Samvinnan - 01.04.1983, Síða 34

Samvinnan - 01.04.1983, Síða 34
Skógarteigur í Nýpsmó gildi. Eru þessi landamerki á milli Torfastaða og Ljótsstaða að læk þeim er fellur næst fyrir utan túngarð á Ljótsstöðum og svo ofan í á. Og að götum þeim er liggja til Ásbrandsstaða. Eru þessi landamerki í milli Skálaness ins eystra og Ásbrandsstaða inn að dröngum þeim sem standa næst fyrir utan brunna. Seljörð í Selárdal er Leifsstaðir heita. Skógarteig í Nýpsmó inn syðra . . . Hálfur hvalreki og við- reki fyrir Ljósalandi. Stillisveiður í ósi í Vestra dal fyrir Nýpssandi". Enn er ekki allt upp talið, en við skulunt Iáta þetta nægja að sinni. Hér er Iíka komið ærið efni um að hugsa, þótt ekki sé fleira tínt til. Það er svo sem ekki neitt hálfverk á því, að séra Guðmundur sé loðinn um lófana, að hann skuli eiga fjórar jarðir í Vopna- firði, þótt ein þeirra virðist einungis notuð til selfarar. Og sjálfir hafa Torfa- staöir verið höfuðból á 14. öld, þar sem þeir eiga hvalreka og viðarreka fyrir Ljósalandi, veiði í Nýpslónum og - „Skógarteig í Nýpsmó". En skýringin á þessum auði er m. a. sú, að á þessum tímum var bænhús, - hálfkirkja - á Torfastöðum í Vopnal’irði, og það er minnzt á bænhúsið í jarðakaupasamn- ingi þeirra séra Guðntundar og Ólal's bónda. Merkilegt er það, sem sagt er í þess- um kaupsamningi um Leifsstaði: „Sel- jörð í Selárdal er Leifsstaðir heita". Orðið „seljörð" gefur eindregið í skyn. að jörðin hafi aðeins verið notuð að sumrinu, - lil selfarar, en nafnið Leifs- staðir bendir aftur á móti til þess, að þar hafi verið byggð l'yrr, því að ólík- legt er, að menn hafi haft svo mikið við að kalla selið Leifsstaði. Sennilega hafa Leifsstaðir byggzt mjög snemma, en byggð lagzt af, og jörðin þá eingöngu nýtt á suntrin, ef til vill alveg frá vori til hausts, og haft þar í seli. Það verður að teljast liggja vel við frá Torfastöð- unt, þótt vegalengd sé allnokkur og yfir breiðan háls að fara, þar sent eru flóar. Auk þess hlýtur Seláin að hafa verið nokkur farartálmi til þess að flytja yfir hana á klökkum mjólk, skyr og smjör og annað það sem óhjákvæntilega í'ylgir seljabúskap. Einkum hefur þetta getað verið óþægilegt í höröum vorurn, þegar heiðarnar leysti seint og mikið vatn var 34 Hingað og þangað um sveitina trónar skógur, svo gróskumikill og nytjagóður, að forsjármenn kristinnar kirkju ágirnast hann um fram ýmis önnur gæði. í ánni fram eftir öllu surnri. En þess er gaman að geta um leið, að suður og niður af gamla bænum á Leifsstöðum er hylur í Selá, sem Skipahylur heitir. Áreiðanlega er þar gantall ferjustaður á ánni, því að ekki koma nein önnur skip til greina til þess að valda slíkri nafngift svo langt uppi í landi, - og hár foss í ánni nokkrunt kílómetrum neðar. - Það skyldi þó ekki hafa veriö seljafólk, sem fór þar fyrst yfir á bátum? Og líklega hel'ur þessi skipan um nytjarnar af Leifsstöðum staðið talsvert lengi, fyrst sá siður náði að festast að kalla jörðina „seljörð". Þá erunt við kontin að því atriði í kaupsamningi þeirra Olafs bónda og Guðntundar presls, sem ekki er sízt gaman að athuga. Þar er skýrt tekið fram, að Torfastaðir eigi „skógarteig í Nýpsrnó inum syðra". Þetta þýðir vita- skuld það, að Nýpsmóarnir, sem síðari tíma menn þekkja aðeins sent „venju- lega" móa, skóglausa með