Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 48

Samvinnan - 01.06.1980, Qupperneq 48
legar eru til að styrkja fé- lagsstarfið. • Forvitni stjórnar Stjórnarmenn þurfa að vera hæfilega forvitnir um daglega starfsemi og hag félagsins. Áriðandi er að tengsl stjórnarmanna við kaupfélagsstjóra séu góð og skoðanaskipti um málefni félagsins eigi sér stað oftar en á formlegum stjórnar- fundum. Þess er ekki eða vart að vænta að stjórnarmenn geti rækt sómasamlega sína fé- lagslegu skyldu nema þeir séu allnokkuð hnýsnir um allt er kaupfélagið varðar. Það bólar stundum á þeirri tilhneigingu, að jafnvel fé- lagsmönnum finnist að enginn eigi kaupfélagið — og ekki þurfi að óttast að nokkur verði til forsvars þótt eitthvað kunni að vera á hlut þess gert. Á móti þessari tilhneigingu þarf að vinna. Stjórnir, deildar- stjórar, starfsmenn og aðrir trúnaðarmenn félagsins hafa hér verk að vinna. Það sjónarmið sem ég heyrði fyrir nokkrum dögum koma fram hjá bóndakonu norð- an úr landi er í þessu efni til fyrirmyndar. Hún vitn- aði til þess hvað „félagið okkar“ gerði og enn heyrist sagt: það fæst i félaginu. Þessi dæmi sýna að tilfinn- ingin fyrir því, í hvers þágu félögin vinna, hver i raun á þau, er enn til staðar. Þetta viðhorf þarf að rækta og viðhalda. • Tengslin við starfsfólkið Það er nauðsynlegt að starfsfólkið skynji og skilji hinn félagslega þátt og uppbyggingu kaupfélag- anna. Tengslin milli þess og stjórna eru þvi eðlileg og æskileg. Segja má að vand- inn á þessu sviði sé mestur í hinum stærstu félögum þar sem félagar eru margir og persónulegur kunnug- leiki af starfsfólki ekki fyrir hendi í sama mæli og hjá hinum minni félögum. Leita þarf tiltækra ráða til að finna leið sem hentar eink- anlega í þéttbýlinu til að treysta þennan þátt í starfi stjórna og skiptum þeirra við starfsfólk og félags- menn. • Stjórnimar og Sam- bandið Það er ástæða til að und- irstrika og gleyma ekki, að stjórnir kaupfélaganna sem heild eða fulltrúi stjórna eiga aðgang að forstjóra Sambandsins og stjórn þess. Þær geta leitað til Sam- bandsins hvenær sem er. Áhyggjur sínar eða áhuga- mál geta stjórnir tekið upp og rætt við forstjóra eða formann Sambandsstjórnar. Sambandið reynir að veita félögunum aðstoð á marg- víslegum sviðum. Óþarfi er að telja þau sérstaklega upp hér. • Nýir félagsmenn Ein meginhætta kaupfé- laganna er sú, að litið verði á þau sem stofnanir og að tilfinningin fyrir því, að persónuleg og lifandi tengsl milli félaga og félags sé til staðar. Félögin eru ekki stofnanir sem stjórna sér sjálf — þau eru ekki verk- færi sem kaupfélagsstjóri má stjórna að eigin geð- þótta. Félagsmennirnir eru undirstaðan og áhugi þeirra fyrir málefnum félagsins dýrmætasti vara- og stofn- sjóður þess. Áhuganum þarf að við- halda og hann þarf að efla. Það er og á að vera hlut- verk stjórnanna að vera hér á varðbergi. Stöðnun er stærsta hætt- an. Endurnýjun félaga er dagskrármál sem fylgir jafnt hinu minnsta sem hinu stærsta félagi. Ef ekki tekst vel til á þvi sviði vöknum við upp einn góðan dag við það að innviðir fé- laganna eru veikir. Félags- mennirnir verða þá mest aldrað fólk en nýliðana — æskufólkið — vantar. Þegar hugsað er um og rætt um hlutverk og ábyrgð stjórna kaupfélaganna er á vissan hátt ástæða til að byrja og enda á þessu atriði. Daglegar áhyggjur og vandamál mega ekki gera það að verkum að við gleymum þvi. 4 Bréfaskólinn Suóurlandsbraut 32. 105 Reykjavik Simi 812 55 Ég óska aó gerast nemandi í eftirt. námsgr. Nafn □ Vinsaml. sendiö gegn postkröfu □ Greiðsla hjálögð kr......... Heimilisfang 48

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.