Samvinnan - 01.06.1980, Blaðsíða 43
lífsskoðun sem honum
nægði gegnum þykkt og
þunnt á lífsleiðinni. Með
þeirri kenningu hafi vonir
og vonbrigði, byr og barn-
ingur fengið tilgang sem
maðurinn getur skilið;
þannig sé hann sinnar gæiu
smiður, beri ábyrgð á sjálf-
um sér gagnvart sjálfum
sér, hafi ekki við annan að
sakast en sjálfan sig ef
færðin er þung, og megi
vita að atvikin voru til að
læra af þeim hvort sem þau
voru sár eða sæt.
Jakob hneigðist snemma
að þessari skoðun. Hann
gerðist og einn af frumherj-
um guðspekihreyfingarinn-
ar hérlendis.
• Undarleg reynsla
Við Jakob ræddum margt
á kyrrlátum kvöldum i íbúð
hans við Nökkvavog ...
Stundum varð langt á milli
setninga hjá báðum, enda
þá ekki alger markleysa að
segja að þögnin fengi mál.
Og þá bar við að Jakob
leysti frá skjóðunni og
skýrði mér frá djúpri and-
legri reynslu sem hann
hafði orðið fyrir á lifsleið-
inni.
Þó ræddi hann jafnan
fæst um þau atvikin sem
honum þótti mestu varða —
einsog orðin væru þá hætt
að rúma meininguna, og
það sem hann hugðist segja
yrði alltöðruvísi en það átti
að vera þegar því höfðu
verið valin orð.
Oft minntist hann á
hversu ljóst honum væri að
i skapgerð mannsins togast
á mismunandi öfl, sálarlífið
líktist tafli þarsem hið
svarta og hið hvíta lið
mannlegra eiginleika eig-
ast við um völdin. Hann
taldi það ógnvekjandi hve
mikill slæðingur af nei-
kvæðum eigindum gæti
skotið upp kollinum i
mannssálinni, en á hinn
bóginn væri það með öllu
ólýsanlegt hve fögnuður
hinna bestu stunda væri
stórkostlegur. í þeim byggi
göfgin og heilagleikinn....
Jakob átti við að stríða
mikinn heilsubrest í æsku.
Þegar hann var í mennta-
skóla veiktist hann af
brjósthimnubólgu og steig
ekki á fætur í heilt ár. Hann
lá heimahjá sér í Eyjafirði
og naut umönnunar heima-
fólks.
Þegar hann hafði legið
veturinn allan og tekið að
vora var hann dag einn
borinn út á varpa tilþess
hann mætti njóta sólskins
og bliðu vorsins. En fólk
var við vinnu á túninu.
Þá varð hann fyrir und-
arlegri reynslu. Hann lá
þarna í varpanum og virti
fyrir sér dalinn, ána og
fjöllin, bláan himininn og
sólskinið, fólkið á túninu, og
það var engu líkara en hann
sæi þetta allt sem hann
þekkti svo vel, i fyrsta sinn.
Fyrst þegar þetta ástand
var að skapast var sem allt
kyrrðist og yfir legðist órofa
þögn. Öll hreyfing var ger-
samlega stöðnuð. Svo varð
skynjun hans á umhverfinu
skyndilega þrungin nýju
lífi. Hann rann saman við
það sem hann sá, fann
sjálfan sig i fjallinu, ánni
og dalnum. Tilfinningin fyr-
ir þvi var hin sama og fyrir
honum sjálfum. Það var
hann, hann var það. Og
þetta ástand varð honum
jafn-óskiljanlegt á eftir og
það var sjálfsagt meðan það
ríkti....
Eitthvað svipað bar fyrir
hann oftar, og ég hygg að
það hafi verið skoðun Jak-
obs að mesta keppikeflið í
lífinu sé að gera þetta á-
stand eða hvað sem á að
kalla það — mystísk reynsla
er hið almenna nafn — sem
mestu ráðandi í lífinu. Þá
yrði bróðurkærleikur ekki
siðfræðilegt hugtak, heldur
partur af eðli manns.
f mínum huga sem þekkti
Jakob ekki fyrren hann var
orðinn gamall að árum er
þetta atvik og önnur slik
úr reynslu hans, skýringin
á þvi að honum fannst kær-
leikurinn gefa sér mest,
skýringin á þvi að hann
vildi aldrei segja nema
sannleikann, skýringin á þvi
að hann setti hærra gæði
athafna og hugsana en um-
fang og yfirborðslæti.
Á þessum grunni þroskað-
ist skaphöfn Jakobs Krist-
inssonar. Á þessum grunni
tók hann húsbóndavaldið
yfir sjálfum sér.
♦
Afi og amma voru í svona vöggu.
Þú hefur heyrt þau segja frá því meö stolti
Gerðu þínar óskir að raunveruleika
Það sem gefur lífinu gildi eru
fagrar endurminningar.
Postsendum
Klapparstíg 27
Sími: 19910
V________________________________________________.
FRÁ SAMVINNU-
SKÓLANUM
BIFRÖST
Umsóknarfrestur um skólavist næsta
skólaár er til 10. júní nk.
Umsóknareyðublöð fást hjá kaupfélögum
og ýmsum skólum auk Samvinnuskólans,
sími 93-7500.
SAMVINNUSKáLINN
$ Bifröst
43