Samvinnan - 01.08.1984, Síða 32
Fyrstu ár mín í Kaupfélagi Þingeyinga
„Ég hef nú ekki tíma til að versla hér
strax, en ég ætla að geyma pokana
mína hérna“. Og hann smeygir sér inn
fyrir búðarborðið og treður pokabúnti
inn í hilluna hjá bögglasmjörinu. Pok-
arnir virðast hreinir og eru kirfilega
saman bundnir, það sé ég vel. En nú
þaut í mig. Ég stekk niður af borðinu,
gríp pokabúntið og fleygi því fram
fyrir borðið með þeim ummælum að
þeir eigi ekki heima þarna hjá smjör-
inu. Þessi annars ágæti viðskiptamað-
ur snöggreiddist svo að hann fór
titrandi og orðlaus út úr búðinni.
Sjálfsagt hefur hann aldrei fyrirgefið
mér þessa meðhöndlun á pokunum.
Munntóbak (skraa) var geymt í
kjallaranum undir búðinni. Þar var
ætíð raki í lofti svo að það þornaði
ekki. Tóbakið var afgreitt til verslun-
arinnar í fimm kílóa pappaöskjum, en
í hverjum pappakassa voru margar
smá hankir vafðar bréfi. Einhvern
fyrsta vetur minn í búðinni tókum við
eftir því að rifið hafði verið horn af
einum pappakassanum og úr honum
teknar nokkrar smá hankir. Var sýnt
að hér hafði einhver ófrómur farið
höndum um, en ýmsir óviðkomandi
menn gengu um kjallarann. Þótti
EISFAXI
HESTA-
FRÉTTIR
91-685316
Hestamenn, hestaunnendur!
Með því að gerast áskrifandi að Eiðfaxa berast fréttirnar af
því sem er að gerast ( hestamennskunni reglulega inn á
heimili ykkar.
Eiðfaxi flytur mánaðarlega fréttir og frásagnir í máli og
myndum af öllum greinum hestamennsku í landinu og er-
lendis frá.
Eiðfaxi flytur alls konar fróðleik og fréttir af íslenska
hestinum svo sem ræktun, kynbótum, markaðsmálum,
félagsmálum hestamanna og hestaþingum.
Eiðfaxi segir einnig frá sögu afrekshesta, uppeldi,
tamningu, þjálfun, sjúkdómum og hestalækningum.
Eiðfaxi er vandað blað að frágangi prýtt fjölda mynda.
IEI-DFAXI H.
Pósthólf/P.O. Box 8133
Lágmúla 5. 108 Reykjavík
Sími/Phone 91-685316
Næstu 6 mánaöa
áskrift kostar kr. 570
I lausasölu
eintakiö kr. 110
Eldri blöö
eintakiö kr. 50
okkur hér illt í efni og kom okkur
Friðþjófi saman um að reyna að veiða
þann sem þarna hafði gerst of fingra-
langur. Fengum við okkur dyrabjöllu,
sem við komum fyrir á skrifstofunni
og leiddum í hana vír, sem þannig var
tengdur í tóbakskassann, að væri við
honum hreyft hlaut bjallan að hringja.
Ekki liðu nema fáir dagar þangað til
við veiddum sökudólginn.
Meðal annarra góðra hluta, sem
verslað var með í búðinni var romm-
konfekt. Voru það smá molar með
flöskulagi fylltir með rommi; innihald-
ið mun hafa verið nálægt lítilli teskeið.
Þetta var vinsælt munngæti og voru
sumir kaupendur undra stórtækir á
það. Vitnaðist að sumir neytendur
vörunnar brutu súkkulaðiumbúðirnar
og supu vökvann. Fannst eitt sinn
dávæn hrúga af súkkulaðiflöskum
undir báti niðri í fjöru, en búið var að
súpa úr þeim vökvann.
Söludeild verslaði að sjálfsögðu
með bökunardropa, meðal annars
vanilludropa, en í þeim var ofurlítið af
spíritus. Nokkrir karlar, sem þótti
þægilegt að komast í vímu, tóku upp
á því að drekka þessa dropa. Það
gerðist víst nokkrum sinnum, ef karl-
arnir komu og báðu um „dropa“ án
þess að tilgreina tegund, að ég seldi
þeim súpulit. Ég hugsaði sem svo, að
þó að hægðirnar hjá þeim yrðu máske
skrautlegar á litinn næstu dægur, yrðu
þeir þó aldrei fullir né vitlausir af að
innbyrða rauða vökvann. Karl
nokkur, Guðmundur að nafni, venju-
lega kallaður Gvendur Ralli, var seig-
ur viðskiptamaður í dropabransanum
og mun hafa fengið sinn skammt af
rauða litnum. Hann hafði á fyrri árum
verið vinnumaður hjá Grími á Bessa-
stöðum og um eitt skeið búsettur í
Kópavogi. Þegar strákarnir á Húsavík
spurðu hann hvort hann myndi ekki
eftir Kópavogsfundinum fræga (1662)
áleit hann að hann mundi ekki hafa
verið heima fundardaginn, því hann
myndi ómögulega eftir fundinum. Nú
bar svo til dag nokkurn að Sigurður
Bjarklind kaupfélagsstjóri mætti
Gvendi á götu, karlinn var rallfullur,
en Sigurður var bindindismaður og
hafði andúð á ölvun. Hann snýr sér að
kallinum og segir.
„Hvaða fjandi er að sjá þig,
Gvendur, alltaf skítfullur. Hvað
drekkur þú eiginlega?"
„Nú, þetta sem þið seljið í Sölu-
deild.“
32