Samvinnan - 01.08.1984, Síða 19
ritstörf, og heyri ei til þeirra
verksviðs. Menn halda að þær eigi
að gera grauta, sauma spjarir og
gera sitthvað innanbæjar og svo
eigi annað. Vér eigum reyndar tvö
dálítil ljóðasöfn eptir konur, en
þau eru þeim til lítils ágætis, og
hafa ekkert frumlegt eða fagurt í
sér fólgið.“
«Sanngjarn“, sem var Valtýr Guð-
mundsson síðar prófessor, tók upp
hanskann fyrir Torfhildi og birtist
andsvar hans í ísafold sama ár. Aðeins
skulu lokaorðin tilgreind hér:
„Það er eptirtektarvert að óskóla-
gengin kona skuli fyrst verða til
þess að skýra fyrir oss sögu vora,
þar sem svo mikill fjöldi er af
lasrðum mönnum, er hafa Iátið það
hgjört, og það væri sannarlega
órjettlátt af oss, ef vjer ætluðum að
drepa slíkar tilraunir með vanþakk-
l®ti, og með því að heimta af
konum þá fullkomnun, sem vjer
með engum rjetti getum heimtað.“
Eins og fram hefur komið urðu
vinslit milli Torfhildar og Rannveigar
Briem nokkrum árum eftir útkomu
Brynjólfs Sveinssonar biskups. Rann-
veig telur að framkoma Torfhildar
hafi breyst við það að hasla sér völl á
rithöfundarsviðinu. Rannveig segir í
bréfi til Eggerts bróður síns um þessa
fyrrverandi vinkonu sína: (30. apríl
1889): „Mér finnst að sú frægð, sem
hún ímyndar sér að hafa fengið með
ritstörfum sínum, ekki hafa verkað
vel á hana. Hún er í allmiklum metum
hjá almenningi, en ekki hefur henni
heppnast að eignast vini eða kunningja,
sem hænast að persónu hennar."
21 ári eftir útgáfu Brynjólfs Sveins-
sonar biskups lítur Torfhildur yfir
farinn veg, og segir svo í Draupni:
„. . . þegar ég samdi Brynjólf
biskup Sveinsson, þá þurfti ég eng-
ar áhyggjur af bera fyrir lífsnauð-
synjum og hafði þar af leiðandi yfir
nægum tíma að ráða, sömuleiðis
peninga til að gefa hann út í heilu
Iagi, þá var ég sömuleiðis tiltölulega
ung, 35 ára, og andi minn og heilsa
lítið lömuð. Svo hafði ég, þá er ég
var í annarri heimsáifu, ákafa heim-
þrá. Allt hér heima fannst mér vera
svo göfugt og fagurt, já og nærri því
guðdómlegt. Ogmeðþærhugsjónir
fyrir sálaraugunum skrifaði ég upp
hjá mér margar af þeim greinum,
sem ég seinna fléttaði utan um og
hafði í Brynjólf biskup. Sömuleiðis
„Landið mitt“, gerði ég áður við
líkt tækifæri, og notaði það svo í
hann. En það sem kemurfrá hjarta,
leitar vanalega að hjarta og finnur
það.“
Hér verður að sinni látið staðar
numið að gera grein fyrir ævi og
verkum Torfhildar Þorsteinsdóttur
Hólm, þessa mikilvirka brautryðjanda
sem gerði ritstörf að ævistarfi fyrst ís-
lendinga svo vitað sé. ♦
elur þú þig hafa allar þær upp-
lýsingar sem þú þarft á að halda til
að geta lifað og starfað sem sannur
samvinnumaður? Eða finnst þér
stundum eins og verið sé að leyna
þig einhverju? Kannaðu málið.
Helgarpósturinn leggur hlustir
við því sem talað er í háifum hljóð-
um. Hann les tíðindin og tíðarand-
ann af vörum þjóðarinnar. Helgar-
pósturinn vinnur með þér...
HELGARPOSTURINN ÁRMÚLA 36 SÍMI 81511
19