Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 8

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 8
8 fjelag hinna dönsku kaupfjelaga var stofnað 18Q6. Fyrsta samlagssmjörbúið er stofnað 1882, nú eru þau að Iík- indum 11 — 1200. Um 1887 er. hið fyrsta samlagsslátr- unarhús stofnað (nú yfir 30) og 1895 er hafinn samvinnu- fjelagsskapur um hænsarækt og eggjasölu til útlanda. Arið 1904 var verztunarupphæð þessara samvinnufjelaga allra fullar 275 miljónir króna, en nál. hálf miljón manna átti hlut í fjelögunum, og er það ríflega fimmta hvert mannsbarn í Danmörku. Verzlun Dana öll (útfluttar og aðfluttar vörur), var 1902 um 755 miljónir króna. Hafi hún verið álíka mikil 1904, hafa samvinnufjelögin ráðið yfir fullum 36 °/o af allri verzlun landsins. Af þessu má ráða, að samvinnu eða sameignafjelög- in eru lang-stærsti og öflugasti þátturinn í þjóðbúskap Dana, en engum mun til hugar koma að neita því, að hinar afar-miklu búnaðarframfarir síðan litlu eptir 1870, eru beinlínis þessum fjelagsskap að þakka. En landbún- aðurinn er það, sem auðgað hefur Dani, og skipað þeim, þótt fámennir sje, sess meðal öndvegisþjóða heimsins. Fleiri sviplík dæmi mætti leiða fram og benda á, en þetta, sem sagt hefur verið um síðustu ára framfarir Dana, og raunar hefur mikið verið ritað um í blöðum vorum og tímaritum, ætti að vera nóg til þess, að sýna oss íslendingum, og sannfæra oss um, að samtök og samvinnufjelagsskapur er sjálfsagðasti og jafnvel einasti vegurinn til velmegunar og efnalegs sjálfstæðis vors. Hvergi getur samvinnuþörfin verið brýnni nje augljósari en hjer. Annarsvegar er hnattstaða landsins, er gjörir oss óhjákvæmilegt að sækja svo afar-margt til annara landa, til þess að geta lifað sem siðuð þjóð. Hinsvegar eru atvinnuvegir vorir vanræktir í flestu, og í kalda koli; en fámennið, strjálbyggðin ogfátæktin lamarframkvæmdar- afl einstaklinganna. Virðist mjer augljóst, að fram úr þess- um vandkvæðum verði eigi ráðið með öðru en öflugum samtökum og samvinnu. En eru þá nauðsýnleg skilyrði til þess fyrir höndum? Jeg hika ekki við að svara þeirri spurning játandi. Að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.