Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 51
51
stjórnarfar landsins batnaði, löggjöfin var endurbætt,
samgöngur löguðust nokkuð, og menn fóru svo lítið
að temja sjer fjelagslega samvinnu, en stórmikið skortir
enn á það, að fjelagslundarakur þjóðarinnar sje viðunan-
lega búinn undir góða uppskeru, enn sem komið er.
Mönnum hefur skilizt það, að nokkru leyti, að sam-
eining styrkir en sundmng veikir, en þetta er meira í
orði en á borði. Þeir menn eru mjög margir enn á
ferðinni, sem álíta sjálfstæði sínu misboðið með því að
lúta fyllilega fjelagsreglum eða stjórn annara manna, þó
þeir hafi tekið frjálsan og fullan þátt í því, að semja
fjelagsreglurnar sjálfir og velja menn í stjórn fjelagsins.
Víst er um það, að sjálfstæðið er gott, innan vissra tak-
marka, en leiði sívakandi umhugsun um það til þess, að
maður óttist missir þess, ef aðrir hafa nokkur veruleg
áhrif á mann eða ráða nokkru fyrir mann; ef af þessari
stöðugu árvekni leiðir það, að maður grunar fjelagið og
fulltrúa sína sífellt um eitthvað misjafnt og treystir ætfð
eigin skoðun og ráðum öllu öðru betur, þá er það nærri
víst, að með þessu lagi verður sjálfsþroskinn sáralítill, og
á sama hátt fer um fjelagsþroskann.
Ef menn, jafnframt því að leggja stund á sjálfstæðið,
hefðu það stöðugt fyrir augum, að enginn er sjálfum
sjer nógur, þá mundi betur farnazt.
Menn eru almennt fúsir á það í viðtali og á mann-
fundum að telja fjelagsskap og sanivinnu góð og gagn-
leg meðöl til almenningsheilla, en þegar stund líður,
biður sundrungarandinn um orðið, og hefur þá frá svo
mörgum agnúum að greina í fyrirkomulagi og fram-
kvæmdum þess, sem ráðgjört var, að stundum lendir
allt í molum, sem starfa átti. F’etta er ekki svo að skilja,
að það sje þessi andi einn, sem hamlar góðum fjelags-
þrifum, en hann á opt sinn mikla þátt að máli. Opt
vantar þolgæði og þrautseigju fjelagsmanna, sterka og
starfsfúsa forstöðu, sem þá sje sómasamlega launuð, og
fleira má til telja.
Eins og sundrungarandinn kemur allt of mikið fram