Samvinnan - 01.08.1984, Síða 42

Samvinnan - 01.08.1984, Síða 42
Verðmiðlunarsjóður mjólkur hefur gert kleift að byggja upp fullkomnar vinnslustöðvar í mjólkuriðnaði, sem geta skilað neytendum úrvalsvöru. # Deilt um aðferðir Nú síðustu árin hafa verið deilur um skipulag á framleiðslu og sölu land- búnaðarvara, og hafa talsmenn frjáls markaðar gagnrýnt fyrirkomulag þess- ara mála harðlega. Þess vegna skal nú haldið áfram að fjalla um mjólkur- framleiðsluna og rekja það skipulag sem vinnslustöðvar í þessari grein starfa eftir og geta um það verðmynd- unarkerfi sem í gildi er. Þetta er nauðsynlegt því sú uppfræðsla vill gleymast þegar ádeilur eru uppi hafðar um skipulagið. Svokölluð sexmannanefnd annast verðlagningu mjólkurafurða. Sömu- leiðis fjallar hún um verðlagningu á sláturafurðum. Sexmannanefnd er op- inber nefnd sem ákveður svokallað verðlagsgrundvallarverð, þar sem tek- ið er mið af launum framleiðenda og vinnslu og dreifingarkostnaði. Sex- mannanefnd er skipuð einum fulltrúa frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, tveimur frá Stéttarsambandi bænda, einum frá Landssambandi iðnaðar- manna og einum frá Sjómannasam- bandinu. Upphaflega var einn fulltrúi í nefndinni frá A.S.Í. en Alþýðusam- bandið dró þann fulltrúa út úr nefnd- inni fyrir 18 árum og hefur félagsmála- ráðherra skipað fulltrúa í hans stað síðan. Hugsunin með starfi sexmanna- nefndar er að fá verðákvörðun sem byggð er á samkomulagi neytenda og framleiðenda og var leitað eftir fulltrú- um neytenda í samtök launþega. Sexmannanefnd ákveður verðlags- grundvallarverð sem mjólkurbúin greiða framleiðendum. Ef vinnslu og dreifingarkostnaður mjólkurbúanna er af einhverjum ástæðum það hár að þau ná ekki endum saman í rekstri sínum vantar upp á verðið til framleið- enda. Ef afgangur verður í rekstri 42 greiðist hann sem uppbót á verðið til framleiðendanna. Þetta fyrirkomulag er tilkomið af því að rekstur mjókurbúanna er al- gjörlega á ábyrgð framleiðenda. Þeir eiga þessar vinnslustöðvar og þær eru reknar í umboði þeirra, og fram- leiðendur sitja í stjórnum þeirra. Sömuleiðis er kjöt í umboðssölu og á að skila til framleiðenda söluandvirði þeirra, en ef ekki næst fullt verð vantar upp á. Þessu hafa gagnrýnendur þessa kerfis alltaf litið fram hjá og ekki verður annað séð en þeir vilji rjúfa þau tengsl sem eru á milli vinnslu- stöðva og sláturhúsa og framleiðenda. Það má færa að því gild rök að slíkt myndi leiða til lækkandi verðs og minna öryggis fyrir framleiðendur og neytendur og leiða til tilviljanakennds framboðs og tilviljanakennds verðs á landbúnaðarafurðum. # Allir leggjast á eitt Mjólkursamlögin hafa komið sér upp sjóði sem nefnist verðmiðlunarsjóður mjólkur og hlutverk hans er að jafna sveiflur í útborgunarverði. Undanfar- in ár hafa mörg mjólkursamlög verið rekin með halla vegna mikils fjár- magnskostnaðar við uppbyggingu nýrra og betri húsakynna og tækni- væðingar. Sjóðurinn hefur hlaupið undir bagga og gert þessum samlögum kleift að greiða fullt verð fyrir vöruna Þessi sjóður er dæmi um samhjálp þar sem allir leggjast á eitt, dæmi um mátt hinna mörgu. Vegna hans hefur verið hægt að byggja upp vinnslu- stöðvar í mjólkuriðnaði sem eru full- komnir vinnustaðir og eiga að geta skilað neytendum úrvalsvöru sem unnin er við fullkomnar aðstæður hvað hreinlæti og hagkvæmni snertir. Þaö á ekkert sláturhús að græða á slátrun, og ef það er, þá er það vegna þess að ekki er farið eftir þeim reglum, sem í gildi eru. # Slátrun á kostnaðarverði Það er sótt að þessu skipulagi nú á misjafnlega öfgafullan hátt. Mestu öfgarnar felast í því að kasta öllu skipulagi og allri landbúnaðarfram- leiðslu út í óhefta samkeppni við útsölumarkaði annarra þjóða á land- búnaðarvörum, - nokkuð sem engin þjóð í Vestur-Evrópu hefur gert og því síður Bandaríkin sem styðja sinn landbúnað mjög verulega. Hér skal ekki fjölyrt um þessa kenningu, enda er ástæða til þess að ætla að hún njóti ekki almenns fylgis landsmanna. Önnur kenning þeirra sem gagnrýna skipulagið í landbúnaðarmálum er sú að það eigi að leggja niður umboðs- sölukerfið. Því er gjarnan haldið fram að á því græði allir nema framleiðend- ur og það hafi allir sitt á þurru, neraa þeir. Því er til að svara í þessu sambandi að það getur aldrei orðið svo að sá sem framleiðir einhverja vöru taki ekki að endingu áhættuna af því hvort fram- leiðsla hans selst eða ekki. Það eru engin dæmi um slíkt. Hins vegar er það þannig í landbúnaðinum að bænd- ur eiga þau fyrirtæki sem sjá um umboðssölu á afurðum þeirra, og sú eignaraðild og skipulag þessara mála á að tryggja það að þessi þjónusta sé fyrir sannvirði. Það er staðreynd sem hægt er að rökstyðja hvar sem er og við hvern sem á vill hlusta að umboðs- launum er mjög í hóf stillt, og það hlutfall sem bændur fá fyrir fram- leiðsluvöruna af heildarverði hennar er mjög hátt. Umboðslaun fyrir land- búnaðarvöru eru þau lægstu sem þekkjast í almennum viðskiptum hér- lendis. Með því að leggja niður þetta kerfi og láta lögmál markaðarins ráða, er öryggi framleiðenda ekkert. Þá er samhjálpin ekki fyrir hendi, og það grundvallaratriði að borga jafnt verð til bænda án tillits til þess hvenær er selt og á hvaða verði. Til þess að útskýra þetta nánar er rétt að taka dæmi: Lítið sláturhús rekið með samvinnusniði selur allar sínar afurðir á innanlandsmarkað fljótlega eftir að sláturtíð lýkur, vegna þess að það nýtur aðstæðna sem gera það kleift. Síðan er annað sláturhús sem vegna fjarlægðar hefur ekki slíka aðstöðu jafnvel þótt framleiðsluvaran sé jafngóð eða betri, en það verður að sæta því að selja jafnvel kjöt seinna, jafnvel eftir eitt ár. Það kerfi sem nú er í gildi tryggir það að viðskiptavinir þessara sláturhúsa fá sama verð fyrir kjötið, vegna þess heildarskipulags sem í gildi er. Þetta er samhjálp sem tryggt hefur grundvöll í atvinnulífi og byggð um land allt. Oft heyrist að sláturkostnaður sé

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.