Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 29

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 29
29 sumir íslendingar, er ræða og rita um samvinnufjelags- skap, láta í veðri vaka, að hjer sje aliar fyrirmyndir, alla hjálp og jafnvel viðskiptasambönd til Dana að sækja, og nefna það varla á nafn, að meðal íslendinga sjálfra hafi vaknað og þroskazt fjelagslegar hugmyndir, þá hlaupa þessir sömu menn einmitt yfir sterkasta þáttinn í hinum danska samvinnufjelagsskap, sem ávallt og alstaðar getur verið til fyrirmyndar: að byggja alltaf á þjóðlegum grund- veili og hagnýta sjer sem bezt það, sem fengið er, til framhaldsþroska í sömu átt. Það leynir sjer ekki í fundarskýrslunni, hjer að framan, þar sem minnst er á ísland, að Danir þekkja ekki vel til, hjer heima, og er þá líklegt að þar sje ónákvæmni þeirra manna um að kenna, sem hafa viljað fræða þá, eða formann sambandsfjelagsins, um vora hagi. Pessi skoðun styrkist við það, að lesa stutta grein i fjelags- blaði Dana eptir Sigurð Sigurðsson, sem ekkert yfirlit eða lýsingu gefur, sem verulegt gagn geti orðið að til skýringar Dönum á íslenzkum fjelagssamtökum. Síðar meir mun verða tækifæri til að athuga það nánar, sem Búnaðarrit vort eða önnur rit og dagblöð hafa flutt eða flytja kunna um samvinnufjelagsmál vor. Tímaritið vill leggja fram sinn bezta skerf til þess, að hinum sjerstöku samvinnufjelögum fjölgi, og að þau myndi öflugt og starfandi samband, sín á meðal, til tryggingar, þroska og hagsbóta. Hreinn og sjálfstæður fjelagsandi samvinnufjelaga á að útbreiðast um land allt, án þess að inn í hann sje blandað pólitík. Að læra af öðrum þjóðum og hagnýta sjer sem bezt sameðlislegan tjelagsskap, hvar sem til næst, er hjer sjálfvalið meðal, °g fyrir því þarf að hafa opið auga, en — hugsunar- •ausar hermikrákur megum vjer ekki vera. ^mislegt fleira má benda á í fundarskýrslunni, sem Vert er að athuga, svo sem hina ýmislegu tryggingar- sjóði, sem Danir telja nauðsýnlega. Takmörkun á vara- sjóðstillagi bendir á það, að þeir hugsa ekki til þess að t*rúga saman fjársöfnum um fram það, er starfsemin

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.