Samvinnan - 01.08.1984, Blaðsíða 11
Og samþykktir Sambandsins breyttum
aðstæðum og því hefði verið eðlilegt
meðal annars, að tillögur Sambands-
stjórnar um samþykktarbreytingar, í
framhaldi af ákvörðun hennar um
breytta stjórnskipan Sambandsins,
hefðu náð fram að ganga. Meirihluti
aðalfundarfulltrúa vildi hins vegar að
málið fengi frekari umfjöllun í kaupfé-
lögunum, áður en það yrði afgreitt, og
við því er ekkert að segja. Ég vona
hins vegar, að málefni samvinnuhreyf-
ingarinnar, markmið og leiðir, fái
rækilega umfjöllun í kaupfélögunum
fyrir næsta aðalfund Sambandsins,
þannig að aðalfundarfulltrúarnir verði
yel undir það búnir að taka ákvarðanir
með heildarhagsmuni félagsmanna að
leiðarljósi, - ákvarðanir byggðar á
markmiðum samvinnuhreyfingarinn-
ar og þeim bestu leiðum, sem færa
okkur nær settu marki.
® Að vandlega athuguðu máli
Telur þú, að þær skipulagsbreytingar
hjý Sambandinu, sem tóku gildi 1. júlí
síðastliðinn, séu til bóta og eigi eftir að
efla rekstur þess?
Þessar breytingar voru ákveðnar af
Sambandsstjórn að vandlega athug-
uðu máli og eftir að fram hafði farið
mikill og vandaður undirbúningur,
hæði innan fyrirtækisins og af utanað-
komandi ráðgjöfum. Nýja skipulagið
er ákveðið með hliðsjón af markmið-
um Sambandsins og einstakra þátta í
starfsemi þess. Þessi skipulagsbreyting
Var einn þáttur í ákvörðun stjórnar-
mnar um hvaða leiðir beri að fara að
settu marki, og ég tel að hún hafi verið
nauðsynleg til að ná betri árangri í
rekstrinum.
Ekkert skipulag gildir hins vegar að
mlífu, og sífellt er nauðsynlegt að
aðlaga starfshætti breyttum aðstæð-
um, þar á meðal stjórnskipulagið.
. Haldi samvinnuhreyfingin vöku
Slnni, aðlagi sig á hverjum tíma breytt-
um ytri aðstæðum og nýti hún sér þá
jj'öguleika, sem samfara eru hinni
Uröðu tækniþróun, þá trúi ég því, að
starfsemin muni eflast og tryggja að
^nrkmiðunum verði náð.
® Nýsköpun í atvinnulífinu
pm þessar mundir eru óvenju dökkar
ólikur á lofti í atvinnulífi þjóðarinnar,
Þar sem erfiðleikar steðja að undir-
s,öðugreinum þess, sjávarútvegi og
landbúmaði. Hvernig er hægt að bregð-
ast við þessum mikla vanda?
Við verðum að sníða okkur stakk eftir
vexti.
Bændur hafa af raunsæi ákveðið að
takmarka framleiðslu landbúnaðar-
afurða til samræmis við þarfir innan-
landsmarkaðarins. Á sama hátt verð-
um við öll, sem í landinu búum og
byggjum afkomu okkar að verulegu
leyti á sjávarútvegi og fiskvinnslu, að
sjá til þess að þessar undirstöðugreinar
blómgist og dafni og geti þannig áfram
haldið uppi þeim lífskjörum, sem
margir eru farnir að telja sjálfsagðan
hlut nú á dögum.
Óarðbær sjávarútvegur og fisk-
vinnsla er óhugsandi til lengdar á
íslandi, og því verður að finna leiðir
til hagkvæmustu nýtingar fiskimið-
anna, sem er og verður okkar mikil-
vægasta auðlind um fyrirsjáanlega
framtíð.
En það þarf meira til að viðhalda
þeim góðu lífskjörum, sem við þó
búum enn við. Auka þarf framleiðni í
öllum atvinnugreinum. Uppbygging
nýrra arðbærra atvinnugreina er okk-
ur nauðsynleg, bæði til að taka við
vaxandi fjölda fólks, sem ár hvert
leitar inn á vinnumarkaðinn, og svo
ekki síður til að auka framleiðslu og
útflutningstekjur landsins eða spara
innflutning.
