Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 8
8 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
ORKUMÁL Möguleikinn á samein-
ingu Geysis Green Energy og kan-
adíska orkufyrirtækisins Magma
Energy hefur verið til skoðunar
frá því fyrirtækin ræddu fyrst
samstarf innan HS Orku. For-
svarsmenn fyrirtækjanna segja
sameiningu þó ekki í kortunum
alveg á næstunni.
Geysir Green hefur eignast
meirihluta í HS Orku, og Magma
Energy á um ellefu prósenta hlut.
Magma stefnir að auki að því að
eignast 34 prósenta hlut Orkuveitu
Reykjavíkur í HS Orku, og hefur
lagt fram tilboð í hlutinn.
Ross J. Beaty, forstjóri Magma
Energy, útilokar ekki að Magma
hefði hug á að eiga minnihluta í HS
Orku, fari svo að opinberir aðilar
eignist meirihluta í félaginu. Það
sé þó síður en svo ákjósanleg nið-
urstaða. Hann segir augljóst að
eignist Magma ekki ráðandi hlut í
HS Orku muni skorta upp á áhuga
og kraft fyrirtækisins, sem sé
slæmt fyrir Magma og HS Orku.
„Við verðum að vinna með Geysi
Green og skoða þá möguleika sem
eru í stöðunni, Geysir Green er í
fremur veikri stöðu svo við von-
umst til þess að við getum sam-
einað krafta okkar í framtíðinni,“
segir Beaty.
Spurður hvort til standi að sam-
eina Geysi Green og Magma segir
hann: „Samruni hefur verið rædd-
ur, þó það séu vissulega ljón í veg-
inum. Staðan er flókin og það tekur
tíma að vinna sig í gegnum hana.“
Andstaða við kaup Magma á
stórum hlut í HS Orku hefur auk-
ist undanfarið. Opinn fundur sem
haldinn var í Grindavík í fyrra-
kvöld skoraði á ríkisstjórnina að
koma í veg fyrir kaupin.
Beaty segir að almenning-
ur á Íslandi verði að skilja hvers
konar fyrirtæki Magma sé og
hver áformin séu. „Við erum ekki
ógnvekjandi fyrirtæki, við viljum
vinna með HS Orku við að byggja
upp sterkara fyrirtæki, til góðs
fyrir Íslendinga, okkur sjálfa, og
raunar heiminn allan.“
Beaty þvertekur fyrir að Magma
sé að skipa sér í hóp með fyrir-
tækjum sem sjái tækifæri fyrir
skjótfenginn gróða með því að
kaupa rústir íslenskra fyrirtækja
eftir hrunið. „Við erum ekki hræ-
gammar, við viljum vera til fyrir-
myndar hér á landi eins og önnur
fyrirtæki mín annars staðar í
heiminum.“
Hann hafnar því einnig að fyrir-
hugaðar fjárfestingar Magma, og
nýting á jarðvarmaauðlindum,
muni skilja lítið eftir hér á landi.
„Tekjur hins opinbera munu koma
frá gjaldi fyrir auðlindir, sköttum,
störfum sem skapast og fjárfest-
ingu í innviðum fyrirtækisins.“
Beaty segist sannfærður um
að það væri gott fyrir alla aðila
fái Magma að kaupa hlut Orku-
veitunnar í HS Orku. Heimurinn
breytist hins vegar hratt, og gangi
það ekki eftir séu ýmis tækifæri
annars staðar en á Íslandi.
„Við viljum augljóslega ljúka
samningaviðræðum við Orku-
veituna sem fyrst, sé á annað borð
hægt að ljúka þeim. Við höfum
enga möguleika til að þrýsta á
eitt né neitt öðruvísi en með því
að benda á kostina við að salan á
hlut Orkuveitunnar í HS Orku nái
fram að ganga.“
brjann@frettabladid.is
1. Hvaða lífeyrissjóður hefur
mögulega tapað kröfu sinni í
Straum-Burðarási vegna mis-
taka lögfræðinga?
