Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 39
Sambandiö styrkir Körfuknattleiks- samband íslands Frá blaðamannafundi þar sem kynnt var nýmæli Sambands- ins varðandi styrkveitingu til íþróttahreyfingarinnar. — (Myndir: Kristján Pétur Guðnason). Kjartan P. Kjartansson, framkvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar, afhendir Körfuknattieikssambandi íslands styrk að upphæð 5,5 milijónir króna. SAMBAND ísl. samvinnu- félaga hefur allt frá fyrstu tíð látið sér um- hugað um öflugt iþróttalif i landinu og veitt til þess- arar starfsemi allverulegum fj ármunum. Um nokkurt skeið hafa forystumenn samvinnu- hreyfingarinnar velt því fyrir sér hvort ein öflug styrkveiting i stað dreifðra smærri fjárveitinga myndi ekki nýtast betur og verða iþróttahreyfingunni til heilla. Við frekari athugun virtist þetta nýmæli geta horft til bóta. Því var ákveðið fyrir all- löngu siðan að reyna þessa nýbreytni fyrir árið 1980 og varð Körfuknattleikssam- band íslands fyrir valinu. Ástæða þess var sú að lands- liðsnefnd Körfuknattleiks- sambandsins hafði þá ný- verið farið fram á fjár- stuðning til starfsemi þess- arar iþróttagreinar og þar sem það hafði sjaldan áður hlotið styrk var það talið vel að þessari fyrstu út- nefningu komið. Ef þessi nýja aðferð sann- ar ágæti sitt er áformað að endurnýja styrkveitinguna að ári til annarrar íþrótta- greinar, eða þeirrar sömu, eftir atvikum, en styrkveit- ingin i ár nemur 5,5 millj- ónum króna. Við þessa styrkveitingu áskilur Sambandið sér heimild til að virkja starf- semi iþróttagreinarinnar til upplýsinga um samvinnu- hreyfinguna í landinu t.d. með þvi að merkja búninga landsliðsins með samvinnu- merkinu og öðru þvi sem gagnkvæmt samkomulag næst um við forráðamenn Körfuknattleikssambands- ins. Sambandið væntir þess að þessi fjárstuðningur örvi áhuga æsku landsins á heil- brigðum íþróttum og verði öllum viðkomandi til vel- farnaðar. ♦ Nú er veitt ein öflug styrkveiting í stað dreifðra smærri fjár- veitinga. 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.