrir hálf-
um áratug, þegar þær
fyrstu voru teknar i notk-
un. Um það bil 1000 versl-
anir, eingöngu stórar mat-
vöruverslanir með veltu
milli tveggja og þriggja
milljarða króna, hafa enn
sem komið er fjárfest i
tölvukössum. Samkvæmt
áætlunum ættu það að vera
um 5000 verslanir.
í Evrópu hefur Svíþjóð
komist lengst í þessari þró-
un. Sviþjóð hefur haft for-
ystu um að koma á sameig-
inlegu evrópsku vörumerkja-
kerfi, EAN merkjakerfinu,
og i sænskri smásöluverslun
er þegar farið að taka í
notkun verslunartölvur.
Þannig hafa t.d. sjö hús-
gagnaverslanir IKEA versl-
unartölvur, þó án beins af-
lesturs enn sem komið er. í
staðinn er notuð talna-
merking, sem stimpluð er
inn i kassann. Sex af
húsgagnavöruhúsum sam-
vinnuhreyfingarinnar hafa
svipað kerfi og átta til við-
bótar munu taka það upp á
næstu tveimur til þremur
árum.
Smásöluverslanir hafa
enn sem komið er aðeins fá
Þannig er EAN merkjakerfið
E A N er sameiginlegt evrópskt kerfi við tölumerkingu
(E A N = European Article Numbering). Talnakerfið er
þegar á mörgum vörum í vöruvali K. F., m.a. öllum „blá-
hvítu“ vörunum. Tölvukassinn les strikin og þýðir í 13 tölu
kerfi, sem er auðkenni vörunnar. Talan 73 í upphafi þýðir
Svíþjóð, fjórar næstu tölur segja til um seljanda og næstu
sex gefa til kynna um hvaða vöru er að ræða. Síðasta talan
er kontrol tala.
slík kerfi í notkun. ICA
reynir kerfið í átta versl-
unum, Dagab í einni og K.F.
mun í samvinnu við kaup-
félagið i Stokkhólmi gera
tilraun í þrem búðum í
haust.
® Kerfismerkingu vantar
Ástæðurnar til þess, að
þróunin hefur ekki orðið ör-
ari i smásöluverslunum eru
einkum:
® Að kerfismerkingu vant-
ar enn á meirihlutann af
vörum.
Um það bil 80% af dag-
legum vörum verða að vera
kerfismerktar til þess að
góður efnahagslegur árang-
ur náist. Það líða sennilega
nokkur ár þar til svo verður.
• Að ekki er enn fyrir
hendi tæknibúnaður, sem
hentar smásöluverslun.
Þann útbúnað, sem not-
aöur er í Bandarikjunum og
gerður er fyrir mjög stórar
matvöruverslanir, geta að-
eins fáeinar verslanir notað
með ávinningi. Stóru al-
þjóða tölvufyrirtækin virð-
ast ekki hafa áhuga á að
framleiða útbúnað, sem
hentar evrópskum staðhátt-
um, þar sem arðurinn er of
lítill.
• Að menn eru tregir til
mikilla fjárfestinga meðan
öll hagnýt viðfangsefni eru
ekki leyst.
Væri tekið i notkun kerfi,
sem ennþá hefur verulega
ágalla, félli fljótlega óorð á
tölvukassana. Inn í þetta
blandast samningur við
launþegasamtökin. Það tek-
ur sjálfsagt tima þar til
lausn er fundin, sem báðir
aðilar geta sætt sig við. ♦
5 678908
1»