Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 8

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 8
8 fjelag hinna dönsku kaupfjelaga var stofnað 18Q6. Fyrsta samlagssmjörbúið er stofnað 1882, nú eru þau að Iík- indum 11 — 1200. Um 1887 er. hið fyrsta samlagsslátr- unarhús stofnað (nú yfir 30) og 1895 er hafinn samvinnu- fjelagsskapur um hænsarækt og eggjasölu til útlanda. Arið 1904 var verztunarupphæð þessara samvinnufjelaga allra fullar 275 miljónir króna, en nál. hálf miljón manna átti hlut í fjelögunum, og er það ríflega fimmta hvert mannsbarn í Danmörku. Verzlun Dana öll (útfluttar og aðfluttar vörur), var 1902 um 755 miljónir króna. Hafi hún verið álíka mikil 1904, hafa samvinnufjelögin ráðið yfir fullum 36 °/o af allri verzlun landsins. Af þessu má ráða, að samvinnu eða sameignafjelög- in eru lang-stærsti og öflugasti þátturinn í þjóðbúskap Dana, en engum mun til hugar koma að neita því, að hinar afar-miklu búnaðarframfarir síðan litlu eptir 1870, eru beinlínis þessum fjelagsskap að þakka. En landbún- aðurinn er það, sem auðgað hefur Dani, og skipað þeim, þótt fámennir sje, sess meðal öndvegisþjóða heimsins. Fleiri sviplík dæmi mætti leiða fram og benda á, en þetta, sem sagt hefur verið um síðustu ára framfarir Dana, og raunar hefur mikið verið ritað um í blöðum vorum og tímaritum, ætti að vera nóg til þess, að sýna oss íslendingum, og sannfæra oss um, að samtök og samvinnufjelagsskapur er sjálfsagðasti og jafnvel einasti vegurinn til velmegunar og efnalegs sjálfstæðis vors. Hvergi getur samvinnuþörfin verið brýnni nje augljósari en hjer. Annarsvegar er hnattstaða landsins, er gjörir oss óhjákvæmilegt að sækja svo afar-margt til annara landa, til þess að geta lifað sem siðuð þjóð. Hinsvegar eru atvinnuvegir vorir vanræktir í flestu, og í kalda koli; en fámennið, strjálbyggðin ogfátæktin lamarframkvæmdar- afl einstaklinganna. Virðist mjer augljóst, að fram úr þess- um vandkvæðum verði eigi ráðið með öðru en öflugum samtökum og samvinnu. En eru þá nauðsýnleg skilyrði til þess fyrir höndum? Jeg hika ekki við að svara þeirri spurning játandi. Að

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.