Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 20
Bergþór Konráðsson
skrifar um
IÐNAÐARMÁL
Hvert er takmark samvinnuiðnaðar?
IÐNAÐARDEILD er ein af mikil-
vægustu deildum Sambandsins.
Þar starfa um 50% af öllu
starfsfólki Sambandsins, u.þ.b. 900
manns og velta Iðnaðardeildar var
tæpir 10 milljarðar króna árið 1979
og eru þá einungis talin með þau
fyrirtæki sem Iðnaðardeild á og
rekur að öllu leyti.
Útflutningur þessara fyrirtækja
var rúmir 4,8 miljarðar króna.
Hér mun verða leitast við að gera
nokkra grein fyrir verkefnum þess-
arar deildar i stuttu máli. Iðnaðar-
deild Sambandsins samanstendur
af 11 rekstrareiningum en deildin
á auk þess aðild að nokkrum öðr-
um iðnfyrirtækjum.
Fyrirtæki Iðnaðardeildarinnar eru
þessi:
• Skinnaverksmiðjan Iðunn
Sambandið hefur starfrækt
skinnaiðnað á Akureyri síðan 1923.
Verksmiðja þessi vinnur í dag
um 60% af öllum gærum sem til
falla á landinu og er eina verk-
smiðjan hérlendis sem vinnur
mokkaskinn til fatagerðar.
Enn er hluti af gærunum fluttur
út hálfunninn, en stefnt er að því
að fullvinna allar gærur i skinn til
fatnaðar, sem til þess henta. Meg-
inhluti framleiðslunnar er fluttur
úr landi, en þó fer hægt vaxandi
notkun mokkaskinna til fram-
haldsvinnslu innanlands.
9 Ullarverksmiðjan Gefjun
Hinn 27. nóvember 1887 voru
fyrstu vélar Tóvinnufélags Eyfirð-
inga settar í gang. Tilgangurinn
með stofnun þess félags var að
létta undir með ullariðnaði heim-
ilanna, sem þá var veigamikill
þáttur í íslenzku þjóðlífi.
Þetta var forveri Ullarverksmiðj -
unnar Gefjunar, en árið 1930 yfir-
tók Sambandið rekstur fyrirtækis-
ins og hefur það síðan verið undir-
staða undir öra uppbyggingu í ull-
ariðnaði Iðnaðardeildar. Aðalfram-
leiðsla fyrirtækisins er band og
lopi, og vefnaður ýmiss konar svo
sem værðarvoðir og áklæði.
• Fataverksmiðjan Hekla
Samband islenzkra samvinnufé-
laga keypti árið 1946 prjónaverk-
smiðju Ásgrims Stefánssonar og
upp úr þeim kaupum var Fataverk-
smiðjan Hekla stofnuð.
Starfsemi Heklu má skipta í
prjónadeild og vinnufatadeild.
Prjónadeildin framleiðir ýmiss kon-
ar ullarfatnað til útflutnings og
hefur um árabil verið stærsta verk-
smiðjan sinnar tegundar á landinu.
í vinnufatadeild Heklu er fram-
leiddur tízkufatnaður og vinnu-
fatnaður, gallabuxur, úlpur o. fl.
þ. h., en framleiðsluvörur þessar eru
nær eingöngu fyrir innanlands-
markað.
Þær þrjár verksmiðjur, sem hér
hafa verið nefndar eru stærstu
verksmiðjur Iðnaðardeildar og það-
an kemur um % hluti veltunnar og
þar vinnur stærsti hluti starfs-
fólksins.
• Skóverksmiðjan Iðunn
Aðalfundur Sambandsins árið
1936 samþykkti að hefja skófataiðn
á Akureyri og i tengslum við
Skinnaverksmiðjuna, sem árið áður
hóf leðursútun og framleiddi ýmsar
leðurtegundir, m. a. yfirleður í skó-
fatnað.
Skóverksmiðj an framleiðir nú
milli 50—60 þúsund pör af ýmiss
konar skófatnaði, mest götuskó og
kuldaskó, er hentar vel íslenzkum
aðstæðum.
9 Skinnasaumastofan
Um nokkurt árabil var mokka-
fatnaður unninn í Skinnadeild
Heklu, en eftir að framleiðsla þessi
var flutt i nýtt húsnæði og ákveðið
var að leggja aukna áherzlu á
framleiðslu skinnafatnaðar fyrir
vestræna markaði, var deild þessi
gerð að sjálfstæðri rekstrareiningu
innan Iðnaðardeildar.
Verksmiðju þessari er ætlað mik-
ið hlutverk í þróun skinnaiðnaðar
landsmanna á komandi árum.
• Verksmiðjan Höttur
í verksmiðjunni Hetti i Borgar-
nesi voru upphaflega framleiddar
vörur úr mokkaskinnum og þá sér-
staklega húfur og lúffur.
Þessi framleiðsla var á síðast-
liðnu ári af hagkvæmnisástæðum
sameinuð framleiðslu Skinna-
saumastofunnar á Akureyri og
hafin í Hetti framleiðsla á ullar-
fatnaði úr ofnum efnum frá Gefj-
uni, með útflutning fyrir augum.
• Fataverksmiðjan Gefjun
Fataverksmiðjan Gefjun er stað-