Samvinnan - 01.08.1984, Side 13
Eg veit ekki hvað máfunum fannst um þetta,
en fyrir eyrunum á mér fóru að óma
seiðandi hljómar, sem hlutu að vera eftir
Claude Debussy . . .
þarna voru á boðstólum. Enda er
Steingrímur í Fiskhöllinni, eins og
flestir munu vita, allra fisksala
skemmtilegastur og gáfaðastur og
andríkastur. Ég var bæði hress og
endurnærður þegar ég gekk af fundi
hans út í glitrandi frostlognið og
austur hafnarbakkann. Á leiðinni
mætti ég nokkrum atvinnulausum
verkamönnum. Þeir voru daufir í
dálkinn. Kolakraninn var líka daufur
í dálkinn. Ég heyrði að hann var
orðinn þreyttur.
Kolakraninn, blessaður karlinn.
hað halda sjálfsagt flestir að hann sé
alveg tilfinningalaus - eða hafi að
minnsta kosti stáltaugar af því hann er
úr stáli. En ég veit betur. Og ég hef
lengi vitað betur. Það er langt síðan ég
fór að leggja mig fram um að skilja
Kolakranann, sálgreina hann. Langt
síðan ég komst að þeirri niðurstöðu að
hann er miklu viðkvæmari en margir
þeir sem lægri eru í loftinu. Hann
hefur átt sína drauma, fagra drauma
sem hafa ekki rætzt frekar en svo
margir aðrir fagrir draumar. Ef Davíð
Stefánsson hefði átt heima hér í
Reykjavík en ekki norður á Akureyri
væri fyrir löngu búið að yrkja átakan-
legt snilldarljóð um Kolakranann. Það
er ég viss um. Því að Kolakraninn
hefur alla sína kolakranatíð verið að
harma hlutskipti sitt. Honum hefur
aldrei fundizt hann vera á réttri hillu í
h'finu. Sannleikurinn er sá að hann
hefur alltaf undir niðri talið það ósam-
boðið virðingu sinni að vera í kola-
vinnu. Og er það allt mikil tragedía.
Svo var klukkan orðin sex og dags-
verki Kolakranans lokið. Hann gat
farið að hvíla sig og láta sig dreyma.
Mikið var það gott.
Ég hafði stanzað hjá kassaskrifli þar
sem stóðu þrír máfar og horfðu út á
rennislétta höfnina. Þeir litu til mín
rétt sem snöggvast en héldu svo áfram
að horfa út á höfnina. Ég fór líka að
horfa út á höfnina. Við horfðum allir
út á höfnina.
Á móti okkur, grandamegin hafnar-
mnar, skinu ljós í lanternum og luktar-
staurum og það lágu frá þeim titrandi
rákir eins og þandir strengir yfir til
okkar um höfnina þvera. Hún var eins
og hljómborð í stórum flygli. Ég veit
ekki hvað máfunum fannst um þetta,
en fyrir eyrunum á mér fóru að óma
seiðandi hljómar, seiðandi lýrískir
hljómar sem hlutu að vera eftir Claude
Debussy. Þetta var sama stemmning-
in. Svo kom lóðsbáturinn og renndi
sér í gegnum strengina og gerði úr
þeim urmul af iðandi geislum, ná-
kvæmlega eins og þegar Debussy er
allt í einu orðinn leiður á allri lýrikk-
inni og tvístrar tónunum svo að úr
verður disharmónía. Lóðsbáturinn
hvarf sem leið lá út úr höfninni, og
geislaflóðið safnaðist aftur í strengi
sem stilltust smátt og smátt, - og það
komst á kyrrð og ró í huga Debussy.
Teikningar
eftir
Kjartan
Guðjónsson
listmálara
13