Samvinnan - 01.08.1984, Page 43
Samvinnuhreyfingunni
ber að halda
umræðunni um
landbúnaðar- og
neytendamál á því
menningarstigi, sem
var á síðasta aðalfundi
Sambandsins.
°hóflegur. Hins vegar er kerfið þannig
að slátrunina á að framkvæma á kostn-
jiðarverði. Ef afgangur er kemur það
hjötreikningi til góða og á að borgast
ut til bændanna í kjötverðinu. Það á
ekkert sláturhús að græða á slátrun og
það er, þá er það vegna þess að ekki
er farið eftir þeim reglum sem í gildi
eru- Það er ótrúlegt að framleiðendur
Sem eiga þessi hús, létu slíkt líðast
atölulaust.
# Lífsviðhorf jafnaðarmanna
Það er mikil þversögn í því fólgin að
ýmis stjórnmálaöfl í landinu sem vilja
hafa skipulag og félagshyggju að leið-
arljósi skuli bætast í þann hóp manna
sem gagnrýnir núverandi skipulag í
landbúnaðarmálum hvað harðast;
gagnrýnir án þess að útskýra það kerfi
sem farið er eftir til fulls.
Svo að talað sé hreint út um þessi
mál, veldur afstaða Alþýðuflokksins í
þessu efni áhyggjum. Sá flokkur stóð
að hinni merku löggjöf um mjólkur-
sölumálin á sínum tíma, enda felur
sölu og dreifingarkerfi landbúnaðar-
vara í sér lífsviðhorf jafnaðarmanna.
Því verður þess vegna ekki trúað að
þeir sem aðhyllast slíkt lífsviðhorf
hvar í flokki sem þeir annars standa
séu ekki reiðubúnir að lagfæra agnúa
þess kerfis sem í gildi er og sníða það
að kröfum tímans, án þess að leggja
það fyrir róða og leiða óheft markaðs-
öflin til vegs í landbúnaðinum.
) Brýnt að skapa sátt
að er brýnt fyrir félagshyggjumenn
ð ganga að því verkefni að skapa sátt
þessum málum. í samvinnuhreyfing-
nni er sameiginlegur vettvangur
pvte.nda oe framleiðenda. í
samvinnuhreyfingunni starfar fólk úr
öllum stjórnmálaflokkum. Hún er því
kjörin vettvangur til þess að ræða
þessi mál og skapa í þeim sátt og fylkja
þeim sem aðhyllast samvinnu, jafnað-
arstefnu og félagshyggju til varnar
fyrir kerfi í þessum málum sem felur í
sér réttlæti fyrir framleiðendur og
neytendur í þéttbýli. Þessir þjóðfél-
agshópar þurfa á hvor öðrum að
halda.
Gagnlegar umræður á síðasta aðal-
fundi Sambands íslenskra samvinnu-
félaga vekja vonir í þessum efnum, og
samvinnuhreyfingunni ber að halda
umræðunni um landbúnaðar og neyt-
endamál á því menningarstigi sem þar
var. Takist það má eyða þeirri tor-
tryggni milli bænda og neytenda í
þéttbýli, sem vanhugsuð blaðaskrif
hefur vakið.
í viðhorfum til skipulags landbún-
aðarmála takast á tvenns konar lífsvið-
horf. Annarsvegar óheft markaðs-
hyggjan sem stefnir að því að fáir
sterkir einstaklingar ráði í landbúnað-
arframleiðslunni. Hinsvegar er félags-
hyggjan sem stefnir að því að jöfnuður
ríki meðal hinna mörgu sem fást við
þessa framleiðslu og þeir megi með
samtakamætti sínum ryðja þungum
steinum úr brautinni til hagsbóta fyrir
alla landsmenn. #
43