Samvinnan - 01.04.1983, Page 44

Samvinnan - 01.04.1983, Page 44
ÓSÝNILEGI GARÐYRKJUMAÐURINN ingu á hagkvæmri en þó rúmgóðri innréttingu hússins stóð NB og síðan með feitu letri: „Okeypis garðyrkju- maður fylgir. “ Garðyrkjumaður - það var hún. Og ókeypis - skyndilega geta sak- leysislegustu orð skotið broddum í allar áttir. Og fylgir - eins og væri hún hlekkj- aður hundur, óslítandi, ryðgaðri festi eða einhvers konar naglfastur búshlut- ur. Hún hafði bara litið í blaðið til að eyða tímanum áður en hún færi þangað úteftir, en nú varð hún þess fullviss, að það gerði hún aldrei framar né færi í nokkurn af görðunum. I fyrsta sinn í langan tíma ætlaði hún að unna sér heillar nætur svefns. Hún svaf illa, næstum alls ekki neitt af skömm vegna þessa fólks. Hún ráð- gerði alls konar vitleysu um að fara aft- ur til fjósamannsins, fara bara heim og ganga inn og láta sem ekkert væri. Og seinna flaug henni í hug að fara aftur út í einbýlishúsagarðana þrátt fyrir allt. Hún hafði engum sagt neitt, en það var sem hliðin hefðu skollið í lás, þegar hún fór og gaddavír yxi í limgerðinu. Svo sá hún fram á að fleiri rniðar yrðu settir út, meiri kröfur kæmu: brenna rusl um haustið, jafnvel moka snjó úr innkeyrslunni. Svo grét hún ofurlítið; aldrei yrði ákveðið beð almennilega úr garði gert og þessi erfiði runni, aldrei nokkurntíma yrði hann eins og vera ætti .... Hún var alveg útkeyrð, þegar hún mætti í verksmiðjunni. Hún var geðill og reifst við hitt fólkið yfir asíunum. En það hló bara hrifið og stríddi henni með mesta móti, þar sem það fann að það hreif. Hnútur þutu yfir vinnslu- borðið og ekki var rniklu komið í verk þennan morguninn. Smám saman varð hún svo æst að hún fór að sveifla stóra flysjunarhnífnum og þá hlógu þau enn meira. Hún var eins og skessa, sem drap einn og drap tvo. Hún flysjaði sem óð væri og skar sig og þegar hún skar sig, var það engin smáskeina, heldur fauk af henni stykki úr gómnuni á „græna“ þumalfingrinum. Verkstjórinn skipaði henni titrandi af gremju að fara á slysastofuna. Alltaf var eitthvað vesen með hana. Hún æsti mannskapinn; hún seinkaði verkinu; hún var slæmur félagi. Svo þegar hún kom aftur með plástur og bindi og ná- föl, ekki af blóðmissi heldur gremju, var hún rekin. Hér hafði hún ekki meira að gera. Hún horfði í áttina að asíuhaugunum, þar sem kerlingarnar stóðu þöglar og iðnar og brytjuðu eins og þær ættu lífið að leysa. Síðan þrammaði hún niður og sótti þessi litlu laun, sem hún átti inni. Hún reikaði um bæinn með blóðugan 44 fingurinn. Henni varð ljóst að það voru ekki garðarnir, sem voru í ólagi, heldur eigendurnir. Hún yrði að eignast eitt- hvað sjálf. Ut með Skólavegi var ný- lendugarðaþyrping. Fólk bjó þar enn, þótt það mætti það kannski ekki. Það gekk um með uppbrettar ermar og sýsl- aði og drakk kaffi á veröndum, þar sem ekki var pláss fyrir annað en tvo kolla og einfætt borð. Hún hallaði sér yfir gullhnúðumskreytta girðingu á ein- um stað og spurði hvort ekki væri ofur- lítill bleðill laus einhversstaðar, og fólk- ið horfði á hana eins og hún kæmi beint utan úr sveit. Vissi hún ekki að fólk var svo hundruðum skipti á bið- lista? Börn voru skrifuð niður við fæð- ingu af fyrirhyggjusömum foreldrum. Þá yrði von um lóðarskika handa þeim, þegar þau kæmu á eftirlaunaaldurinn. Garður var sko ekkert sem maður gat komið hlaupandi að og bent á og sagt: „Þennan!