Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
DAGSKRÁ 27.ÁGÚST -1.SEPTEMBER
0
da
ga
r
em
be
r 2
00
9
27
28
29
22.30 Kúltúra/MúlinnSmásveit Reykjavíkur -Reyjavik Big Band rhythm section and soloists.
30
31
1
18.00 Listasafn Reykjavíkur- Hafnarhús
History of Jazz in Iceland -In english with recorded samples.20.00 KjarvalsstaðirGó! Gó! Gó! Tangó! Olivier Manoury þenur argentínsku teygjuskjóðuna í íslenskum vinahópi. Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino taka lagið.Olivier Manoury and friends. Ife Tolentino and Óskar Guðjónsson also contribute a few numbers.21.00 RósenbergMaciej Fortuna og Stefan Weeke duet Trumpet/bass duo.Narodna Muzika - Haukur Gröndal og draumasveit hans, útgáfutónleikar.Release concert with balkanband Narodna Muzika.
16.13 Rúv 1 - liveBein jazzútsending úr Útvarpshúsinu Efstaleiti 1.Live Jazz on Rúv 1 -FM 93.5Open house at Efstaleiti 1.20.00 Norræna HúsiðÁrni Heiðar Karlsson píanóleikari fagnar nýútkominni plötu sinni - Mæri.Pianist Árni Heidar Karlsson celebrates his new release – Boundaries.HDV trio. Austurríska píanótríóið.Austrian piano trio. Musically celebrat-ing personlaities of the 20. century.22.00 Iðnó
Tropicalia, Bossa Nova og Salsaball í stóra salnum og Tangóball á efri hæðinniTropicalia, Bossa Nova and Salsa. Latin american music and dance.Í samvinnu við TANGO on ICElandDetails: www.reykjavikjazz.is
15.00 KjarvalsstaðirLeifur Gunnarsson og hljómsveitContrabassist L if
12.00 Dill RestaurantHádegisjazzLive Jazz at Noon
17.00 Basil og LimeSíðdegisjazz í tjaldinu hjá Basil og Lime KlapparstígAfternoon jazz at Basil and Lime Restaurant.
16.00 Norræna Húsið Píanó einsamalt! Úrval íslenskra jazzpíanista. Agnar Már Magnússon, Davíð Þór Jónsson, Eyþór Gunnarsson og Sunna GunnlaugsdóttirPiano only! Iceland’s fi nest jazz pianists.
21.00 RósenbergStórsveit Reykjavíkur leikur tónlist eftir Toshiko Akyoshi.The Reykjavik Big Band plays the music of Toshiko Akiyoshi. Össur Geirsson stjórnar/directs23.00 Múlinn
Bop ‘till you drop
20.00 Djúpið
Jazzkvissið sló í gegn á siðustu Jazz-hátíð Reykjavíkur. Jazzlögreglan spyr leiðandi spurninga í yfi rheyrslum sínum.Local jazz enthusiasts team up as the Jazz Police asks leading questions.21.00 RósenbergStórsveit Reykjavíkur leikur tónlist eftir Toshiko Akyoshi.The Reykjavik Big Band plays the music of Toshiko Akiyoshi. Össur Geirsson stjórnar/directs.
20.00 Rúv 1 live -DjúpiðJazz Quiz undan og úrslit. Jazz Quiz semifi nals and fi nals.Icons of Jazz: DVD kynning Smekkleysu.Bad Taste Record shop presents the new dvd Icons of Jazz series.21.00 RósenbergPasspo t h
FIMMTUDAGUR
27. ágúst 2009 — 202. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
35%
72%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í maí 2009 – júlí 2009.
Fréttablaðið er með 106%
meiri lestur en Morgunblaðið
Allt sem þú þarft...
JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR
Snillingurinn Arve
Henriksen til landsins
Sérblað um Jazzhátíð Reykjavíkur
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Silfurdrengir gefa af sér
Alexandra Líf fær áritaða Silfur-
treyju frá Björgvini og Loga.
FÓLK 46
Unnur söng í
fyrsta sinn
Unnur Birna söng
eins og engill í
hljóðveri.
FÓLK 46
GALLABUXUR
Niðurmjóar enn í tísku
en aðrar sækja á
Sérblað um gallabuxur
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
MS fjörutíu ára
Kennarar mennta-
skólans þróa nýtt
lotubundið bekkjakerfi
sem verður tekið í
notkun næsta
haust.
TÍMAMÓT 26
Opið til kl. 21
fimmtudaga
FÓLK Kvikmyndagerðarmaður-
inn Eysteinn Guðni Guðnason
ætlar að endurgera mynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, Hring-
inn, sem kom út árið 1985. Sú
mynd var heldur óvenjuleg því
hún var tekin upp í bíl sem ók
hringinn í kringum landið án
þess að nokkrir leikarar kæmu
við sögu.
Eysteinn fékk hugmyndina
að endurgerðinni fyrir tveim-
ur árum og það verður núna
eftir helgi sem hún verður að
veruleika. „Hún heillaði mig
áður en ég sá hana,“ segir hann
um mynd Friðriks Þórs. Tvær
myndavélar verða notaðar
við tökurnar og verður önnur
þeirra fest á nýjan rafmagnsbíl
sem fyrirtækið 2012 útvegar.
- fb / sjá síðu 46
Fetar í fótspor Friðriks Þórs:
Gerir mynd um
hringveginn
13
14
10
9
8
LÉTTIR TIL SYÐRA Í dag verður
yfirleitt hæg norðlæg átt en heldur
hvassari á annesjum á Vestfjörðum.
Rigning eystra, annars víða skúrir.
Styttir upp og léttir til syðra þegar
líður á daginn. Kólnandi veður.
