Samvinnan - 01.04.1983, Page 15
smiðjan tók ti! starfa í desember sama
ár. I þessu nýja húsnæði var einnig
samkomusalur fyrir starfsfólk í verk-
smiðjum Sambandsins. Nú var skinna-
verksmiðjan orðin í fjórum deildum,
gærurotun, sútun, skógerð og hanska-
gerð og var síðan rekin í því horl'i
undir nafninu Skinnaverksmiðjan
Iðunn. Ég var verksmiðjustjóri frá upp-
hafi, og gegndi því starfi um áratuga
skeið.
Notuðuð þið innlent hráefni í skóna?
Já, yfirleðrið mátti heita eingöngu
innlent, úr nauta- og hrosshúðum, en
sauðskinn var notað í fóður. Sólaleðrið
var aftur á móti lengi vel innflutt, en á
síðari árum sútuöum við þó nokkuð af
sólaleðri.
Það hefur alltaf verið nóg að gera og
afköstin mikil?
Já, það var nóg að starfa, en um af-
köstin geta menn lesið í opinberum
gögnum. En ég get til gamans tekið hér
tölur frá einu löngu liðnu ári, árinu
1940. Gærurotunin fór aðeins fram á
veturna, svo hér á ég við veturinn
1939-40. Þetta ár voru afullaðar 7149
gærur. Sútuð voru 7792 sauðskinn,
4977 nauts- og kýrhúðir, 2841
hrosshúð, 1070 tryppahúðir, 2758
kálfskinn, 2612 loðsútuð gæruskinn,
2400 lambskinn, 400 selskinn, og 965
önnur skinn loðsútuð. Auk alls þessa
sútuðu verksmiðjurnar fyrir aðra 1763
húðir og skinn. Þetta ár unnu 24 menn
að sútuninni hjá okkur.
I skógerðinni voru þetta sama ár
búin til rösklega 60 þúsund pör af alls
konar skóm á karlmenn og unglinga,
eða um það bil 200 pör til jafnaðar
hvern vinnudag. Aö þessu unnu alls 64
manneskjur, bæði konur og karlar.
Framleiðsla hanskagerðarinnar var
4423 pör, fingravettlingar og belgvett-
lingar karla og kvenna. Að þeirri fram-
leiðslu unnu 8 stúlkur.
• Betri aðstæður eftir brunann.
En nú hefur þetta ekki allt verið ein-
tómur dans á rósum, enda ekki við því
að búast, á svo löngitm tíma?
Nei, það er alveg rétt. Bruninn mikli
í ársbyrjun 1969 var mikið áfall, en það
var þó lán í óláni, að ekki uröu nein
slys á mönnum í þeim eldsvoða. Ég
sagöi í blaðaviðtali skömmu eftir þann
atburð, að þegar yrði búið að endur-
byggja verksmiðjuna, endurnýja þær
vélar sem skemmdust, og yfirleitt að
lagfæra það sent aflaga fór, þá yrðu
komnar hér allt aðrar og betri aðstæður
en voru áður. Þetta hafa reynst orð að
sönnu.
Samvinnuiðnaðurinn hér á Akureyri
hefur sannað á eftirminnilegan hátt
gamla málsháttinn, mjór er mikils vísir.
Litli sprotinn, sem var gróöursettur hér
fyrir sextíu árum, varð að stóru tré. +
15