Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 49

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 49
49 En, mig grunar að það sje ekki þetta, er nú hefur verið bent á, sem gjörir kaupfjelögin úrelt í áliti manna, heldur hitt, að menn hafa ekki nægilega næmt auga fyrir nútiðarhlutverki fjelaganna. F*að er einnig, að miklu leyti, fyrir þessa skuld, að fjelagsheildinni veitir svo örð- ugt að geta sinnt hlutverkinu, og haldið fast við það, gegnum allan þann blindingaleik í verzlunarfyrirkomulag- inu, sem nú blasir beinast við lauslegri skoðun. Menn muna það mjög vel, að í fyrstu urðu fjelögin einkum að beita sjer til þess að brjóta á bak aptur verzl- unareinokun á ýmsum stöðum. Þegar svo það hlutverk var unnið fannst mörgum tilganginum náð. Pað lítur út fyrir, að hinir sömu menn hafi ekki athugað þá galla, sem ’nlutu svo aptur að verða á æstri samkeppni, þegar hún kom til skjalanna; þeim er það tæplega Ijóst, að hlutverk kaupfjelaganna í þessum bardaga er engu ó- þarfara, en fullt svo vandasamt, sem hið fyrra, að berj- ast gegn einokuninni. Pað er því engu síður ástæða að minnast þess, sem fjelagslögin segja um tilganginn, og hafa það fyrir augum nú á þessum dögum, þegar sam- keppnin breiðir út sína mislitu vængi, heldur en var á fyrri árum meðan einokunarkaupmenn sátu sem fastast á veldisstóluni sínum. Aðalatriðin í tilgangsstarfi flestra kaupfjelaga hygg jeg vera á þessa leið: a. Alþýðan verði sjálfstæð í verzlunarefnum og hafi um- ráð verzlunarinnar. b. Verzlun öll og viðskipti fari fram á heiðvirðasta hátt. c. Skuldaverzlun sje afnumin. d. Verzlunin sje fjelagsleg (Cooperativ) og sem kostn- aðarminnst. e. tnnanlandsframleiðsla sje aukin og endurbætt; útlendar vörur sjeu vandaðar og hentugar. /. Fjelagið safni tryggingarfje. g. Jafnrjetti, verzlunarþekking og almenn menntun fái stuðning hjá fjelaginu.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.