Við stöndum brátt frammi fyrir því,
að annað hvort aukum við framleiðslu
okkar og þar með tekjur - eða draga
verður verulega úr neyslunni til sam-
ræmis við tekjuöflunina.
Samvinnuhreyfingin vill stuðla að
eflingu og nýsköpun í atvinnulífinu
eftir föngum, og það er von mín, að
með sameiginlegu átaki hennar, ríkis-
valdsins og einkafyrirtækja takist að
koma hér upp á næstu árum margvís-
legum fyrirtækjum stórum og smáum
í nýjum og hefðbundnum atvinnu-
greinum.
Ég tel til dæmis, að á sviði fiskeldis
séu miklir ónýttir möguleikar fyrir
hendi. Og þá á ég ekki aðeins við laxa-
og álaeldi og aðrar slíkar greinar, sem
mest er rætt um núna, heldur verði
innan fárra ára auk þess hægt að
styrkja grundvöll sjávarútvegsins með
til dæmis stóreldi á þorskseiðum, sem
verði sleppt í sjó, alist upp á hefð-
bundnum uppeldisstöðvum við landið
og síðan veidd af fiskiskipum á sama
hátt og annar fiskur.
Ríkisvaldið verður að hafa afskipti
af þróun þessara mála. Einkum tel ég
nauðsynlegt, að slík afskipti hvað
nýjar atvinnugreinar varðar snerti að-
stoð við fjármögnun og stóreflingu
rannsókna og tilraunastarfsemi til
stuðnings hinum ýmsu atvinnugrein-
um.
• Margra ára starf getur hrunið
Er staða samvinnuhreyfingarinnar
sterk eða veik um þessar mundir?
Á undanförnum árum og áratugum
hefur samvinnuhreyfingin byggt upp
umfangsmikinn og fjölbreyttan at-
vinnurekstur um land allt. Á sama
tíma hefur orðið gjörbreyting á þjóð-
félagslegum aðstæðum í landinu, ný
samskipta- og samgöngutækni hefur
rutt sér til rúms og nýir verslunar- og
viðskiptahættir verið teknir upp.
Þessar breytingar gera m. a. kröfur
til þess að samvinnuhreyfingin endur-
skoði starfsaðferðir sínar, skipulag,
verkefni og verkaskiptingu og aðlagi
þessa þætti breyttum ytri aðstæðum.
Staða samvinnuhreyfingarinnar í
dag er traust og flestar forsendur eru
fyrir hendi til áframhaldandi traustrar
stöðu. Til þess að svo megi verða er
þó nauðsynlegt að félagsmenn og
starfsmenn samvinnuhreyfingarinnar
sameinist um að sífellt sé unnið eftir
þeim leiðum og beitt þeim starfsað-
ferðum innan hreyfingarinnar sem
tryggja best hag félagsmanna og fyrir-
tækja þeirra.
Núverandi erfiðleikar í atvinnulífi
landsmanna, sem fyrirtæki samvinnu-
manna fara ekki varhluta af, undir-
strika nauðsyn þess að fyllstu hag-
kvæmni sé gætt og sífellt sé leitað
nýrra leiða að settu marki. Margra ára
uppbyggingarstarf getur hrunið til
grunna á skömmum tíma ef ekki er að
gætt.
Ég lít því á aðsteðjandi vandamál
atvinnulífsins ekki einungis sem erfið-
leika sem glíma þarf við, heldur
jafnframt sem tækifæri sem gerir okk-
ur kleift, nú þegar ljóst er að bregðast
þarf við af festu og alvöru, að færa
starfsemina til betri vegar.
Það er þetta sem vinna þarf að og
takist vel til höfum við trausta stöðu
til að viðhalda öflugu samvinnustarfi í
landinu.
Að lokum: Á hverju byggist trú þín á
samvinnuhugsjónina?
Hún byggist á kynnum mínum af
mikilvægi samvinnuhreyfingarinnar
fyrir lífsafkomu fjölda fólks í landinu.
Hún byggist jafnframt á kynnum mín-
um og reynslu af hinni fjölbreyttu
starfsemi samvinnumanna og þeirri
fullvissu, að með enn betra samstarfi
og skipulagi á samvinnu félagsmanna
um land allt er hægt að ná enn betri
árangri á komandi árum - til hagsbóta
fyrir samvinnuhreyfinguna og landið
allt. G.Gr.
11