VEÐUR 4
VIRKJANIR Magnús Orri Schram,
þingmaður Samfylkingarinnar,
vill ekki að ríkið komi í veg fyrir
kaup kanadíska orkufyrirtæk-
isins Magma á hlut Orkuveitu
Reykjavíkur í HS Orku. Þetta
kemur fram í grein sem Magn-
ús Orri skrifar
í Fréttablaðið
í dag.
Magnús Orri
segir ríkið
ekki hafa efni
á að hafna 12,2
milljarða fjár-
festingu. Í ljósi
yfirvofandi
niðurskurð-
ar í fjárlögum
ættu stjórn-
völd frekar
að fagna erlendum fjárfesting-
um hér á landi. Hann telur hins
vegar þörf á að endurskoða
samning Reykjanesbæjar við
HS orku um jarðvarmanýtingu.
Sá samningur gangi „alveg út á
ystu nöf – ef hann er ekki bein-
línis ólöglegur“. - bs/ sjá síðu 24
Stjórnarliði um HS orku:
Ríkið kaupi
ekki hlut OR
FJÁRMÁL Jón Sigurðsson, fyrrum
forstjóri Stoða sem áður hét FL
Group, er enn á ofurlaunum hjá
félaginu þótt það hafi komist í þrot
fyrr á árinu og sé nú í meirihluta-
eigu ríkisfyrirtækja.
Eiríkur Elís Þorláksson hæsta-
réttarlögmaður, sem er formaður
nýrrar stjórnar Stoða, sagðist í gær
ekkert vilja segja að svo stöddu um
launakjör Jóns sem nú gegnir starfi
framkvæmdastjóra hjá Stoðum í
höndum nýju eigendanna.
Ekki náðist í Jón sjálfan í gær.
Samkvæmt öðrum heimildum
Fréttablaðsins er unnið að því
að semja upp á nýtt við Jón um
starfskjörin og þá á allt öðrum og
lágstemmdari nótum en í samningi
Jóns við fyrri eigendur.
Samkvæmt tekjublaði Mann-
lífs námu tekjur Jóns Sigurðsson-
ar 9,4 milljónum króna á mánuði í
fyrra. Það eru um það bil tíu sinn-
um hærri laun en forsætisráðherra
hefur um þessar mundir. Eins og
kunnugt er hafa ríkisstjórnarflokk-
arnir þá stefnu að enginn starfs-
maður stofnana og félaga í meiri-
hlutaeigu ríkisins hafi hærri laun
en forsætisráðherrans.
Nauðasamningar Stoða við kröfu-
hafa félagsins voru staðfestir í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur um miðjan
júní í sumar. Félagið óskaði eftir
greiðslustöðvun um leið og ríkið
tók yfir Glitni í lok september í
fyrra. Stoðir áttu 32 prósenta hlut
í Glitni.
Nauðasamningarnir fólu í sér
að hlutafé fyrri eigenda Stoða var
afskrifað og eignuðust gamli Glitn-
ir um þriðjungshlut og NBI – eða
Nýi-Landsbankinn – um fjórðungs-
hlut í Stoðum.
Þegar Stoðir fengu heimild til að
leita nauðasamninga í apríl námu
skuldir félagsins um 280 milljörð-
um króna en eignir um 80 milljörð-
um. Helstu eignir Stoða í dag eru
Tryggingamiðstöðin og stór hluti
í evrópska drykkjavörurisanum
Refresco sem er með höfuðstöðvar
í Hollandi. - gar
Ofurlaun þrátt fyrir
nauðasamning Stoða
Jón Sigurðsson er enn framkvæmdastjóri Stoða á ofurlaunum þótt félagið hafi
gengið í gegnum nauðasamninga. Stjórnarformaður Stoða vill engu svara um
kjör Jóns. Heimildir herma þó að verið sé að semja við hann um lægri laun.
MAGNÚS ORRI
SCHRAM
FÁMENNT Í STÚKUNNI Það var ekki uppselt á leik Fram og Grindavíkur í Pepsi-deildinni eins og sjá má. Fólkið á myndinni gat í
það minnsta valið úr þúsundum sæta. Fram vann leikinn með fjórum mörkum gegn þremur í spennuþrungnum leik. Framarar
voru tveimur mörkum undir þegar korter var eftir en komust yfir áður en flautað var til leiksloka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BANKAMÁL Innstæður í bönkum hafa
aukist mikið frá því fyrir hrun og eru
nú um tvö þúsund milljarðar króna.
„Það má lýsa þessu þannig að bank-
arnir eru stútfullir af peningum,“
segir Gylfi Magnússon viðskipta-
ráðherra.
Gylfi segir að óhætt sé að hvetja
fólk til fjárfestinga, sérstaklega
ef það snýst um innlenda vöru.
Í Hagsjá Landsbankans kemur fram
að fólk og fyrirtæki kjósi frem-
ur að spara en eyða og því aukist
innstæður hratt.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
segir það áhyggjuefni að fjármagn
sem til er fari ekki í fjárfestingar.
„Peningamálastefnan á að skila því
að háir vextir haldi peningum í land-
inu en af því að þeir eru svo háir eru
þeir bara á bankabókunum. Ég fæ
ekki séð hvernig bankakerfið getur
gengið upp við þessar aðstæður.“
- vsp / sjá síðu 6
Innstæður í bönkum eru nú um tvö þúsund milljarðar og hafa aukist frá hruni:
Sér ekki hvernig kerfið gangi upp
Sigrar
hjá KR
og Fram
Fram og KR unnu
sigra í Pepsi-deild
karla í gær.
ÍÞRÓTTIR 42