Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 56

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 56
56 Hluteignir í sambandsfjelaginu (11) Eign í varasjóði sama fjelags . . . Tekjuafgang til næsta missiris . . . Flutt . . . kr. 14,923.36 1)........> 1,100.00 2,479.07 544.05 kr. 19,046.48 Aukreitis ber kaupfjelaginu frá sambandskaupfjelaginu ágóðahlutdeild, síðast liðið ár, og vexti af hluteignum og varasjóðseign, samtals kr. 3,439.02. Pað væri fróðlegt, að birtar væru svipaðar skýrslur og þessi er,helztítímaritifjelaganna,fráhinum íslenzkukaupfjelögum og samvinnufjelögum, jafnóðum og þau halda25 áraafmælin. V. Til kaupfjelaga og samvinnufjelaga. Tíniarit þetta tekur fúslega á móti vel sömdum ritgjörðum um almenn samvinnufjelagsmál, og ölluni athugunum og skýringum, er þar að hníga, eða standa í sambandi við tilgang ritsins. Er hjer með skorað á alla þá, er unna samvinnufjelagsskap og tímariti þessu góðs gengis, að styðja ritið sem bezt, eigi að eins með því, að kaupa ritið og lesa það, heldur engu síður með hinu, að senda því efni til birt- ingar. Pví er sjerstaklega beint til forstöðumanna fjelaganna að senda ritinu þær skýrslur, er um kann að verða beðið, og hvað eina annað, er þeir hyggja að megi verða til upplýsingar og gagns fyrir fjelags- leg samtök alþýðunnar. Ritgjörðir, skýrslur og hvað eina, sem menn vilja að birtist í tíma- ritinu, eru menn beðnir að senda beint til Sigurðar Jónssonar bónda í Yztafelli í Ljósavatnshreppi. Þau kaupfjelög og samvinnufjelög, sem kaupa nokkuð mörg eintök af tímaritinu, í einu lagi, fá ritið með miklum afslætti. í lausasölu er ætlazt til að hver örk kosti 15 aura. Verð ritsins til fjelaga verður þá 10 aura örkin. Formaður Sambandskaupfjelagsins, Steingrímur Jónsson, sýslumað- ur á Húsavík, annast um útsending tímaritsins og veitir borgun fyrir það móttöku. S.J.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.