Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 23

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 23
Fregnir um aðalsamkomu hins danska sambandsfjelags 8. Júní 1905. Útdráttur. í þetta skiptið var samkoman haldin í Kaupmannahöfn í hinum stóra samsöngssal á Tivoli. Á fundinum mættu um 1200 manna. Formaður sambandsfjelagsins — Severin Jörgensen — bauð alla velkomna, fyrir hönd stjórnar- nefndar, á þennan tíunda aðalfund sambandsfjelagsins; beindi hann þessu einkum til sjerstakra fundarmanna, er boðnir höfðu verið, en meðal þeirra var einn íslend- ingur: candídat Bogi Th. Melsted. Óskaði formaður fund- inum friðar og heilla, en tók það fram um leið, að hann vildi eigi að þær aðfinnslur væru útilokaðar, sem stæðu í beinu sambandi við fundarmálefni. Pá minntist hann andláts konungs vors, Kristjáns IX., og.minntist fráfalls eins gamals og góðs fulltrúa fjelagsins. Enn fremur minnti hann á, að nú væru liðin 40 ár frá því að faðir dönsku kaupfjelaganna, prófasturinn Hans Kristján Sonne, stofn- aði hið fyrsta kaupfjelag í Danmörku, og ruddi þannig braut fyrir samvinnuhreyfingunni, er hefði haft svo mikla °g farsæla þýðingu fyrir þjóðina. Jafnframt gat hann þess, að nú væri í smíðum minnisvarði yfir Sonne, sem yrði afhjúpaður í haust í Viby hjá Árósum. Því næst fór fram kosning fundarstjóra og skrifara. f*á skýrði formaður frá starfsemi fjelagsins, síðast liðið ár; var jaað alllangt mál og ýmislegs efnis, og skal hjer sumt af því til greint í útdrætti. Meðal annars tók formaður þetta fram. Prátt fyrir þá 2*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.