Samvinnan - 01.08.1984, Síða 8
Ég lít á aðsteðjandi vandamál ekki einungis
sem erfiðleika sem glíma þarf við, heldur
jafnframt tækifæri sem gerir okkur kleift að
færa starfsemina til betri vegar.
Samvinnuhreyfíngin vill stuðla að
efíingu og nýsköpun í atvinnuiífínu
Axel Gíslason,
aðstoðarforstjóri
Sambandsins,
svarar
spurningum
Samvinnunnar
# Leikur, starf og skóli
Pú vildir kannski í upphafi segja frá
ætt þinn og uppruna, bernsku, skóla-
göngu og starfsferli.
Ég er fæddur í Washington D.C. í
Bandaríkjunum 1. júlí 1945 ogfluttist
þaðan með foreldrum mínum til Ak-
ureyrar. Þar var ég því að mestu alinn
upp og átti heima á Akureyri fram að
háskólanámi. Foreldrar mínir eru Sól-
veig Axelsdóttir, Kristjánssonar,
kaupmanns frá Sauðárkróki, og Gísli
Konráðsson, Vilhjálmssonar, bónda
og fræðimanns frá Hafralæk í Aðaldal.
Það má segja, að ég sé Akureyringur
kominn af þingeyskum bændum og
skagfirskum kaupmönnum.
Ég ólst upp á Akureyri ásamt stór-
um systrahópi. Við erum sjö systkinin,
og eins og gefur að skilja var oft líflegt
á heimilinu þessi árin og ekki alltaf
friðsamlegt, en þetta voru góð ár þar
sem skiptist á leikur, starf og skóli.
Þegar ég var níu ára gamall, var ég
sendur til sumardvalar í sveit í Hafra-
fellstungu í Axarfirði og dvaldist þar
næstu fjögur sumrin hjá Önnu, Sigurði
og Sigvalda Kristjánsbörnum er þar
bjuggu. Ég er afar þakklátur fyrir
þessi sumur, sem ég dvaldi í Hafrafells-
tungu, því að þar kynntist ég mörgu
góðu fólki, starfsháttum til sveita og
lífsbaráttu bænda. Þarna var auk sauð-
fjárbúskapar ennþá búið með geitur,
fært frá á miðju sumri og mjólkað í
kvíum kvölds og morgna.
Veran í sveitinni var mér mjög
gagnleg, og ég hef stundum sagt síðar,
að þessi ár hafi verið einn besti skóli
sem ég gekk í.
Eftir að sveitavistinni lauk, vann ég
við ýmis störf á sumrin samhliða
skólagöngu. Ég vann meðal annars
við skógræktarstörf, í frystihúsi og í
byggingarvinnu. Einnig starfaði ég
nokkur sumur á Akureyrarflugvelli
hjá Flugfélagi íslands við ýmiss konar
afgreiðslustörf. Á þessum árum
kynntist ég því ýmsum greinum at-
vinnulífsins samhliða skólanámi.
Eftir venjulegt nám í barnaskóla og
gagnfræðaskóla, lá leiðin í Mennta-
skólann á Akureyri. Að afloknu stú-
dentsprófi þar 1965 hóf ég nám við
verkfræðideild Háskóla íslands, lauk
þaðan fyrrihlutaprófi 1968 og loka-
prófi í byggingarfræði frá Verkfræðihá-
skólanum í Kaupmannahöfn 1971. Á
síðari hluta verkfræðinámsins gafst
kostur á að skipuleggja námið nokkuð
miðað við áhugasvið nemenda og varð
því úr, að auk hefðbundinna bygginga-
verkfræðigreina lagði ég stund á flutn-
inga- og samgöngutækni svo og ýmsar
rekstrar- og hagfræðigreinar, enda
hafði ég þá þegar gert upp við mig að
leita ekki framtíðarstarfa eingöngu á
sviði byggingaverkfræði.
Ég starfaði á sumrin samhliða há-
skólanáminu meðal annars að land-
mælingum og síðustu tvö árin starfaði
ég hjá ráðgefandi verkfræðifyrirtæki,
Chr. Ostenfeld og W. Jönsson í Kaup-
mannahöfn. Hjá þessu fyrirtæki starf-
aði ég síðan í eitt ár að afloknu
lokaprófi - eða þar til konan mín kom
eitt sinn heim með úrklippu úr dag-
blaði að heiman, þar sem Sambandið
auglýsti starf aðstoðarframkvæmda-
stjóra hjá Iðnaðardeild með aðsetri á
Akureyri. Ég sótti um starfið og var
ráðinn til Iðnaðardeildar, en þá var
framkvæmdastjóri hennar Harry heit-
inn Frederiksen.
Við hjónin fluttum til Akureyrar
vorið 1972 - og síðan hef ég unnið hjá
Sambandinu.
8