Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 16

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 16
16 þegar á fundinum kosinn til að sjá um útgáfu tímarits- ins. Næsta ár, 1896, kom tímaritið út, rúmar fjórar arkir. Arið 1897 kom tímaritið aptur út, hálf sjöunda örk, en síðan ekki. Rit þetta fjekk talsverða útbreiðslu og mun því vera í margra eigu; vísa eg því til ritsins sjálfs, um efni þess og þýðingu. Sambandsfjelag þetta stóð eigi lengi, eins og mörg- um er kunnugt. Hinar verklegu menjar um starfsemi þess er að eins tímaritið; annað er það ekki, svo mjer sje kunnugt um. Hvað fjelaginu hefir orðið að aldur- tila get eg eigi með vissu sagt; líklega margt: Fundir voru strjálir og á óhentugum tíma (þingtímanum), þar sem fulltrúar allir voru jafnframt alþingismenn; lítið varð um brjefaviðskipti og skýrslusendingar og engin verkleg samvinna gat framgang fengið. Sambandið var, að mestu leyti, pappírssamband, og það ófullkomið þó. Svo liðu um fimm ár, að ekkert kaupfjelagssamband var starfandi. Um þær mundir, og lengur, var einnig frekar um vörn en sókn að ræða fyrir fjelögunum. Þau áttu, í mörgum efnum, við raman reip að toga: Gjal- eyrir þeirra var í lágu verði; stundum þrengdu skuldir að, og ýmsar umbótavonir urðu að litlu liði. Hinsvegar Ijet hátt í eyrum kaupfjelaga hylliboð gamalla og nýrra keppinauta, tækifærisframboð og hóflaust verðlagstildur á innlendum gjaldeyri í straumflóði hinnar nýju sam- keppni. það var eigi svo auðvelt, á þeini tímum, að fá menn til að átta sig, rannsaka allt ýtarlega og hleypi- dómalaust, svo sjeð yrði, hversu sök horfði, og það þess heldur, sem heita mátti lokuð leið að dagblöðum og tímaritum, fyrir orð og tölur frá kaupfjelögunum. Pá var það að hin þrjú kaupfjelög í Þingeyjarsýslu fóru að undirbúa samband sín á rneðal, til trausts og varnar og ýmislegrar samvinnu, þegar því yrði við komið. Pessi fjelög voru: Kaupfjelag Norður-Pingeyinga, Kaupfjelag þingeyinga og Kaupfjelag Svalbarðseyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.