Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 26
Sparivelta Samvinnubankans
Almennir skilmálar
1. Þátttaka
• Gerður er skriflegur samningur milli viðskiptamanns og Samvinnu-
bankans um samfelldan reglubundinn sparnað með tilteknum láns-
réttindum eftir ákveðinn tíma.
• Stofna skal sérstakan spariveltureikning, sem gefið er út stofn-
skírteini fyrir. Skal þar tilgreint nafn, heimili og nafnnúmer
reikningshafa ásamt umsamdri sparnaðar- og lán-
tökuleið. Vaxtakjör reikningsins eru þau sömu og
af almennum sparisjóðsbókum hverju sinni.
• Þátttöku í spariveltunni er hægt að hefja
hvenær sem er, en eftir það er fastur gjalddagi
mánaðarlega. Hægt er að velja milli tveggja
innborgunartímabila þ.e. 5. - 12. og 18. - 25. hvers
mánaðar, sem eru utan mesta annatímans í afgreiðslu bankans.
• Bankinn áskilur sér rétt til að hafna samningi hafi viðkomandi við-
skiptamaður verið í vanskilum við bankann eða aðra innlánsstofnun
eða rifta honum komi vanskil til.
2. Sparnaður
• Mánaðarlega ber að leggja inn á spariveltureikninginn tiltekna
fjárhæð, miðað við þann sparnaðarflokk, sem viðkomandi hefur valið
sér. Hámarksupphæðir eru endurskoðaðar einu sinni
á ári með tilliti til almennra verðlagsbreytinga þ.e. í
nóvember ár hvert með gildistöku l.janúar.
/6.
• Reikningshöfum er heimilt að auka sparnað sinn áp
í samræmi við hækkun hámarksupphæða í hverjum æ
flokki. Óheimilt er að breyta um sparnaðarflokka.
• Reikningsyfirlit, sem sýna allar innborganir ásamt vöxtum og stöðu
spariveltureikningsins, verða send út um hver áramót. Aukaútskriftir
er hægt að fá hvenær sem óskað er.