Samvinnan - 01.04.1983, Síða 18
Fyrsta verðlaunaritgerðin
eftir Helga Haraldsson
Meginmarkmiðið er efnalegur
jöfnuður meðal landsmanna
Við smíði þessarar ritgerðar varð
fljótlega ljóst að umfang sam-
vinnustarfseminnar í landinu er
svo geysilegt og svo fjölþætt að ritgerð
um það efni, sem gerði því verðug skil,
krefðist lengri tíma en ég hef til um-
ráða og yrði að auki mjög löng.
Ég hef því valið þann kost að taka
fyrir nokkra afmarkaða þætti úr upp-
hafi samvinnustarfs hér á landi og úr
starfsemi samvinnufélaga nú á dögum.
Ég hef reynt að forðast þurra upp-
talningu, á tölum og staðreyndum.
Eftirtalin atriði hef ég tekið fyrir:
• Félagsvakningin á síðustu öld og að-
dragandinn að stofnun fyrstu sam-
vinnufélaganna í landinu.
• Nútíminn - þ. e.:
• Sjónarmið og rök andstæðinga sam-
vinnustefnunnar.
• Starfsemi samvinnufélaga í sveitum
og þjónusta við þær.
• Hlutverk og þátttaka samvinnufélaga
í viðhaldi byggðar í sveitum landsins.
• Inngangur
Frá upphafi byggðar á Islandi hefur
samvinna verið stunduð í ýmiss konar
mynd þó ekki hafi hún verið ákveðin í
neinum félagslögum. Hver kannast
ekki við samvinnu Njáls á Bergþórs-
hvoli og Gunnars á Hlíðarenda?
Dæmin um samvinnu í landinu fyrr á
öldum eru mýmörg. Vafasamt hlýtur að
teljast hvort landið hefði byggst án
samvinnuvilja þeirra manna sem hér
settust að í öndverðu.
• Oformleg félagsstarfsemi
Oformleg samvinna var hér við lýði
fram eftir öldum. Merkilegt dæmi um
slíkt er sú samvinna sem varð fastur
liður í lífsbaráttu Öræfinga á ein-
okunartímanum.
Fyrir einokunina höfðu bændur í
Öræfum viðskipti sín við kaupmenn á
Höfn. Þegar einokunin komst á var
verslun lögð niður á Höfn og urðu
Öræfingar þá að sækja verslun á
Djúpavog en þangað var bæði löng leið
og erfið. En neyðin kennir naktri konu
að spinna og bundust bændur sam-
tökum, óformlegum að vísu, um sam-
eiginlega fjárrekstra og sameiginlega
afurðasölu. Þeir höfðu þann hátt á að
kjósa einn eða tvo úr sínum hópi til að
semja um viðskiptin fyrir sveitunga
sína. Ef samningar urðu í óhag, fóru
þeir jafnvel til Eskifjarðar. Stundum
fóru þeir til Eyrarbakka og jafnvel til
Reykjavíkur. Þessar ferðir voru farnar
í einni lest. Líklegt má telja að þessi
samvinna hafi komist á með einokun-
inni 1602.
• Fríhöndlunartímabilið (1787-1854)
Rýmkun verslunarlaganna 1787 bar
ekki árangur sem menn höfðu vænst.
Engin verslunarfélög voru stofnuð og
engir tilburðir hafðir í frammi til að
s
Urslit í ritgerðasamkeppni Sambandsins
Sambandið efndi til ritgerðasainkeppni nieðal nemenda í níunda bekk grunnskóla og fram-
haldsskólum síðastliðinn vetur. Úrslit eru nú kunn og voru þrenn verðlaun veitt, en sleppt
að veita sex ritgerðum viðurkenningu, eins og boðað hafði verið. 1. verðlaun, 20.000 krónur,
hlaut Helgi Haraldsson, Jaðri, Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, nemandi í Samvinnuskólan-
unt að Bifröst. 2. verðlaun, 15.000 krónur, hlaut Tómas Gíslason, nemandi í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, og 3. verðlaun, 10.000 krónur, lilaut Eyjólfur Sturlaugsson, Hrísateigi
9, Reykjavík. Dómnefnd skipuðu: Andrés Kristjánsson, Finnur Kristjánsson og Gylfi
Gröndal. Verðlaunaritgerðirnar verða birtar hér í Samvinnunni, ein í senn. ♦
Helgi
Haraldsson
Eyjólfur
Sturlaugsson
18