Samvinnan - 01.08.1984, Side 22

Samvinnan - 01.08.1984, Side 22
Örn Ingólfsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hafnfirðinga, og Einar Björnsson, Erlendur Einarsson á tali við fundarmenn kaupfélagsstjóri hins nýstofnaða Kaupfélags Ólafsvíkur. Skipulagsbreytingar til frekari umfjöll- unar félagsmanna Fyrir fundinum lágu tillögur til breytinga á samþykktum Sam- bandsins, sem lagðar voru fram í kjölfar skipulagsbreytinganna sem þar eru nú að koma til framkvæmda og kynntar hafa verið. Þessar breyt- ingatillögur fólu það m. a. í sér að framkvæmdastjórn Sambandsins skyldi lögð niður, og að forstjóri skyldi eftirleiðis ráða bæði aðstoðar- forstjóra og framkvæmdastjóra ein- stakra deilda, og ákveða starfssvið þeirra innan ramma þess skipulags sem Sambandsstjórn hefði samþykkt. Þá var einnig ákvæði í tillögunum um að formaður Sambandsstjórnar skyldi starfa samkvæmt erindisbréfi sem stjórnin setti honum. Fljótlega kom í ljós að um þetta mál voru nokkuð skiptar skoðanir á fund- inum, og kom þá fram það sjónarmið þar að skoða þyrfti málið betur, m. a. með það fyrir augum að festa enn frekar verksvið formanns og stjórnar innan ramma hins nýja skipulags. Bent var á að rétt gæti verið að fresta endanlegri afgreiðslu málsins til næsta aðalfundar, enda þyrfti það ekki að standa í vegi fyrir því að fyrirhugaðar breytingar á deildaskipulagi Sam- bandsins kæmu til framkvæmda. Lykt- aði málinu svo að það var afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 58 atkvæðum gegn 46: „Tillögur Sambandsstjórnar um breytingu á skipulagi Sambandsins, sem samþykktar voru á fundi stjórnar- innar þann 30. mars 1984 og hafa þegar að nokkru komið til fram- kvæmda, beinast að því að Sambandið geti enn betur tekist á við þann umfangsmikla og fjölþætta rekstur, sem það hefur með höndum, og verði betur í stakk búið að takast á við þróun næstu áratuga í rekstri hinna ýmsu starfsgreina Sambandsins og þró- un hinna félagslegu markmiða þess. Slík skipulagsbreyting hlýtur að leiða til markvissari stýringar yfirstjórnar Sambandsins, en verður jafnframt að taka verulegt tillit til félagslegrar upp- byggingar þess og halda opnum öllum leiðum félagsmanna til áhrifa á á- kvarðanir og þróun þess. Fundurinn telur því eðlilegt að hinir félagslega kjöru fulltrúar fái tillögur þær, sem hér liggja fyrir, til frekari umfjöllunar, og leggur til að afgreiðslu á þeim verði frestað, en málinu vísað til stjórnar Sambandsins, sem sendi það til kaupfélaganna fyrir 1. apríl á næsta ári.“ ♦ Valur Arnþórsson, stjórnarformaður: Við verðum að efía skilning fyrir nauðsyn undirstöðuatvinnuveganna ~w- skýrslu sinni rakti Valur Arnþórs- I son fyrst fjárfestingar Sambands- JL ins á liðnu ári. Þá ræddi hann helstu viðfangsefni Sambandsstjórnar á síðasta starfsári, en þar hafði að vanda mörg mál borið á góma, m. a. útgáfustarfsemi, málefni Miklagarðs, rekstur kaupfélaganna, skipakaup og endurnýjun skipaflota Sambandsins, stofnun endurmenntunarsjóðs fyrir samvinnustarfsmenn, aukningu hluta- fjár í samstarfsfyrirtækjum og þátt- töku samvinnuhreyfingarinnar í ferða- mannaþjónustu. Þá var aðild Sam- bandsins að fiskirækt talsvert til um- fjöllunar, sem og rafeindaiðnaður á vegum fyrirtækisins Marel hf., mynd- bandavæðing og skipulagsmál Sam- bandsins. Loks skýrði hann frá nýlok- inni úthlutun á styrkjum úr Menning- arsjóði Sambandsins, samtals að fjár- hæð 730 þús. kr. í lok skýrslu sinnar ræddi Valur vítt og breytt um rekstrarlega stöðu sam- vinnufélaganna, sem og stöðu land- búnaðar, sjávarútvegs og þjónustu- greina í dreifbýli. Niðurlagsorð hans voru þessi: „Við samvinnumenn verðum því að leggja hönd okkar á þann plóginn að efla skilning fyrir nauðsyn undur- stöðuatvinnuveganna og að hagur þeirra verði bættur og samkeppnis- hæfni þeirra aukin, þannig að þeir geti áfram gegnt mikilsverðu hlutverki sínu. Þetta gildir um sjávarútveginn, þetta gildir um landbúnaðinn og þetta gildir síðast en ekki síst um iðnaðinn, sem felur í sér einn helsta vaxtarbrodd atvinnulífsins. Jafnframt þurfum við að vera öflugir og jákvæðir í uppbygg- ingu nýrra atvinnuvega, og með því að stuðla að áframhaldandi farsæld sjálfstæðrar þjóðar í þessu góða landi.“ ♦ 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.