Samvinnan - 01.08.1984, Qupperneq 34
Minnisvarði um
Egil Thorarensen
Höggmynd af
Agli Thorarensen
Eftir Jón Gísla Högnason
Laugardaginn 7. júlí 1984 var
afhjúpaður minnisvarði á Sel-
fossi af Agli Gr. Thorarensen,
fyrrum kaupfélagsstjóra Kaupfélags
Arnesinga, og bar það upp á alþjóða-
dag samvinnumanna. Minnisvarðinn
er brjóstmynd, gerð af Einari Jónssyni
myndhöggvara frá Galtafelli árið
1947, sem komið var fyrir á blágrýtis-
stöpli og staðsettur er við suðaustur-
horn Vöruhúss Kaupfélags Árnes-
inga. Að framkvæmdinni stóðu Kaup-
félag Árnesinga, Mjólkurbú Flóa-
manna, bæjarstjórn Selfoss og Af-
mælissjóður Dvalarheimilisins Áss
Hveragerði. Gísli Sigurbjörnsson for-
stjóri heimilisins var mikill hvatamað-
ur að framkvæmdinni.
# Stóð við stóru orðin
Egill Grímsson Thorarensen var fædd-
ur að Kirkjubæ á Rangárvöllum 7.
janúar 1897; höfðingjasonur úr víð-
lendu söguríku héraði og var 5. maður
frá Skúla landfógeta Magnússyni.
Sagði Egill við þann sem þetta ritar,
að hann myndi líkastur Skúla sinna
ættmenna.
Mun Egill Gr. Thorarensen einn
mesti hugsuður og athafnamaður, sem
Rangárþing hefur alið frá dögum
Oddaverja.
Á unga aldri hneigðist hugur Egils
til sjávarins. Hann hugðist verða
skipsstjórnarmaður og var þá einn
þeirra sem í forustusveit voru fyrir
bættum kjörum sjómanna.
En skapanornir skipta um svið eða
voru það hollvættir sunnlenskra
sveita? Egill leitar annars hugðarefnis.
Hann aflar sér verslunarþekkingar og
gerist kaupmaður í Sigtúnum við Ölf-
usá. Síðar lætur hann verslunina af
hendi við nýstofnað kaupfélag, er
hlaut nafnið Kaupfélag Árnesinga og
verður kaupfélagsstjóri þess allt til
síns endadægurs 15. janúar 1961.
Kaupfélag Árnesinga tók til starfa
um áramót 1930-1931. Um veturinn
er Egill að brjótast í ófærð vestur yfir
Hellisheiði á leið til útlanda að gera
34
innkaup fyrir kaupfélagið og segir þá
við bílstjóra félagsins, Vigfús Guð-
mundsson: „Það er um að gera að
framkvæma á meðan maður hefur
mennina með sér, og þetta skal verða
milljóna fyrirtæki." Það var stórt orð
þá milljón, en Selfossbær er til vitnis
um að við þau orð var staðið.
# Faðir Þorlákshafnar
Á vetrardaginn síðasta 1934, fór Egill
út í Þorlákshöfn á uppskipunarbátn-
um á Eyrarbakka. Hann var þá að
skoða staðinn sem hann kaupir fyrir
hönd Kaupfélags Árnesinga af Lands-
bankanum fyrir 28.500 krónur, og í
apríl í vor eru fimmtíu ár síðan.
Höfn heilags Þorláks og byggðin
umhverfis höfnina sýnir, að þar var
vel að verki staðið, sem mun talið til
mestu og merkustu afreka Egils Gr.
Thorarensen. „Hann er óumdeilan-
lega faðir Þorlákshafnar,“ sagði Sæ-
mundur Þorláksson frá Hrauni í Ölf-
usi.
Árið 1937 kaupir Kaupfélag Árnes-
inga höfuðbólið Laugardælur með hjá-
leigum. Árið 1948 voru fyrstu húsin á
Selfossi hituð upp með heitu vatni frá
Laugardælum, sem gat þó aðeins kall-
ast aukaafurð höfuðbólsins. Samhliða
voru byggingaframkvæmdir hafnar á
jörðinni við hæfi stórbýlis, og hafinn
stórbúskapur með hefðbundnum og
nýjum búgreinum eins og svína- ali-
fugla og loðdýrarækt. Laugardælur
skyldu verða lyftiafl sunnlenskum
landbúnaði með tilraunum og alhliða
búvísindum. Sú hugmynd naut ekki
skilnings hjá sunnlenskum bændum.
Árið 1952 fær Búnaðarsamband
Suðurlands Laugardæli á leigu hjá
Kaupfélagi Árnesinga og hóf þar
búskap, afkvæmarannsóknir og fóð-
urtilraunir. Var Búnaðarsambandinu
gefinn kostur á að eignast höfuðbólið,
en það hafnaði boðinu.
Þó frá Laugardælum stafi ekki í
framtíð þeim vitaeldi er í upphafi var
ætlað um sunnlenskar byggðir, verður
hlutverk höfuðbólsins þeim mun
stærra og þýðingarmeira í framtíðar-
uppbyggingu bæjarins við brúna.
Egill Gr. Thorarensen var í flestu á
undan sinni samtíð, en hann hugði að
fortíð í sínum framkvæmdum, og
hann mun lifa í verkum sínum. ♦