Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 35
Með þrautseigju og þolgæði er jafnvel hægt að ná sjálfu réttlætinu nauðugu á sitt vald. — Nú, gengur ekki rétt- lætið jafnt yfir alla? sagði hún. — Ég var að ræða um málið en ekki réttlætið, sagði dómarinn. — En nú verð ég að biðja um nánari lýsingu á öllum aðdraganda og málavöxtum. Fallega stúlkan sagði nú skýrt og skilmerkilega frá því, hvernig hún hefði stað- ið við línskápinn og verið að raða skyrtum kammerherr- ans i hillurnar, þegar hann byrjaði að fitla við pilsfald hennar, en þá hafði hún snúið sér við og sagt: — Jæja, er herrann þá tilbú- inn? — Hu-m, sagði dómarinn. — Þetta varpar nokkru ljósi yfir málið, þvi hvernig átti maðurinn að skilja þetta öðru vísi en sem samþykki þitt og bendingu um að hafa heldur hraðan á? Ha, ha, ha. En stúlkan tók það skýrt fram, að hún hefði varið sig af fremsta megni, grátið og hljóðað, og þetta hefði verið hrein og bein nauðgun. — Já, þær gera þetta allt- af þessar blessaðar dúfur til þess að æsa okkur og örfa enn meir, sagði dómarinn. En stúlkan stóð á þvi fast- ar en fótunum, að hann hefði gripið utan um hana algerlega gegn vilja hennar og borið hana að rúminu. Hún sagðist hafa barizt um á hæl og hnakka og kallað á hjálp, en þegar enginn hefði komið henni til hjálp- ar varð hún að lokum að lúta í lægra haldi. — O-jæja, o-jæja, sagði dómarinn. — En hafðir þú svo nokkra ánægju af þessu, góða mín? — Nei, síður en svo, svar- aði hún. — Ég hafði aðeins af þessu skömm og skaða, sem aldrei verður bættur, nema ég fái þessa þúsund dúkata. — Já, það er nú svo, en ég get ekki tekið þetta mál að mér, því að ég hef enga trú á að nauðgun geti farið fram nema með samþykki beggja aðila. — Ó, hjálpið mér, kæri dómari, bað hún grátandi. — Spyrjið þjónustustúlkuna yðar og vitið hvað hún seg- ir um þetta. Nú var kallað á þjónustu- stúlkuna, og hún fullyrti, að um tvenns konar tilfelli gæti verið að ræða. Annars vegar þægilegt og geðfellt, en hins vegar ógeðfellt og óþægilegt, og þar sem stúlk- an frá Portillon hefði hvorki fengið peninga fyrir þetta né haft ánægju af þessu, ætti hún skýlausa kröfu á því að fá annað hvort pen- ingana eða ánægjuna. Þetta var ákaflega skynsamleg á- lyktun, en hún setti dóm- arann í mikinn vanda og ruglaði hann i kollinum. — Jakobína, sagði hann. — Ég hef ákveðið að ráða þessu máli til lykta fyrir kvöldverð. Sæktu nál og spotta af rauða garninu, sem ég nota til að binda utan um skjalapakkana. Jakobina sótti nál með stóru og velsköpuðu auga og einnig rauðan spotta af sömu tegund og lögfræð- ingarnir nota til þess að binda utan um skjöl sín með. Síðan tók hún sér stöðu innan við dyrnar til þess að fylgjast með, hvern- ig þessu máli lyki, og fylgd- ist með hinum dularfulla undirbúningi þessarar mál- færslu af engu minni áhuga en fallega þvottastúlkan sj álf. — Hlustaðu nú vel á það, sem ég ætla að segja þér, sagði dómarinn. Þú sezt nú hér á móti mér við borðið, og ég held á nálinni og þú sérð, að augað á henni er meira en nægilega stórt til þess að taka við þessum rauða þráðarenda. Ef þú getur þrætt nálina, sem ég held á, lofa ég að taka að mér mál þitt og hafa á hendi milligöngu í þessu al- varlega máli, útvega kom- prómis og gera mitt til að fá kammerherrann til að borga þessa umræddu upp- hæð. — Hvað er komprómis? sagði hún. — Ég vil nefni- lega ekki ganga inn á neitt, sem ég veit ekki hvað er. — Það er lögfræðilegt orð, sem táknar frjálst og góð- fúslegt samkomulag. — En þetta komprómis, á það nokkuð skylt við þann skilning, sem réttvísin legg- ur i orðið trúlofun? — Alveg rétt, ljósið mitt. Þessi atburður hefur aukið skilning þinn á lífinu. Það er einmitt eitthvað í þá átt. Jæja, fellstu svo á þetta? — Já, sagði hún. En þessi slungni dómari lék sér nú að aumingja stúlkunni eins og köttur að mús. Þegar hún ætlaði að stinga þráðarendanum, sem hún hafði snúið vandlega saman, i nálaraugað, vék hann nálinni ofurlitið und- an, svo stúlkan hitti aldrei augað. Henni fór nú ekki að verða um sel og áleit að dómarinn væri að leika á hana og ætlaði að losna við að taka málið að sér. Hún vætti þvi þráðinn og sneri hann enn betur saman og byrjaði síðan aftur. En dómarinn vék nálinni allt- af undan alveg eins og hin liðugasta ungmeyja, og stúlkan gat aldrei þrætt nálina. Hvernig sem hún reyndi, rak hún endann alltaf fram hjá nálinni, og nálaraugað varðveitti alltaf meydóm sinn. Þjónustu- stúlkan hló og sagði, að fal- lega stúlkan frá Portillon bæri betra skyn á að láta nauðga sér en að nauðga öðrum. Dómarinn hló líka, en aumingja stúlkan grét sina töpuðu dúkata. — Ef þú heldur ekki nál- inni kyrri, sagði hún bæði sár og reið — heldur vikur henni og snýrð undan, get ég aldrei hitt þetta litla nálarauga. — Já, stúlka mín. Þannig er það i raun og veru. Hefðir 35

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.