“ Kjarklaus gekk hún líka um bæinn næsta dag. Hún fór inn um tvöfalda hliðið á kirkjugarðinum, en fánnst hún ekki orðin nógu gömul fyrir hann. Hún gaut augunum á bæjargarðinn, fjalla- fururnar og vesældarlega rósarunnana, sem fellt höfðu blómin. En henni þótti nú ekkert skemmtilegt að slá grasflatir. Um það leyti, sem hún heillaðist af nýnæmi borgarinnar, hafði hún stund- um gengið fyrir hornið á ská á móti söluturninum og tekið eftir matarolíu- lykt, sem barst út um breitt port til vinstri við gluggann, þar sem var útstillt nýjum bílum. Hún hafði líka heyrt í niðursuðuverksmiðjunni, að það væri salatverksmiðja í þessu bakhúsi. Eig- andinn væri kolvitlaus og enginn vildi starfa hjá honum. Þær fýldu grön af ólyktinni, sem ekki væri hægt að þola nema eina viku. Hann hét Róbert. Og salötin hétu Róbertssalöt. Nú fór hún þarna inn að spyrja um vinnu. Þarna var allstór steinsteyptur bak- garður og auður ferningur með tveim kyrkingslegum trjám sitt hvorummegin. Járnstigi var utan á húsinu. Hún gekk upp hann og hana svimaði ofurlítið, því að hægt var að horfa niður á milli þrep- anna og kannski líka af því að það blæddi úr fingrinum á henni. Og það var Róbert, sem kom út, áður en hún var komin alla leið upp. Hann var sam- kvæmt skyldu í hvítum sloppi, svo grútskítugum að manni gat varla dottið í hug að annað eins væri til. Kannski var það þess vegna, sem hann tók alls ekki eftir sáraumbúðunum á henni. Hann var mjög ákafur og sýndi henni staðinn. Þarna voru hrærivélar, sem slöfruðu og slettu. Þetta var hvorki fall- egt né kræsilegt, en hún var nú vön allskyns hljóðum úr fjósi og svínastíu. Þarna voru líka vélar, sem fylltu sjálf- krafa plastglös með nákvæmlega 100 grömmum eins og stóð á lokinu með hljóði, sem líktist slafrandi ungkálfi. Það var ekki laust við að henni þætti til um þetta, jafnvel þó að hún léti ekki á því bera. Aftur á móti tjaldaði eigand- inn öllu, sem hann átti til, hann átti í vandræðum með að halda starfsfólki. Þegar hún var búin að vera þarna rúma viku, varð henni ljóst hvað allt var ómögulegt og hún sagði honum það. Hún áleit að hann gæti fengið ódýra afganga niðri í niðursuðuverk- smiðjunni. Henni hafði alltaf gramist hvað miklu var hent; allar þessar leifar, sem vel var hægt að nota, en var bara keyrt á haugana við skemmtibáta- höfnina. Ef maður blandaði nú ágúrku- leifum í majonesið hans og líka makka- rónum, yrði það haustsalat og ef asp- argustrefjum yrði blandað í makkarón- urnar væri komið vorsalat og notaði maður jarðarberjagums án makkaróna, þá yrði það ávaxtasalat. Og ef maður spanderaði svo einstaka sinnum heilum eggjabakka, væri hægt að skrifa: „Með eggjum úr sveitinni” á lokið, hvaðan annars staðar kæmu eggin? Og ef mað- ur skrifaði nú Anna í stað Róberts eða þá Maren eða Maren Soffía, sem yrði allra best? Hann varð svo hrifinn að hann ljómaði. Þetta var feitlaginn maður yfir fimmtugt. Hann var sköllóttur og á skallanum voru brúnar, fitukenndar freknur, sem líktust flösu. Þegar hann bað hennar hreint og beint, hugsaðu hún sig um. Fingurnir á honum voru svo ljótir; hvítir og alltof bústnir og allt- of stuttir og fyrsti giftingarhringurinn hans sat fastur á milli húðfellinga. En ef þau gætu nú saman hafið majon- esverksmiðjuna til vegs og virðingar? Já, og ef hann vildi gefa henni garð. Loftbor og atvinnulaus verkamaður geta fjarlægt steinsteypu. Og er nokkur hér í konungsríkinu, sem veit hvað hef- ur gerst í þeirri góðu mold, sem við höfum innsiglað svo árum skiptir undir steinsteypu og malbiki? Er hún til ein- hvers nýt, þegar ekki hefur fallið á hana regn árum saman né blásið um hana vindar né heldur að hún hafi molnað af frosti, sól og þurrki? Moldin undir flugbrautunum, bílvegunum eða í bakgörðum verksmiðjanna - hvernig verður hún, þegar hún fær að anda á ný? Hún er enn í fullu gildi - það getur maður séð í garði majonesverksmiðj- unnar, sem er fagur eins og fjósakonu- draumur. Og sjálf situr hún á öllum lokum salatglasanna, umkringd ávöxt- um, jurtum og berjum: Maren Soffía, glöð og ánægð, sveitaleg og traust. Hin konunglega vangamynd á mynt okkar er líka eineygð. ♦

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.