Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 44
44 hún mjög skiljanleg. Um fræðslu almennings hefur verið sáralítið hirt, svo þekkingin hefur orðið af ailt of skorn- um skammti. Pað gengur seigt og seint að greiða götu fyrir sjálfseign á landblettum eða tryggja mönnum þar eignarrjett á sönnum umbótum. Samgöngutæki á landi eru í svo stórkostlegu ólagi, að það eitt er nóg til þess að fæla menn frá að »taka land« og stunda þar ræktun og framleiðslu. Útlendingadálæti og blind stæling erlendr- ar tízku hefur dáleitt ýmsa áður en þeir gætu sjeð, hvað hjer ætti bezt við af annara þjóða háttum. Pá er það eigi sízt að telja, að fjelagsleg samvinna hefur lítilli festu eða fylgi náð; því hefur sveitalífið orðið dauflegra, er- viðara og arðminna en ella mundi; tilraunir til samtaka hafa átt litlu fylgi að fagna hjá blaðamönnum þjóðarinn- ar, og er svo að sjá sem þar hafi kaupmannastjettin verið óskabarnið; forgöngumenn fjelagslegra samtaka hafa lítið getað náð saman og flesta tengiliði vantað; hjer við bætist gamall sundrungarandi og tortryggni, svo ekki er furða þó sniátt hafi ágengt orðið með áhrif fjelagsskaparins á bygging landsins og fólksflutnings- hreyfingar. Meðan hjer er eigi meira unnið að því, með framsýni og samhentum vilja, að byggja landið og bæta það, heldur en enn er fram komið, er fólksflutningshreyfing- in hjer á landi mjög skiljanleg. Fjöldinn allur lætur sig lítið varða um útlit hinna komandi tímanna; hann stefnir því þangað, sem bjartast sýnist að vera hinar næstu stund- ir. Að líkindum heldur því straumurinn áfram, frá sveit- unum, unz svo er komið umbótum, að fleiri og bjartari Ijós skína að baki á þeim stöðvum, sem frá var vikið. Að þessu sinni skal eigi fjölyrt um það, hvað í þessu efni sje líklegast til áhrifaríkra ráða. En það er bæði fróð- legt til samanburðar og ætti að getagéfið þarflegarbending- ar að líta út fyrir pollinn. Er þá einna næst að athuga ástandið í Danmörku eins og það hefur verið á síðari tímum, hvað fólkshreyfingar innanlands snertir. Frá 1. Febrúar 1901, til 1. Febrúar 1905, eða síðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.