Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 50
50
h. Hin einstöku fjelög gangi í allsherjar bandalag hjer á
landi.
Þó jeg viðurkenni það fúslega, að kaupfjelögunum
hjer á landi sje í ýmsu ábótavant, get jeg eigi betur
sjeð, en þeirra sje nú fullt svo mikil þörf sem nokkru
sinni fyr, og því verða mjer þessar spurningar á vörum:
1. Er nokkur fyr nefndur tilgangsliður kaupfjelaganna ó-
þarfur [ojóðinni eða úreltur?
2. Eru nokkrar verulegar líkur til þess, að samkeppnis-
kaupmenn sæki það eins fast og alþýðleg samvinnu-
fjelög að ná þeim tilgangi, sem í stafliðunum felst?
3. Skyldi það ekki geta verið að skoðanir ýmsra manna,
hjer á landi, á hollri verzlun og viðskiptalífi, sjeu nokkuð
óþroskaðar og »úreltar< ?
S.J.
II. Sundrungarandinn.
Eitt af því, sem staðið hefur föstum fjelagsskap og
samvinnu fyrir góðum þrifum, hjer á landi, enn sem
komið er sögu, er hinn rótgróni sundrungarandi, sem
nær því alstaðar hefur komið fram, í hverju fyrirtæki
sem er, að minnsta kosti þegar framliðu dagar og fyrstu
fundaáhrifin dofnuðu. Pað gengur seint, eins og eðlilegt
er, að koma hjer til leiðar fullkominni myndbreytingu
og útrýma þessu sundrungareðli, því það á sjer eflaust
gamlar og djúpar rætur í Iiðna tímanum og ýmsum
þjóðarháttum. Menn hafa lengi lifað einangraðir og átt
við ýmislegt ófrelsi að búa, en hins vegar eigi viljað,
með öllu, láta kúga sig til hvers eins og risið því önd-
verðir til varnar og sjálfstæðis, Jaar sem þess var nokkur
kostur, og hvort sem veruleg ástæða var til þess eða
ekki; menn hafa orðið tortryggir og vanizt á það að
geta ekki borið fullt traust til nokkurrar stjórnar eða fje-
lagslegra áhrifa, utan að, á sinn hag eða sínar skoðanir.
Petta hefur að vísu færzt í talsvert betra horf, síðan