Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 20
Lög Sambandskaupfjelags Þingeyinga. 1. -grein. Fjelagið heitir Sambandskaupfjelag bingeyinga. 2. grein. Tilgangur Sambandskaupfjelagsins er: að koma til Ieiðar samvinnu kaupfjelaga þeirra, er í sambandið ganga, með því: a. að vinna að samræmi í skipulagi og framkvæmdum kaup- fjelaga þeirra, er í sambandið ganga. b. að fjelögin í sambandinu sameini krapta sína til þeirra framkvæmda, er þau og tilgang þeirra varða miklu. 3. grein. Sambandskaupfjelagið skiptist í deildir þannig, að hvert sjerstakt kaupfjelag er deild í sambandinu. 4. grein. Yfirstjórn sambandsfjelagsins er í höndum fulltrúaráðs. Fulltrúaráðið myndast á þann hátt, að hver deild sam- bandsins, sem hefur innan við 25,000 króna umsetning í aðfluttum vörum næsta ár á undan, kýs einn fulltrúa; sú deild, sem hefur 25 — 50,000 kr., kýs tvo, og sú, sem hefur umsetning þar yfir, kýs þrjá. Umsetningin miðast við fullt pöntunarverð í hverri sambandsfjelagsdeild. 5. grein. Fulltrúaráðið hefur einn aðalfund á ári í Febrúarmánuði.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.