2. Hvaða nafn ber ný verslun á
Laugavegi 20b?
3. Hvað heitir nýr umboðsmað-
ur Baltasars Kormáks?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46.
Sameining Magma og GGE
til skoðunar frá upphafi
Magma Energy vill á endanum ná hreinum meirihluta í HS Orku, segir forstjóri félagsins. Þvertekur fyrir
að Magma sé að leita að skjótfengnum gróða eftir hrunið hér á landi. Staða Geysis Green Energy veik.
MÓTMÆLI Opinn fundur sem haldinn var í Grindavík í fyrrakvöld skorar á ríkis-
stjórnina að koma í veg fyrir einkavæðingu HS Orku, þriðja stærsta orkufyrirtækis
landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis
Green Energy, staðfestir að hug-
myndir um sameiningu fyrirtækj-
anna hafi verið til skoðunar frá því
að samstarf fyrirtækjanna hófst.
Hugmyndin sé hins vegar ekki uppi á
borðinu eins og er.
Hann viðurkennir að staða Geysis
Green geti talist veik, félagið verði að
tryggja sér fjármagn til að halda verk-
efnum áfram. Ýmsir möguleikar séu
til þess að auka við hlutafé félagsins.
SAMEINING EKKI Á BORÐINU
IÐNAÐARMÁL Málflutningur for-
svarsmanna Samtaka iðnaðar-
ins og Jóns Bjarnasonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
um fyrirtæki í framleiðslu og
innflutningi á sementi er dapur-
legur, segir Bjarni Ó. Halldórs-
son, framkvæmdastjóri Aalborg
Portland á Íslandi.
Vegna fjölmiðlaumræðu síð-
ustu daga um málefni fyrirtækj-
anna sendi Bjarni fjölmiðlum til-
kynningu í gær þar sem segir
meðal annars: „Forsvarsmenn
Samtaka iðnaðarins halda því
fram að að íslensk einokun sé
betri en dönsk og sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra tekur
undir þau sjónarmið. Slíkur mál-
flutningur er dapurlegur vitnis-
burður um ásetning þessara aðila
um endurreisn íslensks atvinnu-
lífs. Öll samtök atvinnulífsins á
Íslandi – líka Samtök iðnaðarins
– hafa lagt áherslu á frjálsa sam-
keppni þrátt fyrir ofurvald ríkis-
ins um þessar mundir. Þess vegna
eru ummæli framkvæmdastjóra
SI [Jóns Steindórs Valdimars-
sonar] óskiljanleg og afar sorg-
leg. Aalborg Portland fer hvorki
fram á ívilnanir né styrki heldur
aðeins að hafðar séu í heiðri heið-
arlegar leikreglur á markaði. Það
mun gagnast íslenskri þjóð best.“
- shá
Framkvæmdastjóri gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og Samtök iðnaðarins:
Ummæli óskiljanleg og sorgleg
BJARNI Ó. HALLDÓRSSON Vill að leik-
reglur á markaði séu hafðar í heiðri.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sundlaugin opnuð aftur
Sundlaugin á Þingeyri hefur verið
opnuð á ný, eftir að hafa verið lokuð
í nokkra daga vegna orkuskorts.
Þingeyringar eru orðnir vanir árlegum
lokunum þar sem rafmagn á svokall-
aðri vesturlínu er tekið út einu sinni á
ári vegna viðhalds.
VESTFIRÐIR
SAMGÖNGUMÁL Umferð um
Hlíðarfót við Öskjuhlíð verð-
ur ekki leyfð bílum sem aðeins
einn ferðast í á háannatímum í
vetur. Þetta kemur fram í bókun
Umhverfis- og samgönguráðs
Reykjavíkurborgar.
Ráðið ákvað að gera tilraun
til þessarar umferðarstýringar
og hefur falið samgöngustjóra
að útfæra hana. Strætisvagnar,
leigubílar og samnýttir einka-
bílar munu þannig geta farið um
Hlíðarfót, sem er ný gata sem
verður tekin í notkun næsta vor.
