Samvinnan - 01.08.1984, Page 18

Samvinnan - 01.08.1984, Page 18
Brautryðjandinn Torfhildur P. Hólm sjálfsvorkunnsemi hjá Torfhildi. Dag- inn sem hún skilar handritinu að Eldingu skrifar hún í dagbók sína (11. nóv. 1889): „Þá er sá stóri dagur kominn að síðasta blað handritsins fór til prentunar, og er það kraptaverk drottins - með minni fátækt og ein- stæðingsskap.“ Torfhildur hlaut skáldastyrk frá al- þingi árið 1891. Hún hafði sótt um hann sjálf, en áður fengið hvatningu til þess frá Eiríki Magnússyni í Cam- bridge. Styrkveitingin mæltist illafyrir af mörgum og var lækkuð um helming tveimur árum síðar og kölluð ekkju- styrkur. Naut Torfhildur hans til dauðadags. • Brynjólfur Sveinsson biskup í þessari grein verður fjallað nánar um fyrstu bók Torfhildar, einkenni verksins, efnistök höfundar, heimilda- notkun og móttökur. Brynjólfur Sveinsson biskup hefst árið 1638 þegar Brynjólfur er kosinn Skálholtsbiskup, en sögunni lýkur með dauða hans 35 árum síðar. Ýmis- legt kemur þó fram um fyrri ævi Brynjólfs í hugleiðingum hans sjálfs og orðræðum manna. Stíll Torfhildar ber mörg merki munnlegrar frásagnar: hún ávarpar lesandann, rýfur frásögn eða sviðsetn- ingu til að gefa í skyn örlög persón- anna eða segja fyrir óorðna atburði. Hugleiðingar höfundar færast í vöxt þegar líður á söguna og fjalla einkum um fallvaltleik hamingjunnar. Einnig dreymir persónur eða þær sjá fyrir óorðna hluti í stíl íslendingasagna. Þannig fær lesandinn strax í upphafi vitneskju um örlög Brynjólfs:,,. . . ég sé yður nú á biskupsstóli Skálholts. Ég sé myndast sigurboga yfir höfði yðar - en nú myrkvast hann og þér hnigið máttvana undir honum eða horfinni dýrð. - Það er horfin dýrð.“ Sagan rís hæst þegar biskup fær vitneskjuna um það að Ragnheiður hafi alið son í Bræðratungu, og eru þau tíðindi undirbúin með fyrirboð- um. Aðalsögusviðin eru tvö: Skálholt og Þingvellir, en sagan gerist vfða, m. a. úti í Kaupmannahöfn. Yfir þessari fyrstu sögu Torfhildar hvílir róman- tískur fegurðarblær og sagan gerist að mestu í góðu veðri. Á Þingvöllum skemmtir fólk sér við að horfa á fyrirmennina, hvergi kemur Drekk- ingarhylur við sögu og lítið er minnst 18 á fátækt. Það er þá helst að menn hafi ekki efni á því að kosta syni sína í Skálholtsskóla. Þótt ævi Brynjólfs sé rauði þráður- inn í sögunni má greina í henni röð ástarsagna: Fyrst er greint frá ástar- málum biskups en þar koma við sögu tvær konur, Kristín Jónsdóttir og Margrét Halldórsdóttir. Þessum þætti lýkur með brúðkaupi biskups og Mar- grétar, sem er einn best skrifaði kafli sögunnar. Þá taka við mál Daða Halldórssonar, Ólafs Gíslasonar og Vilborgar frændkonu Margrétar bisk- upsfrúar en Daða tekst að koma fleyg á milli þeirra og hrekja Ólaf frá Skálholti. Þá er greint frá Ragnheiði Brynjólfsdóttur og göfugu ástarsam- bandi hennar við Þórð Þorláksson, biskupssoninn frá Hólum, greint frá barni hennar og Daða og dauða hennar. Eftir þetta tekur sagan aðra stefnu. í síðustu köflunum segir frá því hvernig Brynjólfur missir Halldór son sinn, Margréti konu sína og Þórð dótturson sinn. Hann stendur að lok- um einn uppi, ættleggur hans er út- dauður, svo fellur hann sjálfur. Brynjólfur ber höfuð og herðar yfir allar persónur verksins. Hann er á sviðinu