Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 6

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 6
6 sanngjörn og úrelt löggjöf annarsvegar, en menntunar og þroskaleysi verkmanna hinsvegar. Næst þjóðlegri alþýðumenntun, er það óefað hinn svo kallaði samvinnufjelagsskapur (Cooperation, Andelsfore- tagender), sem mest og bezt hefur bætt efnahag og lífskjör alþýðu, sjerstaklega bændastjettarinnar í öðrum löndum. Til þess að slíkur fjelagsskapur geti þrifizt meðal alþýðu, verður hún að hafa náð talsverðum menntunar-þroska, en á hinn bóginn eykur þessi fje- lagsskapur menntunarlöngunina; hann er sjálfur mennt- unar og menningar afl, og undir býr jarðveginn. Þannig haldast þessi tvö öfl í hendur og styðja hvort annað, eins og annars öll góð lífsöfl gjöra. Menntunin er undir- staða og skilyrði fjelagsskaparins, en hann aptur bezti brautryðjandi og eflir menntunarinnar. Þar sem samvinnufjelagsskapur hefur náð nokkrum verulegum þroska, hafa sannar framfarir verið stórstíg- astar. Par hefur reynslan sýnt, að með samvinnu margra verður auðveldlega unnið margfalt meira, en hinir sömu menn fengu til vegar komið, hver fyrir sig. Petta kemur þegar í ljós við hinn einfaldasta verknað. Kletturinn bif- ast ekki, þótt tíu menn gangi á hann af alefli, hver eptir annan, en gangi þeir allir á hann í einu, og verði vel samtaka, veitist þeini Ijett að velta honum. En enn þá betur kemur þetta lögmál í Ijós, þegar um vandameiri og margbrotnari störf er að ræða, t. d. umbætur fram- leiðslunnar (vöruvöndun), kynbætur alidýra, og aðrar þýðingarmiklar búnaðarumbætur. Fjelagsskapurinn og samtökin auka jjannig gildi vinn- unnar, hefja hana í hærra veldi. En fjelagsskapurinn gjörir meira, hann eykur beinlínis krapta einstaklingsins, því hann skapar rjettmætt sjálfstraust, og eykur sjálfs- metnað, samkeppni einstaklingsins og framtakssemi. Hann getur höggvið fjötrana af hinum undirokuðu smælingjum, og gjört þá að frjálsum og sjálfstæðum borgurum. í sögu Dana síðasta mannsaldurinn höfum vjer glöggt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.