Þeir sem eru einir í bíl munu
þurfa að fara um Flugvallarveg.
- þeb
Umhverfis- og samgönguráð:
Samnýttir bílar
munu fá forgang
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
Nú eru fimm ár liðin frá því að banka-
stofnanir fóru að bjóða upp á húsnæðis-
lán með skárri vöxtum en áður höfðu
þekkst. Úr varð hálfgerð tískubylgja þar
sem hver sem vettlingi gat valdið fór út
í „endurfjármögnun“. Sá böggull fylgdi
skammrifi í mörgum tilfellum að bund-
ið var í samninginn að vaxtakjörin yrðu
endurskoðuð á fimm ára fresti. Nú er
náttúrulega bankakerfið hrunið eins og
það leggur sig og forsendur breyttar.
Sjálfur tók ég lán hjá Frjálsa fjárfest-
ingabankanum. Þegar hann fór á hliðina
fór ég að fá greiðsluseðil frá Íbúðalána-
sjóði. Þar eru sömu vextir, 4.2 prósent.
Upphaflega planið var að vextirnir
yrðu endurskoðaðir nú í september. Hjá
Íbúðalánasjóði fékk ég þær upplýsingar
að engin ákvörðun hafi verið tekin um
málið. Miklar líkur væru þó á að vextirn-
ir yrðu þeir sömu áfram, enda stendur
umræðan um það að ríkið minnki byrð-
ar fólks – auki þær ekki. Íbúðalánasjóð-
ur hefur tekið yfir lánasöfn frá ýmsum
sparisjóðum auk Frjálsa fjárfestinga-
bankans. Föllnu bankarnir eru þó enn
með sín lán á sinni könnu. Hjá Lands-
bankanum fékk ég þær upplýsingar að
vöxtum verði haldið óbreyttum. Fastlega
má búast við að aðrir bankar fari sömu
leið, enda yrði „allt vitlaust“ ef ríkis-
bankar færu að hækka íbúðalánavexti í
þessu árferði. Fólk á því að geta andað
rólega yfir þessu, að minnsta kosti til
ársins 2014 þegar næsta vaxtaendurskoð-
un á að fara fram.
NEYTENDUR: HVAÐ VERÐUR UM ENDURSKOÐUN VAXTA?
Vextir verða óbreyttir
STYRKUR VEITTUR Skúli Gunnar
Sigfússon afhenti styrkinn í húsnæði
Fjölskylduhjálpar Íslands á þriðjudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAGSMÁL Fjölskylduhjálp
Íslands fékk styrki frá fyrir-
tækjunum Subway og Pennanum
á þriðjudag. Einstaklingar
hafa einnig haft samband við
Fjölskyldu hjálp og óskað eftir að
styrkja börn og unglinga í fátæk-
um fjölskyldum til náms.
Það var Skúli Gunnar Sigfús-
son, eigandi Subway á Íslandi,
sem færði Fjölskylduhjálp 1,3
milljónir króna í gjafabréfum.
Hvert gjafabréf hljóðar upp á 15
þúsund króna úttekt í Pennan-
um. Að auki voru 400 gjafabréf á
Subway gefin.
- þeb
Subway og Penninn:
Fjölskylduhjálp
fékk gjafabréf
Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 1. september hjá
Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24
Kl. 10:00 Flugrekendur sem stunda innanlandsflug
Kl. 13:00 Flugrekendur með starfsemi á ESB-svæðinu
Umhverfisstofnun hvetur flugrekendur til þess að mæta enda um
mikilvæga hagsmuni að ræða.
Flugrekendur
athugið
Njótum umhverfissins og stöndum vörð um það saman
Nýleg löggjöf ESB um viðskipti með losundaheimildir
gróðurhúsalofttegunda fellir flug undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar
2012. Umhverfisstofnun boðar hér með til funda með flugrekendum
varðandi nauðsynlegar undirbúningsráðstafanir á komandi mánuðum.
VEISTU SVARIÐ?