Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 12

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 12
12 og hugsjónum kaupfjelagsskaparins og tengi alla kaup- fjelagsmenn sarnan, bæði til sóknar og varnar. F*að var þetta, sem vakti fyrir kaupfjelögunum í F’ing- eyjarsýslu, þegar þau, fyrir nokkrum árum gjörðu sam- band sín á milli. F’að sambandsfjelag hefur að vísu ekki afkastað miklu ennþá, en haldið hefur það fundi árlega, og með því aukið kunnugleika og samhug milli fjelag- anna, samræmt skipulag þeirra að miklu leyti, og brotið upp á sameiginlegum framkvæmdum, þó í smáum stýl hafi verið, og nú hefur þetta sambandsfjelag afráðið að gefa út tímarit fyrir kaupfjelög og önnur samvinnufje- lög hjer á landi. Hvort þetta verður annað en tilraun ein eða byrjun, veltur auðvitað á undirtektunum, á því, hvort önnur kaupfjelög og kaupfjelagsmenn víðsvegar um land vilja styðja að útbreiðslu ritsins og senda því riígjörðir, og önnur samvinnufjelög taka í sama strenginn. Tilgangur ritsins, sem með þessu Iitla hepti byrjar starf sitt, er, eins og áður er sagt, að ryðja samvinnu- hugmyndum braut hjer á landi, og efla og styrkja þann vísir til samvinnufjelagsskapar, sem nú er til. Auk hug- leiðinga um viðfangsefnið sjálft, mun það því flytja skýrslur um starfsemi og fyrirkomulag kaupfjelaga og annara samvinnufjelaga, og væntum vjer, sem gengizt höfum fyrir stofnun ritsins, að öll fjelög á landinu telji sjer skylt að senda því skýrslur um þetta. Ennfremur er ætlazt til að ritið flytji skýrslur og fræðandi ritgjörðir um samvinnufjelög í öðrum löndum, þvf þar verðum vjer að fá fyrirmyndir, og þaðan hljótum vjer að fá hinar sterkustu hvatir til að starfa ótrauðir. Pá mun og ritið telja sjer skylt, að vera á verði gegn hverskonar árásum á kaupfjelög og önnur samvinnufje- 'ög, og að leiðrjetta fjarstæður og ranghermi um þau, er stundum birtast í blöðum vorum og tímaritum, en aðal-markið á að vera, að tengja saman hugi og krapta allra þeirra íslendinga, er vinna vilja að samvinnufjelags- skap hjer á landi, allra þeirra, er trúa því og treysta, að á þeim grundvelli verði auðveldast og öruggast reist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.