Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Side 6

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Side 6
6 sanngjörn og úrelt löggjöf annarsvegar, en menntunar og þroskaleysi verkmanna hinsvegar. Næst þjóðlegri alþýðumenntun, er það óefað hinn svo kallaði samvinnufjelagsskapur (Cooperation, Andelsfore- tagender), sem mest og bezt hefur bætt efnahag og lífskjör alþýðu, sjerstaklega bændastjettarinnar í öðrum löndum. Til þess að slíkur fjelagsskapur geti þrifizt meðal alþýðu, verður hún að hafa náð talsverðum menntunar-þroska, en á hinn bóginn eykur þessi fje- lagsskapur menntunarlöngunina; hann er sjálfur mennt- unar og menningar afl, og undir býr jarðveginn. Þannig haldast þessi tvö öfl í hendur og styðja hvort annað, eins og annars öll góð lífsöfl gjöra. Menntunin er undir- staða og skilyrði fjelagsskaparins, en hann aptur bezti brautryðjandi og eflir menntunarinnar. Þar sem samvinnufjelagsskapur hefur náð nokkrum verulegum þroska, hafa sannar framfarir verið stórstíg- astar. Par hefur reynslan sýnt, að með samvinnu margra verður auðveldlega unnið margfalt meira, en hinir sömu menn fengu til vegar komið, hver fyrir sig. Petta kemur þegar í ljós við hinn einfaldasta verknað. Kletturinn bif- ast ekki, þótt tíu menn gangi á hann af alefli, hver eptir annan, en gangi þeir allir á hann í einu, og verði vel samtaka, veitist þeini Ijett að velta honum. En enn þá betur kemur þetta lögmál í Ijós, þegar um vandameiri og margbrotnari störf er að ræða, t. d. umbætur fram- leiðslunnar (vöruvöndun), kynbætur alidýra, og aðrar þýðingarmiklar búnaðarumbætur. Fjelagsskapurinn og samtökin auka jjannig gildi vinn- unnar, hefja hana í hærra veldi. En fjelagsskapurinn gjörir meira, hann eykur beinlínis krapta einstaklingsins, því hann skapar rjettmætt sjálfstraust, og eykur sjálfs- metnað, samkeppni einstaklingsins og framtakssemi. Hann getur höggvið fjötrana af hinum undirokuðu smælingjum, og gjört þá að frjálsum og sjálfstæðum borgurum. í sögu Dana síðasta mannsaldurinn höfum vjer glöggt

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.