Samvinnan - 01.06.1980, Page 47

Samvinnan - 01.06.1980, Page 47
TIL NÝRRA STARFA Björgvin B. Schram, viðskipta- fræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar, sem heitir Kerfisdeild Sam- bandsins, frá og með 1. júlí. Björgvin er fæddur 6. júní 1945, sonur hjónanna Björgvins Schrams stórkaupm., og konu hans, Aldísar Brynjólfsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Háskóla íslands 1971. Síðastlið- in 9 ár hefur Björgvin starfað sem kerfisfræðingur og leið- beinandi i hagnýtri tölvufræði hjá IBM á íslandi og einnig veitt fjöldamörgum námskeiðum for- stöðu á þessu sérsviði. Kona Björgvins er Hekla Pálsdóttir og eiga þau þrjá syni. Þorbergur Eysteinsson, for- stöðumaður Birgðastöðvar Sam- bandsins, hefur verið ráðinn prentsmiðjustjóri í Prentsmiðj- unni Eddu hf. Tekur hann þar við starfi af Stefáni Jónssyni, sem lætur af störfum vegna aldurs. Þorbergur er fæddur 1940, sonur Eysteins Jónssonar, fyrrum ráðherra, og konu hans, Solveigar Eyjólfsdóttur. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskól- anum 1958 og réðist árið eftir til Innflutningsdeildar Sam- bandsins. Þar hefur hann starfað samfellt síðan, þar af sem forstöðumaður Birgðastöðv- ar frá 1967. Kona Þorbergs er Anna Margrét Marísdóttir og eiga þau fjögur börn. Um miðjan júní tekur Hafþór Helgason við starfi kaupfélags- stjóra á ísafirði af Sigurði Jóns- syni, sem flytur til Kenya. — Hafþór er fæddur 12. janúar 1945 í Reykjavík, sonur Helga J. Hafliðasonar og konu hans, Sigurbjargar Jónsdóttur. Hann tók gagnfræðapróf 1962 og hlaut skipstjórnarréttindi sama ár. Hann tók einkaflugpróf 1965 og atvinnuflugpróf 1975. 1973—76 var Hafþór framkvstj. Vængja hf., en gerðist síðan kaupfélagsstjóri Saurbæinga á Skriðulandi og hefur verið það síðan. Kona Hafþórs er Guðný Kristjánsdóttir og eiga þau tvö börn. Um siðustu áramót tók Halldór Halldórsson við starfi umsjón- armanns fasteigna Sambands- ins. Halldór er fæddur í Borgar- firði eystra 5. janúar 1937, son- ur Halldórs Ásgrímssonar, al- þingismanns, og konu hans, Önnu Guðmundsdóttur. Hann lauk landsprófi frá héraðsskól- anum að Laugum 1955 og út- skrifaðist úr Samvinnuskólan- um að Bifröst 1957. Hann starf- aði um skeið hjá Sambandinu, var síðan aðalbókari hjá Kaup- félagi Austur-Skaftfellinga um fjögurra ára skeið, en gerðist 1964 kaupfélagsstjóri á Vopna- firði og gegndi því starfi þar til hann fluttist til Reykjavíkur um síðustu áramót. Kona Halldórs er Sjöfn Aðalsteinsdóttir og eiga þau fjögur börn. Grein Hjarfar Pramhald af bls. 11 hluta sinna bestu eigin- leika vegna óreglu. Áður en stjórn tekur ákvörðun i slíkum vanda kemur jafn- hliða upp spurningin um það hvað taki við. Óvissa í þvi efni er til staðar við hverja nýja ráðningu. • Félagsleg ábyrgð Félagsmenn mega ekki gleyma því, að enda þótt þeir hafi kosið stjórn í fé- lag sitt er hlutverk þeirra víðtækara. Þeir eiga hver og einn að vera forsvars- og stuðningsmenn félags sins á viðum vettvangi. Til þess að gera félagsmönnum þetta mögulegt þarf stjórn og kaupfélagsstjóri að sjá um að hinn almenni félags- maður geti jafnan fengið þær upplýsingar sem hann leitar eftir og gerir honum fært að vera traustur liðs- maður á þennan hátt. Samvinnulögin og sam- þykktir kaupfélaga undir- strika beinlinis tengslin sem hverjum félagsmanni er ætlað að muna eftir. Félögin eru öllum opin, en auðið er að visa mönnum úr félagi ef þeir vinna gegn þvi á nánar tiltekinn hátt. Til undantekninga telst að slíkt sé lögbundið en á- kvæði þetta undirstrikar í raun og veru forsvars- skyldu og hollustuskyldu hvers félagsmanns við fé- lag sitt. • Frumkvæði stjórna Þegar rætt er um félags- lega ábyrgð er eðlilegt að spurningin um frumkvæðis- skyldu þeirra komi í hug- ann. Samvinnufélög eða sam- þykktir félaga taka þetta atriði ekki til almennrar eða beinnar meðferðar. Hér er þvi fyrst og fremst við að styðjast reynslu liðinna tíma. Aðstæður eru ólikar frá einum stað til annars og af því hlýtur þessi þáttur stjórnar- og félagsstarfsins að mótast. Það er nauðsynlegt að fé- lagsstjórnir geri sér það ljóst með þvi að ráða kaup- félagsstjóra og fela honum daglega forsjá, er hlutverki og skyldum félagsstjórna engan veginn lokið. Spurningin um það, í hvaða ný verkefni eigi að ráðast, hverju eigi að breyta, hvað beri að forð- ast, er ekki síður til með- ferðar hjá hverjum stjórn- armanni um sig — og stjóm félagsins í heild en hjá kaupfélagsstjóranum. Félagsstjórn þarf enn- fremur að reyna að byggja upp og viðhalda góðum tengslum við hinn almenna félagsmann. Það þarf að hlusta á aðfinnslur hans og ábendingar og koma tillög- um hans á framfæri ef lik- 47

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.