Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 6

Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 6
6 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Bjarki Freyr Sigurgeirsson hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglu að hafa banað Braga Friðþjófssyni í herbergi sínu í Dalshrauni í Hafnar- firði fyrir hálfri annarri viku. Ástæða og aðdrag- andi morðsins liggur hins vegar ekki ljós fyrir. Bragi var gestkomandi hjá Bjarka og svo virðist sem þeim hafi sinnast með þeim afleiðingum að Bjarki barði Braga til bana með samlokugrilli. Bjarki var í mjög annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn skömmu síðar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur játn- ing legið fyrir svo til frá því Bjarki var handtekinn. Ekki hefur hins vegar fengist uppgefið fram til þessa hvort Bjarki gekkst við verknaðinum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins segist Bjarki muna ágætlega eftir atburðunum sem leiddu til árásarinn- ar, en framburður hans kemur hins vegar ekki fylli- lega heim og saman við önnur gögn málsins. Bjarka hefur verið gert að gangast undir geðrann- sókn til að kanna sakhæfi hans. Nokkrar vikur geta liðið þar til niðurstaða fæst í slíka rannsókn. Eftir handtöku var Bjarki úrskurðaður í gæslu- varðhald til 1. september á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Líklegt er að farið verði fram á frekara varðhald á grundvelli almannahagsmuna þegar hið fyrra rennur út. - sh Bjarki Freyr Sigurgeirsson hefur gengist við morðinu í Dalshrauni: Morðinginn hefur játað sök Í DALSHRAUNI Bjarka sinnaðist við Braga í þessu húsi með hörmulegum afleiðingum. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA „Ég vil námsmanna- þjónustu Byrs“ Vertu hjá Byr og sparaðu helling: • Frítt Byr námsmannadebetkort með 150 frífærslum á ári og afsláttum á völdum stöðum. • Frítt Byr námsmannakreditkort með 5.000 kr. ferðaávísun og fríu World for 2 korti fyrsta árið. • Ódýrt í bíó hjá Sambíóunum. 2 fyrir 1 á mánudögum og 20% afsláttur alla hina dagana. • Ódýrt í ræktina hjá World Class og Vaxtarræktinni. Þú borgar fyrir sex mánuði en æfir í níu mánuði. • Ódýrara í skólann með 10% afslætti af öllu hjá Eymundsson. • Ódýrara hjá Subway með girnilegum 10% afslætti af öllu. • Ódýrari tryggingar hjá Verði: 50% afsláttur af 24 mánaða tölvutryggingu, 15% afsláttur af ábyrgðar- og kaskótryggingu ökutækis og margt fleira. Fjárhagsleg heilsa er betra líf! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK fyrir námsmenn Námsmannatilboðin gilda ekki með öðrum tilboðum sem í boði eru hverju sinni DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur fall- ist á kröfu manns um að formað- ur skilanefndar SPRON upplýsi hann um það fyrir dómi hver seldi honum stofnfjárbréf í SPRON árið 2005 fyrir 55,5 milljónir króna. Skömmu eftir að maðurinn keypti bréfin var sjóðnum breytt í hlutafélag, bréfin hríðlækkuðu og maðurinn tapaði stórfé. Eftir að skilanefnd var sett yfir bankann fór hann fram á það við nefnd- ina að fá að vita hver seldi honum bréfin. Grunaði hann að seljand- inn hefði verið stjórnarmaður í sjóðnum og hefði nýtt sér inn- herjaupplýsingar. Hæstiréttur hefur nú fallist á það. - sh Skilanefnd SPRON: Gert að upplýsa um seljandann STJÓRNMÁL „Það er algjörlega fáheyrt að ráðherra hvetji til þess að menn sniðgangi lög,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og iðnaðarráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að styðja eigi við bak Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi í baráttu gegn innflutningi. Störf og sparnað- ur gjaldeyris réttlæti það. Hann segir jafnframt að samkeppnis- lög eigi ekki að standa í veginum fyrir því. „Jón upplifir þetta sem pólit- íska spurningu – vernd innlendrar atvinnustarfsemi, en þá er hann í raun að lýsa sig andsnúinn því lagaumhverfi sem við búum við eftir að við urðum hluti af Evr- ópska efnahagsvæðinu. Hann gat auðvitað tekið það upp pólitískt, en hann getur ekki hvatt til þess að við brjótum gegn þeim lögum sem við búum við. Það er mikill munur á því að vera á móti lögum og að brjóta þau.