Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 53
53
haldið fram, að meira beri á sundrungaranda í kaupfje-
lögunum en öðrum fjelagsskap. Líklega bólar mun minna
á honum þar, en í mörgum öðrum fjelögum, annars hefði
kaupfjelagsskapurinn varla náð þeim þroska og útbreiðslu,
sem raun er á orðin; en sundrungin gjörir enn talsvert
vart við sig, einnig innan þessara vjebanda. Fróðlegt
væri að vita, hvort sundrungarandinn hefur ekki átt
drjúgan þátt í því, að nokkur kaupfjelög hafa orðið að
hætta starfsemi sinni, skömmum tíma eptir álitlega byrj-
un. Kaupfjelagsskapurinn hefur vissulega verið góður
æfingaskóli í samheldni og tilhliðunarsemi. Nú koma
mjólkursamlagsbúin, víðahvar, til framhaldsæfingar í fje-
lagslegum dyggðum. Vissulega verða þar mörg tækifæri
til að bæla niður tortryggni og sundrungaranda og láta
eigi lauslega skoðun á stundarhagnaði nje teygingatil-
raunir úr kaupmannaþorpunum hrekja sig frá tekinni
stefnu.
Þegar hver einstakur fjelagsmaður, með fullkominni
festu, hefur sameiginlega hagsmuni fjelags síns fyrir
augufn, þá fyrst getur verið að marka hina fjelagslegu
tilraun og góður árangur verið í vændum; þá skilst
mönnum og, að slík framkoma kemur ekki í bága við
heilbrigt sjálfstæði nje rje,tt einstaklingsins. Pá verður og
það fjelagslega framfaraspor stigið, að þingheimur vill
ekki hlusta á anda sundrungarinnar, þó hann kynni að
biðja sjer hljóðs.
S.J.
III. Kaupfjelög og samvinnufjelög í útlöndum.
Pað er þegar búið, hjer í ritinu, að skýra nokkuð frá
samvinnufjelagsskap í Danmörku. í mörgum öðrum lönd-
um álfu vorrar eru öflug fjelög með nokkuð líku fyrir-
komulagi. Á Englandi hafa slík fjelög staði.ð alllengi og
náð mikilli útbreiðslu. Víðast hvar hafa hin einstöku fje-
lög gengið í bandalag, stofnsett sjerstaka sambandsstjórn
og komið á fót fjelagsblaði. Af skýrslum fjelaganna sjezt,