öllu, - þeir hafa verið vaxnir skógi fram um alda- mótin 1400, og ef til vill mun lengur. Nú getur vel verið, að ítök eins og til dæntis skógarhögg, séu færð til bókar í máldögum kirkna, eftir að þau eru orð- in gagnslítil eða gagnslaus, -svona eins og til öryggis, til þess að kirkjuvaldið missi nú ekki spón úr askinum sínurn, ef ítakið skyldi taka upp á því að skila arði, síðar meir. Aftur á móti eru litlar líkur til þess, að hlunnindi, sem eru ekki lengur fyrir hendi, séu talin upp, og þar með í raun og veru metin til verðs, þegar um jarðakaup er að ræða, þar sem hönd selur hendi, nema þá að um það sé getið sérstaklega. Við hefð- unt e. t. v. getað búizt við því að sjá í kaupsamningnum klausu eitthvað á þessa leið: „Skógarteigur í Nýpsmó inum syðra, nú eyddur" Eða: „Má ei lengur brúkast", eins og stundum stendur í gömlum heimildum. En hér er engu slíku til að dreifa. Það er ekk- ert undan skilið, þegar Guðntundur klerkur er að leggja jarðirnar sínar í Vopnafirði á móti Bessastöðum í Fljótsdal. Hitt er svo önnur hlið á málinu, og kenuir ekki þessu greinarkorni við, hvi- lík afbragðsjörð Bessastaöir í Fljótsdal hafa verið þegar á 14. öld. að þeir skyldu ekki þykja fullgoldnir. nenta að fyrir þá kæmu þrjár jarðir í Vopnafirði, allar góðar, og ein þeirra höfuðból, og þar að auki seljörð. þar sem landkostir eru með afbrigðum miklir. • Sjón hollari en nokkrar taugatöflur. Eg hef ekki skril'að þessar línur til þess að gylla Vopnafjörð fyrir mér eða reyna að sjá hann í einhverjum óraun- hæfum hillingum. Þess þarl' ekki. Eg þarf ekki að hugsa mér æskusveit mína þakta skógi til þess að mér finnist hún fögur. - Hversu oft hef ég ekki séð fyrir mér í huganum löngu horfnar kynslóðir fara um sveitina þvera og endilanga, í hinum margvíslegustu erindunt. I gleði og sorg, í lífi og dauða. Og hestar lið- inna tfða bera eigendur sína hvert sem fara þarf. Göturnar, sem liggja á ská yfir Vörðuásinn fyrir ofan Hof í Vopnafirði eru eins og heil héraðssaga. Þær eru þar margar hlið við hlið, sumar afgantlar, aðrar ntun yngri. Þegar ein var orðin óþægilega djúp. var önnur lögð viö hlið hennar. En heim að bænum. þar sem fyrr á tímum var heið- iö hof, en síðar krislin kirkja, - þangaö lágu allra leiöir. hvort sem færa þurfti ungbarn til skírnar eða gamalmenni til grafar. Og nú langar mig að síðustu að bregða upp örstuttri mynd, svona eins og til ofurlítils mótvægis við þann eilífa söng um hungur og eymd. leiðindi og niðurlægingu, sent alltaf er sunginn, þegar minnzt er á íslenzkar miðaldir. Hjón eru að koma úr kaupstað -úr „Vopnafjarðar höndlunarstað"- síöla sumars, einhvern tíma á miðöldum. Þau ríða hægt í kvöldkyrrðinni. og klyfjahestarnir rölta heimfúsir götuna á undan. Auövitað eiga þessi hjón sín vandantál og sínar áhyggjur, eins og allar manneskjur á öllum tímum. en sjónin sent við þeim blasir og kyrrð sumarkvöldsins eru hollari mannlegri sál en nokkrar taugatöflur. Sveitin er böðuð geislaflóöi hnígandi sólar. en skuggar byrjaðir að teygja sig niður í gil og árhvamma. Og hingað og þangað um sveitina trónar skógur. svo grósku- mikill og nytjagóður. aö forsjármenn kristinnar kirkju ágirnast hann umfram ýrnis önnur gæði þessa gjöfula og bú- sældarlega héraðs. +

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.