Samvinnan - 01.04.1983, Page 33

Samvinnan - 01.04.1983, Page 33
Um landnám var ísland skógi vaxið milli fjalls og fjöru, og nytjaskógar voru hér víða langt fram eftir öldum. |S||| .AX** '«J vitað og viðurkennl, að þeir völdu sér ekki lökustu bitana á nægtaborði lífsins, guðsmennirnir. Petta þýðir með öðrum orðum það, að á öllum þessum stöðum hefur verið svo mikill skógur langt fram eftir öldum, að forsjármenn kirkjunnar á Refsstað hafa talið sér akk í því að ásælast hann, fremur en ýmis önnur hlunnindi sem völ var á í sveit- inni, og víst var timbur alltaf mikil nauðsynjavara, hér á landi eins og ann- ars staðar. Og Refsstaðarkirkja á reyndar líka rekaítök á ströndunum báðum megin fjarðarins. En um skóginn er ekki öll sagan sögð. • Skógarteigur í Nýpsmó Nú skulum við yfirgefa Vopnafjörð um stund og bregða okkur austur yfir fjöll og heiðar, austur á Fljótsdalshér- að. Við erum stödd á Bessastöðum í Fljótsdal. Það er sunnudagur 10. nóv- ember, sunnudagurinn næsti fyrir Mar- teinsmessu, árið 1398, - fyrir nærri sex hundruð árum. Þeir standa þar í jarða- kaupum, Ólafur bóndi Jónsson og séra Guðmundur Þorsteinsson. Ólafur selur Guðmundi presti jörðina Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði, en vitundarvottar eru Jón prestur Oddsson, Jón Finnbjarnarson, Þorkell Snorrason, Hrafn Bergfinnsson og Jón Andrésson. Hvaða menn eru þetta? Við vitum það ógjörla, og skulum una því um sinn, að þeir séu okkur aðeins nöfn á blaði, því að erindi okkar hing- að er annað en að hnýsast í persónu- sögu einstaklinga. Það er kaupsamning- urinn, sem þeir eru að gera, gömlu mennirnir, sem hefur vakið áhuga okkar, og að honum skulum við huga. Það, sem fyrst vekur athygli okkar er, hve geysilega dýru verði Guðmund- ur prestur kaupir Bessastaði. Við skul- um gera okkur heimakomin og lesa dá- lítinn kafla úr kaupsamningnum. Hann lítur þannig út, færður til nútíma staf- setningar: „Hér í mót gefur Guðmundur prestur Þorsteinsson fyrr greindum Ólafi Jónssyni jörð að Torfastöðum í Vopna- firði og þar með jarðir tvær, er Skála- nes heita með öllum þeim gögnum og gæðum sem öllum þessum fyrr nefn- dum jörðum fylgir, og hann varð fremst eigandi að. Og þar á ofan xx kú- 33

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.