Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 10

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 10
10 mönnum minnisstæð öll harmkvæli einokunar-verzlunar- innar. Pessar tilraunir unnu meira gagn, en menn til þessa tíma hafa viðurkennt, þótt þær misheppnuðust, eða færu öðruvísi en til var ætlazt. Má hjer benda á Gránufjelagið, er var stofnað með miklum og almennum áhuga, en komst brátt í sama horfið og aðrar verzlanir, vegna fyrirkomulags síns. En áður hafði því samt tekizt að koma. á mikilli hreyfingu og samkeppni í verzlun norðanlands, og ryðja braut ýmsum nýungum. En eptir 1880 hefst ný hreyfing> sem að minni hyggju er framhald og endurtekning umbótatilraunanna fyrir og um 1870, enda voru á þessum árum mikil og margvís- leg umbrot í verzlun landsins. Hún var smám saman að brjótast úr fjötrum einokunarinnar, og ryðja sjer nýjar brautir. Árið 1882 er hið fyrsta kaupfjelag stofnað hjer á landi, í Pingeyjarsýslu, einmitt á þeim stöðvum, þar sem einnamest- ur áhugi hafði verið á stofnun Gránufjelagsins, rúmum tíu árum áður. Árið 1886 er verzlunarfjelag Dalamanna stofnað, og úr því og um sömu mundir hvert fjelagið af öðru, nálega um land allt, svo að nokkru eptir 1890 ráða þau yfir allmiklum hluta af verzlun landsins. Skipulag þess- ara fjelaga var veikt, en sviplíkt hjá þeim flestum. Öll áttu þau sammerkt í því, að þau höfðu lítið eða ekkert starfsfje, og engin teljandi samvinna var með þeim inn- byrðis. Menn fundu samt fljótt til þess, að þetta var óeðlilegt, og hættulegt fyrir þrif fjelaganna, einkum samvinnuleysið. Hinir áhugasamari kaupfjelagsmenn tóku því að vinna að því, um 1892, að koma á sambandi milli kaupfjelaganna, og eptir nokkur fundahöid varð það loks úr, að fimm heiztu fjelögin mynduðu samband 1895, og átti þetta samband, fyrst og fremst, að halda úti tímariti fyrir íslenzk kaupfjelög. Af þessu tímariti kom 1. heptið út 1896, og 2. hepti 1897, en úr því ekki, enda mun þetta fjelaga samband þá hafa verið úr sögunni. Svo sem kunnugt er, bönnuðu Englendingar árið 1897, innflutning sauðfjár öðruvísi en til slátrunar í sóttkví. Lækk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.