Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 12

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 12
12 og hugsjónum kaupfjelagsskaparins og tengi alla kaup- fjelagsmenn sarnan, bæði til sóknar og varnar. F*að var þetta, sem vakti fyrir kaupfjelögunum í F’ing- eyjarsýslu, þegar þau, fyrir nokkrum árum gjörðu sam- band sín á milli. F’að sambandsfjelag hefur að vísu ekki afkastað miklu ennþá, en haldið hefur það fundi árlega, og með því aukið kunnugleika og samhug milli fjelag- anna, samræmt skipulag þeirra að miklu leyti, og brotið upp á sameiginlegum framkvæmdum, þó í smáum stýl hafi verið, og nú hefur þetta sambandsfjelag afráðið að gefa út tímarit fyrir kaupfjelög og önnur samvinnufje- lög hjer á landi. Hvort þetta verður annað en tilraun ein eða byrjun, veltur auðvitað á undirtektunum, á því, hvort önnur kaupfjelög og kaupfjelagsmenn víðsvegar um land vilja styðja að útbreiðslu ritsins og senda því riígjörðir, og önnur samvinnufjelög taka í sama strenginn. Tilgangur ritsins, sem með þessu Iitla hepti byrjar starf sitt, er, eins og áður er sagt, að ryðja samvinnu- hugmyndum braut hjer á landi, og efla og styrkja þann vísir til samvinnufjelagsskapar, sem nú er til. Auk hug- leiðinga um viðfangsefnið sjálft, mun það því flytja skýrslur um starfsemi og fyrirkomulag kaupfjelaga og annara samvinnufjelaga, og væntum vjer, sem gengizt höfum fyrir stofnun ritsins, að öll fjelög á landinu telji sjer skylt að senda því skýrslur um þetta. Ennfremur er ætlazt til að ritið flytji skýrslur og fræðandi ritgjörðir um samvinnufjelög í öðrum löndum, þvf þar verðum vjer að fá fyrirmyndir, og þaðan hljótum vjer að fá hinar sterkustu hvatir til að starfa ótrauðir. Pá mun og ritið telja sjer skylt, að vera á verði gegn hverskonar árásum á kaupfjelög og önnur samvinnufje- 'ög, og að leiðrjetta fjarstæður og ranghermi um þau, er stundum birtast í blöðum vorum og tímaritum, en aðal-markið á að vera, að tengja saman hugi og krapta allra þeirra íslendinga, er vinna vilja að samvinnufjelags- skap hjer á landi, allra þeirra, er trúa því og treysta, að á þeim grundvelli verði auðveldast og öruggast reist

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.