Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 49

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 49
49 En, mig grunar að það sje ekki þetta, er nú hefur verið bent á, sem gjörir kaupfjelögin úrelt í áliti manna, heldur hitt, að menn hafa ekki nægilega næmt auga fyrir nútiðarhlutverki fjelaganna. F*að er einnig, að miklu leyti, fyrir þessa skuld, að fjelagsheildinni veitir svo örð- ugt að geta sinnt hlutverkinu, og haldið fast við það, gegnum allan þann blindingaleik í verzlunarfyrirkomulag- inu, sem nú blasir beinast við lauslegri skoðun. Menn muna það mjög vel, að í fyrstu urðu fjelögin einkum að beita sjer til þess að brjóta á bak aptur verzl- unareinokun á ýmsum stöðum. Þegar svo það hlutverk var unnið fannst mörgum tilganginum náð. Pað lítur út fyrir, að hinir sömu menn hafi ekki athugað þá galla, sem ’nlutu svo aptur að verða á æstri samkeppni, þegar hún kom til skjalanna; þeim er það tæplega Ijóst, að hlutverk kaupfjelaganna í þessum bardaga er engu ó- þarfara, en fullt svo vandasamt, sem hið fyrra, að berj- ast gegn einokuninni. Pað er því engu síður ástæða að minnast þess, sem fjelagslögin segja um tilganginn, og hafa það fyrir augum nú á þessum dögum, þegar sam- keppnin breiðir út sína mislitu vængi, heldur en var á fyrri árum meðan einokunarkaupmenn sátu sem fastast á veldisstóluni sínum. Aðalatriðin í tilgangsstarfi flestra kaupfjelaga hygg jeg vera á þessa leið: a. Alþýðan verði sjálfstæð í verzlunarefnum og hafi um- ráð verzlunarinnar. b. Verzlun öll og viðskipti fari fram á heiðvirðasta hátt. c. Skuldaverzlun sje afnumin. d. Verzlunin sje fjelagsleg (Cooperativ) og sem kostn- aðarminnst. e. tnnanlandsframleiðsla sje aukin og endurbætt; útlendar vörur sjeu vandaðar og hentugar. /. Fjelagið safni tryggingarfje. g. Jafnrjetti, verzlunarþekking og almenn menntun fái stuðning hjá fjelaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.