Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 5
Inngangsorð.
Um fátt er mönnum tíðræddara nú á tímum, en efna-
legar framfarir þjóðanna á síðustu áratugum. f*etta er
eðlilegt, því þessar framfarir hafa, í mörgum greinum,
verið stórkostlegar, og verður því ekki neitað, að við ís-
lendingar erum hjer orðnir all-langt á eptir. Sjerstaklega
vaknar og skerpist eptirtekt vor á þessu, er vjer heyrum
eða lesum um framfarir bænda og alþýðu meðal annara
þjóða, því það er oss skyldast. Vjer áttum oss fljótt á,
að hjer er um menn að ræða, sem.fyrir skömmum tíma
var líkt ástatt fyrir og oss nú. Oss langar, eðlilega, til
að feta í fótspor þeirra, og oss finnst eigi ólíklegt, að
oss muni geta tekizt það, sem þeim hefur tekizt.
Pegar vjer nú grennslumst eptir orsök og undirstöðu
þessara efnalegu framfara alþýðu í öðrum löndum, hljót-
um vjer að sannfærast um, að fyrsta og þýðingarmesta
skilyrðið er aukin menntun alþýðu; menntun, sem er
sniðin eptir lífskjörum og lífsstöðu alþýðumannsins, og
um leið byggð á þjóðlegum grundvelli. Allar verklegar
framfarir, sem ekki eru byggðar á þessum grundvelli,
eru meira í orði en á borði, og hafa venjulega mikla og
athugaverða ókosti og agnúa. Má, því til sönnunar, benda
á hinar geysilegu framfarir í alls konar stóriðnaði, vjela
og verksmiðjuiðnaði. Honum fylgir, svo sem kunnugt
er, atvinnuleysi stórra mannhópa, og margskonar eymd
og óánægja. þetta er auðvitað ekki umbótunum sjálfum
að kenna, heldur hagnýtingu þeirra. Hjálpast þar að ó-