Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 19
snúa versluninni landsmönnum í hag. Umbætur í verslunarmálum framan af 19. öldinni áttu ekki rætur að rekja til samtaka meðal laridsmanna, heldur til aukinna siglinga. Þó er vitað um a. m. k. tvö dæmi þess að samtök (óformleg) hafi komist á um verslunarmál snemma á 19. öld. Um 1830 tóku bændur á Rangár- völlum sig saman um afurðasölu og verslun. undir forystu eins þeirra, við þann kaupmann í Reykjavík er best byði kjör. I Fnjóskadal í S-Þing. var stofnað til nokkurs konar samtaka um 1810. Þar var í forystu Kristján Jónsson hrepps- stjóri á Illugastöðum. Hann hafði unnið sig upp úr mikilli fátækt, orðið gildur bóndi og aðal framkvæmdaafl sinnar sveitar. Hann vildi koma á eftirliti með ásetningi bænda og þótti það á þeim tíma ofríki mikið. A þessum tíma sam- einuðust bændur þar um að selja afurð- ir sínar og var Kristján í forystu um það, var nokkurs konar verslunarstjóri. Sá háttur var hafður á að Kristján keypti afurðirnar af bændum við tölu- vert hærra verði en þeir gátu fengið fyrir þær í kaupstað og bauð kaup- mönnum síðan vörur sínar falar. Þá naut hann þess hve mikið magn hann hafði undir liöndum og fékk þar af leiðandi það verð sem smábændur gátu aldrei fengið hver fyrir sig. Þessi sam- vinna lagðist af þar sem bændur héldu að Kristján gerði þetta í eigin- hagsmunaskyni l'yrst og fremst. • Fyrstu formlegu félögin Þann 4. nóvember 1844 var haldinn fundur í Hálshreppi í S.-Þing. til að ræða um stofnun verslunarfélags. Til fundarins boðuðu 14 helstu bændur í Hálshreppi. Skömmu síðar var haldinn samskonar fundur í Ljósavatnshreppi. A fundinum 4. nóv. var fyrst lagt fram frumvarp til fundarskapa. Þetta 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.