mestallan tímann, í 26 af 32 köflum verksins. Til viðmiðunar koma Ragnheiður og Vilborg fram oftast af kvenpersónum, í fimm köflum hvor. Karllýsingar Torfhildar eru lítt í samræmi við karlmennskuhugsjón ís- lendingasagna. Karlar gráta og fallast í faðma, og þeir hafa alls ekki alltaf á réttu að standa. Þannig er biskupinn engin hetja heldur veiklundaður öðr- um þræði. í kvenlýsingum kemur fram hefð- bundin rómantísk kvenímynd blandin kristilegri auðmýkt, „konan á að vera blíð og viðkvæm, en þó má hún ekki troða undir fótum virðingu og tign sína“, eins og Brynjólfur hugsar. Og Þórður biskupsson hugsar hvað Ragn- heiður sé „fögur, bljúg og yndisleg“. Konur mega ekki hafa harða drætti í andlitinu sem bera vott um sjálfstraust og þótta. - Kvenlýsingar Torfhildar eru almennar, ekkert sérkennir þær eins og þjófsaugu Hallgerðar og kart- neglur Bergþóru. Þó talar höfundur um vitsmuni, skarpleika og skörungs- skap hjá konum. Stíll Torfhildar Hólm er tilfinninga- samur og mikið er vísað til hjarta og tára. Þá notar hún mikið orðatiltæki og málshætti. Sögutími verksins setur ekki mark sitt á stílinn, bókin er rituð á samtímamáli Torfhildar, og persón- ur tala allar sama málið. Þetta er veikleiki hjá henni, en styrkur hennar er að flétta og tengja atburði saman þannig að enginn þráður týnist. Höfundur hefur boðskap að flytja. Hann er sá að enginn sé óhultur fyrir hrösun og óhamingju og menn eigi að vera auðmjúkir í anda. Þessi hugsun gegnsýrir verkið. Manngildið metur höfundur mest en hvorki stétt né ættgöfgi. Nátengt boðskap sögunnar er iðrun og fyrirgefning. Jafnvel skúrkurinn Daði Halldórsson tekur sinnaskiptum og iðrast. Sá eini sem ekki getur fyrirgefið er biskupinn sjálfur og draga má þá ályktun að einmitt í því sé ógæfa hans fólgin. í eftirmála bókar sinnar segist Torf- hildur hafa stuðst við tvær heimildir: Þingvallalýsingu Sigurðar málara og Árbækur Espólíns. Espólín greinir mikið frá Brynjólfi en hann styðst við rit Jóns Halldórssonar um biskupinn. í Árbókunum er lítið greint frá per- sónum sem koma fyrir hjá Torfhildi nema Brynjólfi og fróðlegt er að sjá hvernig Torfhildur tengir ákveðnar persónur við atburði sem greint er frá hjá Espólín, t. d. tengir hún Daða Halldórsson við galdramál skóla- sveina í Skálholti. í sviðsetningum velur hún færri drætti en koma fram í frásögn Espólíns. Athygli vekur að Torfhildur lætur Ragnheiði Brynjólfs- dóttur ekki sverja eiðinn en frá því er greint hjá Espólín. Torfhildur gefur þá skýringu að sómatilfinning biskups hefði særst við að sjá dóttur sína standa á kirkjugólfinu og biðja söfnuðinn fyrirgefningar. • Misjafnar móttökur Brynjólfi Sveinssyni biskupi var tekið vel af almenningi, en boðberar raun- sæisstefnunnar fóru um söguna hörð- um orðum. Fyrsti ritdómurinn birtist í Þjóðólfi 1882 undirritaður JJ, sem var Jónas Jónasson, síðar prestur á Hrafnagili. Hann fann bókinni flest til foráttu. Til að varpa ljósi á tíðarand- ann verður hér vitnað í upphaf rit- dómsins: „Það er heldur nýtt fyrir oss íslend- inga, að konur hér á landi gjörist rithöfundar; þær hafa jafnan haldið sér frá slíku, og er hér jafnvel drottnandi sú skoðun, að það sé konum ósæmilegt að fást við ,

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.