“ Gunnar Helgi segir að eflaust sé hægt að finna dæmi um eitt- hvað svipað frá fyrri tíð, enda hafi viðskiptalífið hér á landi verið mun tengdara stjórnmál- unum en nú. „En eftir að Ísland varð hluti af EES, og hér komst á þolanlegt samkeppnisumhverfi, höfum við ekki haft neina opin- bera umræðu af þessu tagi svo ég viti til.“ - shá Stjórnmálafræðingur segir Jón Bjarnason hafa brotið blað með ummælum: Fáheyrð afstaða ráðherra JÓN BJARNASON GUNNAR HELGI KRISTINSSON Á að breyta erlendum lánum í lán í íslenskum krónum? Já 72,6% Nei 27,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Munt þú sækja einhvers konar nám eða námskeið í haust? Segðu skoðun þína á vísir.is BANKAMÁL Innstæður í bönkum landsmanna nema nú um 2.000 milljörðum króna. Í maí voru þær um 1.700 milljarðar en voru um 1.400 milljarðar fyrir hrun. „Það má lýsa þessu þannig að bankarnir eru stútfullir af pen- ingum,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Ein skýring- in er að fólk haldi að sér höndum og sparar meira, að sögn Gylfa. Einnig geyma erlendir aðilar, fyrrum eigendur jöklabréfa, fé hér á landi vegna gjaldeyris- hafta. „Óhætt er að hvetja fólk til fjár- festinga og eyðslu. Sérstaklega ef það snýst um innlenda vöru, til dæmis að gera upp húsin sín,“ segir Gylfi. Pétur Blöndal alþingismað- ur segir að fjárfestingarkostum sé haldið inni í bönkunum með háum vöxtum á innlánum. Vext- ir á innlánum Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og Seðla- bankinn lækkar þá eykst hvat- inn til þess að eyða og fjárfesta, segir Pétur. Til þess að fólk geti byrjað að fjárfesta verða menn að fá til- trú á fyrirtækjum landsins, að mati Péturs en hann hefur lagt fram frumvarp á þingi um gegn- sæ hlutafélög. Hækkun innlána er þó afskaplega góð þróun, að mati Péturs. „Þessi þjóð hefur lengi eytt um efni fram að mínu mati.“ Þegar kreppir að, sérstaklega í kjölfar bankakreppu líkt og riðið hefur yfir Ísland, frestar fólk neyslu og fjárfestingar dragast hratt saman. Þetta kemur fram í nýlegri Hagsjá Landsbank- ans. Segir enn fremur að fólk og fyrirtæki kjósi fremur að spara en eyða og því aukist innstæður hratt. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ákveðið öryggi sé í innstæðum eftir að gefin hafi verið út ríkisábyrgð á þeim eftir bankahrunið. Telur hann að heimilin eigi ekki mikið af þess- um innstæðum, frekar sé um að ræða lífeyrissjóði og erlenda fjár- festa sem nýti sér háa vexti. „ Þ a ð e r áhyggjuefni að það fjármagn sem til er fari ekki í fjárfest- ingar,“ segir Gylfi. Vextirn- ir lokki fjár- festa inn í bank- ana en á sama tíma er ekki hægt að lána út, því enginn vill taka lán. „Peningamálastefnan á að skila því að háir vextir haldi pening- um í landinu en af því þeir eru svo háir eru þeir bara á banka- bókunum. Ég fæ ekki séð hvern- ig bankakerfið getur gengið upp í þessum aðstæðum,“ segir Gylfi. vidir@frettabladid.is Bankarnir eru stút- fullir af peningum Innstæður í bönkum hafa aukist frá því fyrir hrun. Viðskiptaráðherra hvetur fólk til aukinna fjárfestinga. Forseti ASÍ sér ekki hvernig bankakerfið geti geng- ið upp í þessum aðstæðum. Þingmaður segir hækkun innlána góða þróun. GYLFI MAGNÚSSON GYLFI ARNBJÖRNSSON SEÐLABANKINN Innlánsvextir Seðlabankans eru 9,5 prósent og um leið og bankinn lækkar þá eykst hvatinn til eyðslu og fjárfestinga, að mati Péturs Blöndal. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA PÉTUR BLÖNDAL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.