Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 43

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 43
43 lega brauð til annara, en það geta framleiðendur veitt sjer sjálfir að mestu leyti, og þeir geta ýmist verið án þess, er þeir áður fengu hjá bæjabúum eða búið það til í sínum hóp. Er því auðsætt, hver taflslok muni verða, sje leikurinn þreyttur sem framast má verða. Pá er hætt við að eigi gangi betur en forðum daga að »fljetta reipi úr sandinum«, þá kemur apturkastið, eins og svo opt áður í sögunni, og það, að öllum líkum, almennara og stórfenglegra en nokkru sinni fyr, sje ekkert að gjört í tæka tíð. Vandræðin eru, víðast hvar, nú þegar orðin voðaleg í stórborgunum. Meðal þeirra tilrauna, sem nú eru gjörðar til þess að reyna að verjast hættunni, og sem sýnast ætla að bera góðan árangur, má nefna: að auka almenna þekking og sanna menntun; að gjöra aðganginn að yrkjanlegu landi sem allra auðveldastan fyrir fátæklinga, með heilar hend- ur; að gjöra allar samgöngur svo auðveldar og ódýrar, sem framast má verða; að ala sem minnst af óþörfum sníkjudýrum á þjóðfjelagslíkamanum, og að hlynna sem bezt að samfjelagsskap og samvinnu smœlingjanna. Hjer er vissulega verkefni fyrir samvinnufjelagsskapinn, sem einnig í þessa átt getur haft svo mikla framtíðar- þýðingu fyrir jafnvægi atvinnuveganna og stuðlað að því, að hagsældin eflist og komi sem jafnast niður. Nú búum vjer íslendingar á lítt numdu landi, en þó sæmilega byggilegu, að flestra dómi. Samt sem áður sýna skýrslur vorar það, að fólksfjölgunin Iendir öll, og meira til, í skauti kaupstaða og kauptúna. Hjer kemur að vísu til greina, að mjög margir kauptúnabúar eru fram- leiðendur, að því leyti sem þeir stunda sjávarútveg, en hinum, sem ekkert framleiða, fjölgar samt, óðfluga, ein- kum þeim, sem hafa einhverskonar útsölu fyrir aðalstarf. Það verður því, viða hvar, verzlunarmannaflokkurinn, sem gefur bænum eða þorpinu aðalblæinn og þar ræð- ur mestu. Pað getur vel verið að þessi fólksflutningahreyfing hafi verið mjög eðlileg eptir ástæðum, að minnsta kosti er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.